Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 162
SKAGFIRÐINGABOK
Sumarið 1627 var haldin prestastefna sú, sem sagt er frá í upp-
hafi, er Þorlákur Skúlason var kjörinn biskup. Flestir höfðu
búizt við Arngrími lærða í þetta embætti, en það var Þorlákur
sem hlaut hnossið. Arngrímur var þá á sextugsaldri, mikill
fræðimaður, en lítt vinsæll. Þorlákur var aftur á móti vinsæll
maður, auk þess sem hann naut stuðnings Halldóru og Hóla-
manna. Það er ekki nokkur vafi á, að hún hefur undirbúið þetta
mál vel. Þorlákur var fóstri hennar, og trúlega hefur Guðbrand-
ur einnig látið sig dreyma um hann sem eftirmann. Sagt er, að
þegar Norðlendingar orðuðu biskupsembættið við Arngrím,
þá hafi hann talizt undan svo vandasömu embætti og verið tek-
inn á orðinu, en Þorlákur kosinn í hans stað. Arngrímur var
skjólstæðingur Guðbrands og tengdir og vinátta þar á milli, en
vísast hafa þau Hólafeðgin heldur viljað dóttursoninn Þorlák í
embættið.
Þegar Þorlákur tók við starfi biskups, þá fluttist Halldóra að
Oslandi í Oslandshlíð og bjó þar til dauðadags. Osland var
mikil jörð og þar hefur henni búnazt vel. Hún arfleiddi syni
Páls að eignum sínum og sýndi þar enn umhyggju sína fyrir
fjölskyldunni.68 Halldóra lifði fram í háa elli, varð 85 ára, en
hlaut þann þunga kross að liggja í kör í nokkur ár.
Hér lýkur frásögninni af þessari mikilhæfu konu með því að
vitna í Seiluannál, þar sem sagt er frá andláti hennar 1658: „12.
september sofnaði hægt og vel sú heiðurskvenpersóna Halldóra
Guðbrandsdóttir . . . fagurt ljós þessa lands af guðhræðslu og
ölmusugjöfum.“69
Halldóra var lögð til hinztu hvílu í kór kirkjunnar, sem hún
lét reisa og við hana var kennd. Legsteinn hennar hefur varð-
veitzt og er í kór núverandi Hóladómkirkju, vinstra megin við
altari.
160