Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 111
SUNDLAUGIN í VARMAHLÍÐ
leyndi sér ekki. Auðvitað reyndi ég að sinna honum sérstaklega.
Daginn eftir var hann farinn að synda um alla laug. Stigið var
yfir þröskuldinn og hræðslan yfirunnin. Gleðin í svip hans fest-
ist mér í minni.
Svo var það unga stúlkan á svipuðum aldri með sömu for-
sögu. Faðir hennar hafði dvalizt langdvölum í Skagafirði, en var
fyrir mörgum árum fluttur suður um heiðar. Þessi stúlka yfir-
vann sinn ótta á fáum dögum og varð flugsynd. Á næstu jólum
fékk ég frá henni jólakort, þar sem hún þakkaði mér fyrir
aðstoðina. Ekkert jólakort var mér kærara en þetta á þeim
jólum.
Góð tilsvör eru einnig skemmtileg. Litla stúlkan, 7 eða 8 ára,
sem langaði til að synda yfir dýpið, en þorði ekki, og ég var að
hvetja til að taka á sig rögg og láta sig hafa það, sagði: „En
Guðjón, ef ég nú drukkna á leiðinni, ja, hvað gerum við þá?“
Og að endingu, þótt nýrra sé, skólanefndin, sem sendi mér í
pósti samþykkt sína um þakkir til mín fyrir áratuga sund-
kennslu nemenda úr skólahverfinu. Þetta bréf er enn geymt.
„Drukkna á leiðinni"
Eftir hálfrar aldar sundkennslu og vörzlu við laugar má ég
vissulega vera þakklátur forsjóninni fyrir að hafa aldrei orðið
fyrir alvarlegum áföllum vegna slysa í laugunum.
Það kom fyrir í Varmahlíð, að ég þurfti að fara út í til að sækja
barn í erfiðleikum, en ekki var það oft. Á þeim tíma var laugin
ómáluð og hreinsiefni ekki notuð í þeim mæli, sem nú tíðkast.
Vatnið því skolugt svo að ekki sást til botns, enda laugin bæði
stór og djúp. Maður gat því í lok dags og sundkennslu litið inn
í búningsherbergin með nokkrum kvíða yfir því, að þar kynnu
að vera föt, sem enginn hafði skilað sér í, en til þess kom þó sem
betur fór aldrei.
Baðmenning var þá ekki komin á það stig, sem nú er orðið. Þá
109