Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
nám börn úr flestum skólahverfum Skagafjarðar og auk þess úr
Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Alltaf var svo
eitthvað af nemendum utan þessa svæðis.
Sundskyldunni var yfirleitt vel tekið, og hygg ég að hér í hér-
aði hafi þessi þáttur skólaskyldunnar tekizt betur en í flestum
öðrum. Auðvitað var það til, að bændum þætti hart að sér geng-
ið að heimta börnin í sundkennslu um hásauðburðinn, en yfir-
leitt var ágætur skilningur á þessu nauðsynjamáli og árangur því
góður.
Húsakyrmi
Sundlaugin var byggð á árunum 1938 og 1939 og í framhaldi
var skýlunum hrófað upp úr mótatimbri, klæddu tjörupappa,
vestan við laugina. Umhverfi laugarinnar var hallandi melurinn
frá náttúrunnar hendi, þannig að laugarveggirnir stóðu mishátt
uppúr jörðu, víða hátt á annan metra. Við sundkennsluna varð
því að dansa línudans á veggjum laugarinnar.
Við þetta varð að una fram yfir 1950, er nýir og uppsteyptir
klefar austan laugar voru teknir í notkun. Voru þá timburskýlin
vestan laugar rifin niður.
A 50 ára afmælinu, 1989, hafa þessir klefar verið jafnaðir við
jörðu, eftir of stutta ævi. Nú hefur risið hin þriðja kynslóð bún-
ingsklefa norðan laugar, sýnu beztir og veglegastir, eiga enda að
þjóna miklu stærra hlutverki en hinir fyrri, m.a. íþróttahúsi,
sem byggja á þar norðanvið.
Margar fyrirætlanir hafa verið um byggingar í umhverfi laug-
arinnar, á sumum byrjað en hætt við, aðrar ekki haft þá endingu
sem vænzt var, enda viðhorf breytzt í tímans rás.
„ Heim ilishaettir “
Fyrsta eða fyrstu vorin, sem ég var í Varmahlíð, réði ríkjum í
Varmahlíðarhúsi merkiskona, Ingibjörg Jóhannsdóttir, og
100