Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 126
SKAGFIRÐINGABÓK
var utan í vígsluförinni, fæddist honum dóttir, sem skírð var
Steinunn. Móðir Steinunnar hét Guðrún Gísladóttir. Ekki urðu
samskipti þeirra biskups og Guðrúnar meiri, en Guðbrandi
fórst vel við þessa dóttur sína á allan hátt og verður vikið að því
síðar.
I nútíma kann það að sæta nokkurri furðu, að þessi barneign
biskups hafi ekki verið talin stór ljóður á ráði hans, en svo mun
ekki hafa verið. Hér þarf að hafa í huga, að skammt er liðið frá
siðskiptum, en í kaþólskum sið var prestum bannað að ganga í
hjónaband. Engu að síður var algengt að prestar og jafnvel
biskupar ættu sér fylgikonur, og oft áttu þeir fjölda barna, næg-
ir þar að nefna Jón biskup Arason.
Halldóra Árnadóttir biskupsfrú
Fyrir valinu varð Halldóra, dóttir Árna Gíslasonar sýslumanns,
sem þá sat á Hlíðarenda í Fljótshlíð, og konu hans Guðrúnar
Sæmundsdóttur. „. . . þá hafði Árni Gíslason að Hlíðarenda
Skaftafellssýslu, og var höfðingi mikill, svo að ei voru í þann
tíma aðrir taldir fremri jafnbornir.“4 Árni var þá einna mestur
auðmaður á Islandi og í frænd- eða mágsemdum við flesta höfð-
ingja landsins. En slík sjónarmið voru jafnan ráðandi, þegar
stofnað var til hjónabanda meðal heldra fólks. í garði Árna
sýslumanns var erindi biskups vel tekið. Trúlega hafa einhver
kynni verið með þeim Árna og Guðbrandi, en Árni hafði áður
setið á Þingeyrum. Um kynni hjónaefnanna er ekkert vitað, en
líklegt má telja að þau hafi eitthvað þekkzt.
Brúðkaup þeirra Halldóru og Guðbrands fór fram að Hlíð-
arenda í september 1572. Svo vegleg veizla, sem þar var haldin,
kostar mikinn undirbúning, svo festar hljóta að hafa farið fram
nokkru áður. Miklar líkur eru til, að biskup hafi komið að Hlíð-
arenda þegar hann reið til þings þetta sumar og þá hitt konuefni
sitt og væntanlegt tengdafólk. Árni Gíslason hélt brúðkaup
dóttur sinnar með þeim glæsibrag, sem vænta mátti af hans
124