Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1956, Qupperneq 2

Jökull - 01.12.1956, Qupperneq 2
Frá féiaginu: Aðalfundur var haldinn í Tjarnarkaffi 6. febrúar 1956. Fundarstjóri var Jón Kjart- ansson sýslumaður. Á fundinum mætti 65 manns. Þetta gerðist lielzt: 1. Formaður flutti skýrslu um störf fé- lagsins á liðnu starfsári. 2. Fundarstjórinn ræddi um nauðsyn þess að Kötlurannsóknunum yrði hald- ið áfram. 3. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga. Eignir féíagsins í árslok voru metnar á 88 576,30. Félagsmenn voru 225. ' 4. í stjórn voru endurkosnir Árni Stefáns- son, Sigurður Þórarinsson, Sigurjón Rist og Trausti Einarsson. Jón Ey-þórs- son er formaður til aðalfundar. 1957. — 1 varastjórn voru endurkosnir Einar Magnússon, Guðmundur Kjartansson og Þorbjörn Sigurgeirsson. — Endur- skoðendur endurkosnir: Páll Sigurðs- son, Rögnvaldur Þorláksson og Gunn- ar Böðvarsson. 5. Sigurður Þórarinsson og Sigurjón Rist fluttu erindi með litskuggamyndum um Kötluhlaupið og rannsó.kn á Kötlu sumarið 1955. ÚR SKÝRSLU FORMANNS o. fl. Fuiidir. Tveir fræðslufundir voru haldn- ir á árinu. Jökulheimar. Vorið 1955 tókst að reisa vandaðan skála í Tungnaárbotnum. Var hann reistur í sjálfboðavinnu undir for- ustu Árna Kjartanssonar. Yfirsmiður var Stefán Jónsson. Rannsóknir. Félagið efndi til rannsókna- leiðangurs á Vatnajökul 28. maí til 16. júní. Fararstjóri var Sigurður Þórarinsson. Aðalviðfangsefni var að mæla þykkt jökuls- ins á Grímsvatnasvæðinu, en þær mæling- ar annaðist eðlisfræðingurinn Jean Martin frá Expéditions Polaires Francaises. Ann- ar leiðangur var farinn til þykktarmælinga á Kötlusvæðinu 18. til 27. júní undir stjórn Sigurjóns Rists. Félagið sá um rannsóknir á Tindfjalla- jökli og unnu 8 brezkir stúdentar þar um tveggja mánaða skeið. Mælingar á breytingum skriðjökla voru framkvæmdar í nafni félagsins og annað- ist Jón Eyþórsson þær mælingar. Til styrkt- ar starfSsemi sinni fékk félagið kr. 4000 frá Menntamálaráði og kr. 13500 úr rikissjóði. Auk þess greiddi ríkissjóður útlagðan kostn- að við Kötlurannsóknirnar, um 36 þúsund krónur. Ý N JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS P. O. Box 884, Reykjavík Félagsgjald (þar í ársritið Jökull) kr. 50.00 Gjaldkeri: Sigurjón Rist Raforkumálaskrifstofunni llitstjóri Jökuls: Jón Eyþórsson Fornhaga 21, Reykjavík ICELAND GLACIOLOGICAL SOCIETY P. O. Box 884, Reykjavík President and Editor of Jökull: J ón Ey thorsso n P. O. Box 884, Reykjavik Secretary: Sigurdur Thorarinsson P. O. Box 532, Reykjavík Annual subscription for receipt of the journal JÖKULL £ 1—0—0 or $ 3.00 V______________________________________)

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.