Jökull - 01.12.1956, Page 27
minni. Sporðurinn má lieita ósprunginn með
öllu, en nokkuð aurgrár neðan til. Um 300 m
ofan við sporð er jökullinn h. u. b. 400 m
breiður. Flatarmál jökulsins í Austurclal er unt
5 km2.
Ég hafði ætlað mér að ganga yfir Tungna-
hryggsjökul suður í Barkárdalsbotn, en af há-
jöklinum eru h. u. b. 10 km austur og ofan að
Baugaseli. Gengum við Kolbeinn því upp með
jökulsporðinum og vorum komnir upp á há-
jökul kl. 19.15. Þar mældist mér. hæðin 1176 m,
en samkvæmt korti ætti það að vera 1200 m.
Skakkar ekki miklu, en gæti fremur bent til
þess, að jökullinn hefði lækkað lítillega. Svarta-
þoka var og súld, svo að varla sáust handaskil.
Tók nú að halla undan fæti, og gengum við
þannig um einn km. Bar okkur þá að jökul-
öldu eða rönd, sem lá í sömu stefnu og við
höfðum farið, í suðaustur. Var allhátt að sjá
niður af öldunni að suðvestan, en lágt að norð-
austan. I þoku er jafnan erfitt að gera sér greiu
fyrir stærð og lögun kennileita. En alda þessi
kvað vera rétt austur af Eiríkshnúk að sögn
Kristins Sigurðssonar á Skriðulandi. Vorum við
Kolbeinn því á réttri leið.
Ég sneri þó við með Ivolbeini, því að honum
var mjög um geð, að ég færi einn leiðar minnar
í þokunni.
Þegar við komum aftur niður í dalinn, var
þokan að mestu leyti horfin hið neðra, en vafð-
ist enn um fjallabrúnir í norðaustri. Blasti nú
við Tungnahryggur, feiknahár og brattur kamb-
ur, sem skagar beint norður í botn Kolbeins-
dals og klýfur liann í Austur- og Vesturdal. Há-
kamburinn nyrzt er 999 m, en dregst þá út í
eggþunnan, jafnt lækkandi hala, sem minnir
dálítið á Strútinn hjá Kalmanstungu. Hafa jökl-
ar sorfið hann til eggjar frá báðum hliðum.
Tungnahryggur er fagurt fjall og sérkennilegt.
Inn í Vesturdal er örstutt frá dalamótum, en
grýttur hjalli fyrir botni og mjög ólíkt eystri
botninum. Jökull allbrattur gengur niður að
hjallanum, klofinn af svartri rönd í miðju, en
allur jökullinn var hulinn vetrarsnjó. Á vestri
dalbarmi hangir aurborinn jökuljaðar, þunnur
og rytjulegur, en gilskora fyllt jökli og snjó nær
alveg niður í kvos vestan hjallans. Aðalsporður
Tungnahryggsjökuls er því 1 Austurdal.
Áður var oft farið yfir jökul milli Kolbeins-
dals og Hörgárdals. Leiðin lá úr Austurdal upp
með jökultungunni og síðan til suður-suðaust-
urs, með Leiðarhnúka á vinstri hönd, ofan í
Jökulsporður í Austurdal, Tungnahryggsjökull,
27/r ’39. Þoka efra. T. li. sýna langir snjódílar
nýlegar hliðaröldur. Rauðabergshamar gegnt To
neðst t. h. — The snout of Tungnahryggsjökull
lerminating at 660 m above sea level. On the
mountain side to the right two stadium in the
expansion of the glacier may be observed.
Skarðsárdal eða i botn Barkárdals austan Eiríks-
linúks. Niður úr Skarðsárdal, sem ekki hefur
nafn á uppdrætti (63. blaði), koma þrjár þverár
í Barká. Hin yzta eða heimasta (frá Baugaseli)
heitir Skarðsá, þá Tungnahryggsár, ytri og
fremri. Milli þeirra er rani, sem heitir (einnig)
Tungnahryggur. Nokkru innar í dalnum er
Fremstaá.
Heim að Skriðulandi komum við Kolbeinn
kl. hálfeitt um nóttina.
Föstudag 28. júlí lrélt ég frá Skriðulandi norð-
ur yfir Heljardalsheiði. Fylgdi mér Kristinn Sig-
urðsson, faðir Kolbeins. Varð Kristinn 76 ára
þennan dag. Reið hann gráum hesti, stólpagrip
miklum, 57.5 þuml. að bandmáli á herðakamb.
Kristinn hafði verið á Skriðulandi síðan 1900
og manna kunnugastur fjallvegum á þessum
slóðum. Tungnahryggsjökul fór hann síðast þá
fyrir sex árum. Hann telur veturinn 1916 hinn
snjóþyngsta á Heljardalsheiði. Veturinn 1910
var líka ódæmamikill snjór. 1920 og 1926 voru
miklir snjóavetur og loks síðasti vetur, 1938/39.
Fylgdi Kristinn mér upp fyrir Heljará, en síð-
an fór ég gangandi yfir heiðina. Er aðeirts
tveggja stunda gangur yfir sjálfan heiðarhrygg-
inn. I dalbotni að norðan beið mín Ármann
á Urðum með hesta. Kom að Urðum kl. 530
eftir rúml. 6 klst. ferð frá Skriðulandi. Veður
var þungbúið um daginn og vætulegt, setti yfir
þoku um kvöldið, en rigndi ekki.
25