Jökull - 01.12.1956, Síða 35
Vatnajökul. Nii valdist hann til ferðar með
okkur.
Laugard. 19. júlí lögðum við af stað og urð-
um sex saman í bil flugbjörgunarsveitarinnar.
Enn fremur fengum við lánaðan útbúnað hjá
sveitinni, svo sem brodda, ísaxir og nýlonkaðla.
Þessir voru í förinni: Nikulás Clinch, Sigurður
Waage, Finnur Eyjólfsson, Efaukur Hafliðason,
Olafur Nieisen og Arni Kjartansson.
Eftir sjö stunda erfiða, en þó skemmtilega
glímu við glerhála jökulhryggi og gapandi
sprungur vorum við komnir upp á örðugasta
hjallann og leiðin greiðfær fram undan. Var nú
komið hádegi, þokunni létt af jöklinum og veð-
ur hið fegursta.
Við héldum áfram upp jökulinn og vorurn
komnir á tindinn kl. 15. Dvöldumst við góða
stund þar efra og nutum hins dásamlega útsýnis
meðan við hvíldum okkur eftir erfiða og tauga-
æsandi ferð upp skriðjökulinn. Niður fórum við
greiðfarnari leið.
Þessi leið á Eyjafjallajökul er því fær, en til
hennar þarf góðan útbúnað, gætni og nokkra
æfingu.
Arni Kjartansson.
APPALACHIA
Svo nefnist félag fjallgöngumanna í Boston.
Það var stofnað 1876 með 100 félagsmönnum.
í sumar sem leið kom hingað Kenneth A.
Henderson, sem hefur lengi átt sæti i stjóru
félagsins og er víðförull og kunnur fjallgöngu-
maður. Ferðaðist hann allvíða um landið og
reyndi meðal annars að klífa Hraundrang í
Oxnadal, en varð frá að hverfa.
Félagið gefur út rit, sem kemur út tvisvar á
ári. Heitir það Appalachia og svipar til árbókar
Ferðafélags íslands að stærð og frágangi. Nafnið
mun vera Indíánamál og þýða „austan ár“, þ. e.
austan Missisippifljóts.
í síðasta hefti Appalachia ritar Henderson
uppliaf að ferðasögu sinni á íslandi (Flight To
Yesterday). Er hún fjörlega rituð, skrumlaus og
réttorð.
Eftir heimkomuna sendi Henderson Jökla-
rannsóknafélaginu ritið Appalachia frá og með
1940 í skiptum fyrir Jökul.
Þess má geta, að Henderson er höfundur að
Handbook of American Mountaineering, ýtar-
legum leiðbeiningum fyrir fjallgöngumenn.
Jón Eyþórsson.
BRÉF TIL JÖKULS
Letters to the Editor
JÖKLAR VIÐ HVÍTÁRVATN O. FL.
Holtakotum, 6. des. 1956.
Það var haustið 1912, sem ég kom fyrst í
Fögruhlíð og þá var það, eins og ég gat um í
„Göngum og réttum“, að jökullinn lá fast að
graslendinu og ýtti því í fellingar1) undan sér
í brekkunni sunnan í hllðinni. Siðan hef ég
sjaldan komið í Fögruhlíð. En eftir því, sem
ég bezt veit, eftir sögn annarra fjallmanna,
mun þessu hafa verið þannig varið allt fram
yfir 1920, jafnvel lengur, en hvenær það breytt-
ist, get ég ekki sagt um.
Það væri fróðlegt að vita, hve langt er nú
frá graslendinu að jökulröndinni. Það munu
vera um þrjátíu ár, síðan ég kom síðast í Fögru-
hlíð, og þá var komin nokkur eyða á milli
jökuls og graslendis, sem siðan hefur breikkað
allmikið, eins og þér er kunnugt. Um jökul-
röndina frá Fögruhlíð suður fyrir Hrútafell, get
ég ekkert sagt, því að ég hef aldrei átt þess
kost að skoða hana nema úr fjarlægð, ég hef
því ekkert til að miða við.
A svæðinu frá Hrútafelli vestur að Karls-
drætti, þ. e. á Leggjabrjót, hefur jökullinn auð-
sjáanlega færzt mikið til baka á síðastliðnum
25—30 árum.
Ég man, að um og eftir 1911 voru svonefndir
„Sólkatlar“ vestan Hrútafells, tveir litlir, dökkir
dílar langt uppi í jökli af Baldheiði að sjá.
Nú er þetta orðin stór eyða í jökulinn og nærri
samrunnin við Leggjabrjótshraunið, eftir því
sem mér liefur virzt, er ég hef virt það fyrir
mér austan af Tjarnheiði. En það er eins með
þennan stað, að ég hef ekki farið urn Leggja-
brjót síðan 1920 og því ekki getað borið það
saman ár frá ári, hvernig þetta hefur gengið til.
Og þá eru það skriðjöklarnir beggja megin
Skriðufells. Þar má segja, að breytingin hafi
orðið einna mest á slðari árum, og sést það
bezt á Skriðufelli sjálfu, hve jökulfarið nær
hátt í hlíðum þess, bæði að austan og vestan.
Þegar ég kom fyrst í Flvítárnes, haustið 1911,
fyllti jökullinn, að því er virtist, allt það bil
1) Sbr. örnefnið Húðarhólar í Barkárdal.