Jökull


Jökull - 01.12.1956, Síða 38

Jökull - 01.12.1956, Síða 38
Sólheimajökull 14/s 1928. Sólheimajökull 30 /9 1951. Myndir teknar á sama stað. Alls voru mælingar gerðar á 60 stöðum haust- ið 1956. Á 50 mælingastöðum (83.3%) hafði jökullinn minnkað, á 4 (6.7%) hafði hann geng- ið fram og á 6 stöðum (10%) hafði hann staðið í stað að mestu frá næstu mælingu á undan. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR. 1. Kaldalón. Þar er klettakollur að koma upp úr jökulsporðinum að norðanverðu. Jökull- inn hefur þynnzt mikið, og virðist lítil hreyfing í honum. — Skjaldfönnin hvarf ekki alveg, en hélt áfram að eyðast fram í miðjan nóvember. Þá var eftir um 80 cm þykkur skafl við Traðar- læk. — Veturinn 1955/56 sérstaklega góður við Djúpið frá því í byrjun febrúar, en vorið kalt, einkum fyrra hluta júnímánaðar. Eftir 20. sept- miklar rigningar eða snjókoma (Aðalst. Jóhanns- son). 2. Leirufjarðarjökull hljóp skyndilega fram um 1939. Nú eru 400 m frá jökli að öldunni, er hann skildi þá eftir. Frá öldu þessari að mæl- ingamerki (M2) á hjallabrún eru 60 m. (Úr bréfi frá Hallgrími Jónssyni, Grunnavík). 3. Reykjarfjarðarjökull. Jökullinn hefur þynnzt mikið. Stórt holt er komið upp úr jökli fast við meginlandið að sunnan. Af því fara engar sögur fyrr en um 1929. Þá sást þarna að- eins í hjallarönd og miklar sprungur umhverfis. Svo hvarf þetta allt undir snjó í mörg ár, en kom aftur eftir 1940 og hefur stækkað árlega síðan. Foreldrar bréfritarans minnast þess ekki, að hafa séð það fyrr eða heyrt þess getið. — Sumarið var helclur kalt, en oft vestanátt. Haust- ið hlýtt og jörð alauð upp í háfjöll 23. nóv. (Guðfinnur Jakobsson). 4. Sncefellsjökull. Árið 1930 náði jökull því nær upp á vesturbarm vikurgígsins, þar sem Jökulhúsið stendur nú. Einnig gekk þá allmikil jökultunga frá slakkanum norðan við Þríhyrn- inga niður í jafnsléttuna sunnan gígsins. Nú er sú tunga horfin með öllu og allur jökull farinn úr skarðinu vestan undir gígnum. Hefur jökull- inn þynnzt um 60—80 m á þessum stað og stórt svæði orðið örísa. J. Eyþórsson mældi jökulinn 30 .september. 6.-8. Sólheimajökull hefur eyðzt mjög síðan 1928, eins og tvær meðfylgjandi myndir sýna, sem teknar eru frá sama sjónarhóli 1928 og 1951. 19. Fellsárjökull. Þorsteinn Guðmundsson hreppstjóri á Reynivöllum mældi Breiðamerkur- jökul austan Jökulsár. Segir hann meðal annars í bréfi 9. nóv.: „Ég þykist sjá, að Jökullinn þynnist og lækkar héðan að heiman að horfa til Breiðamerkurfjalls (Sbr. Árbók Ferðafélags Islands 1937). — Laugardaginn 3. nóv. fór ég inn að Fellsárjökli til að athuga hann. Ég hef ekki getað mælt jökulinn nákvæmlega á ári hverju, en alltaf gefið honum gætur. Vörðurnar hafa týnzt af umróti árinnar, nema sú næst fremsta hefur staðið, svo að ég veit með vissu, hvað jökullinn hefur eyðst, síðan ég mældi hann fyrst, haustið 1941. Telst mér til, að alls hafi hann hörfað 635 m síðan þá, en urn 1056 m frá því að ég kom þarna fyrst. Það mun hafa 4 verið um 1914. Nú nær jökullinn aðeins niður að sléttunni í dalbotninum, en breiðir ekki neitt úr sér, er í gili í dalstafninum, og er jökultungan 60 m á breidd, en smábreikkar, er upp dregur. Dalurinn er einstaklega fallegur að lögun, þótt ekki sé hann stór eða gróður- 36

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.