Jökull - 01.12.1956, Síða 39
SVERRIR SCHEVING THORSTEINSSON:
Frostsprungur á Sprengisandi
I næstsíðasta hefti Jökuls skrifar Sigurður Þór-
arinsson stutta grein, sem hann nefnir „Fleyg-
sprungnanet á Sprengisandi1' og fer hann þar
fyrst nokkrum almennum orðum um myndun
frostsprungna í jarðvegi, en víkur síðan að at-
hugunum, sem hann gerði úr flugvél yfir
Sprengisandi 26. ág. 1954.
Vildi ég hér mega bæta nokkrum orðum við
um frostsprungur á Sprengisandi, þar sem ég
tel ekki ólíklegt, að við Sigurður höfum báðir
séð og athugað sömu fyrirbrigði, — hann úr
sjúkraflugvél Björns Pálssonar, ég úr öræfabíl
Guðmundar Jónassonar.
Samkvæmt m. a. dagbók minni frá 15. ágúst
1954, eru athuganir mínar eftirfarandi.
Kyrkingslega gróinn, næstum láréttur melur
(skammt frá Tómásarhaga) var vel afmarkaður í
mikill, kringlulagaður og nærri sléttur. Rennur
áin þar á aurum fram i gljúfrið. Þar er gnægð
af gabbró og líklega granófýr, en dökkt blá-
grýtið rnyndar mjóar rendur í með smágöngum
skáhallan upp á við.“
22. Vatnsdalshlaup hefur ekki orðið á þessu
ári, og er ekki talið líklegt, að það verði héðan
af, skrifar Skarphéðinn Gíslason á Vagnsstöðum
26. nóvember.
23. Fláajökull gekk allmikið fram í sumar, en
svo dró hann sig til baka, er lengra leið á sum-
arið, og þá fór áin (Hólmsá) að renna austur
með jökli í Holtakíl. Langvarandi þurrkar í
sumar og haust hjálpuðu því, að áin gerði lít-
inn skaða nú. Hólmsá hefur enn þá verið veitt
í sinn gamla farveg austan við Heinaberg.
Hólmsá spýtist nú undan jökli fast við Merki-
fell, á milli þess og lítils kletts, sem yddir á
rétt hjá fellinu. Lítur út fyrir, að klettur þessi
nái nokkuð langt inn undir jökul og skoran
milli hans og fellsins sé mjög djúp. Fari svo,
að jökull bráðni af þessum kletti, er sti hætta
yfirvofandi, að áin fari austur í Hleypilæk og
geri usla á Austurmýrum. (Skarphéðinn Gísla-
son).
reiti, sem ýmist voru þrí-, fer- eða jafnvel sex-
hyrndir. Flestir munu þó hafa verið fimm-hyrnd-
ir á þessu svæði. Stærð reitanna var frá 12—-35
metrum i þvermál og mátti víða sjá langdregna
reiti, sem lágu hlið við hlið og mynduðu í heild
nokkurs konar belti. Voru þeir reitir flestir að-
eins ferhyrndir og mjög reglulegir á að líta. Með-
allengd reitanna í einu slíku belti var nálægt
20 m, en breiddin var öllu ójafnari, 3—6 m.
Sjálfar frostsprungurnar, sem afmörkuðu reit-
ina, voru 5—20 cm. á breidd við yfirborð, —
og mjókkuðu síðan fleygmyndað niður í jarð-
veginn, að mér fannst að ákveðinni dýpt, en
þar urðu þær jafnbreiðari og mynduðu sprungu,
1—4 cm. á vídd.
Talsverður hæðamismunur var á sprungu-
börmunum, allt að 8—12 cm, og mátti fylgja
slíkri upphækkaðri brún sama reits á 2—3 hliðar.
Stundum stóð einn og sami reitur ofurlítið
hærra í brúnunum, en viðliggjandi reitir. Sjálfir
sprungubarmarnir (reitamótin) voru venjulega
grétðri vaxnir, mest gulleitum mosategundum,
sem víða þöktu algjörlega sprungubarmana, og
mátti í langri fjarlægð sjá afmörkun reitanna,
þegar sólin skein á mosann. Annars var sjálfur
melurinn aðeins gróinn einstökum jurtum,
kannski 6—8 tegundum í allt, sem hvergi mynd-
uðu samfellda breiðu eða þúfur. Á yfirborðinu
var melurinn samsettur af frekar jafngrófri
möl, með einstaka hnullungssteinum á milli.
Meira eða minna af frostsprungum og mela-
tiglum mátti sjá á allri leið okkar úr Jökuldal
að Gæsavötnum, þótt reglulegastar myndanirnar
væri að finna á hinum láréttu melum vestan og
norðvestan Tungnafellsjökuls.
Um myndun þessara reita og áætlun um aldur,
er ágizkun Sigurðar ekki ólíkleg, þegar hafðar
eru í huga ýrnsar „sífreða-eyjar" í Kanada og
víðar, sem talið er að myndazt hafi við svipaðar
aðstæður og einmitt er líklegt að geti orðið á
Sprengisandi.
ABSTRACT.
The author describes nets of ice-wedges near
Tómasarhagi W of Tungnafellsjökull in Central
Iceland, studied by him in Aug. 1954.
37