Jökull - 01.12.1956, Qupperneq 46
6. mynd. Á leið niður í
Hveradal Kverkfjalla.
— Travelling on
Vatnajökull.
Ljósm. Á. Kjartansson.
gleymdu ekki afmæli Guðmundar þ. 11. Sam-
bandið við umheiminn var einhliða, svo sem
verið hafði alla ferðina, því að móttakari sendi-
tækis þess, er við höfðum meðferðis, bilaði þeg-
ar á fyrsta degi og varð því að senda öll skeyti
blint, sem kallað er, og treysta á það, að ein-
hver heyrði einhvers staðar. Þann 10. júní gerðu
fjórir okkar tilraun til að komast til Gríms-
vatna til að ná í benzín. Ekki komumst við á
vísli nema 5 km, sakir benzínskorts, en héldum
áfram á skíðum. Færið var djöfullegt og veðrið
eftir því. Þóttumst við góðir, er við komumst
aftur í tjaldstað, eftir að hafa þrammað um 35
km, liafandi erfiði en ei erindi. Hefðum við vart
fundið tjaldstaðinn, ef við hefðum ekki verið
svo forsjálir að hlaða snjóvörður með stuttu
millibili alla leiðina. Ekki fýsti okkur aftur í
slíka reisu, og var nú sent skeyti til Ágústs
Böðvarssonar og hann beðinn að senda flugvél
með benzín, svo fljótt sem veður leyfði. Ekkert
vissum við um örlög þess skeytis, en að morgni
12. júní tók að rofa dálítið í lofti, svo að stund-
um grillti í bláan himin. Um 11-leytið heyrðist
flugvélargnýr. Við, sem í aðalbækistöðinni vor-
um, sáurn aldrei vélina, en vonuðumst til, að
hún hefði komið auga á Grendil, sem var 5 km
suðvestar, en þar sváfu þeir Olafur og Haukur.
Var fregna frá Grendli beðið með töluverðri
eftirvæntingu, og klukkutíma síðar kom sá
skrautlegi bill með 200 benzínlítra innanborðs,
er kastað hafði verið niður í brúsum. Vakti
koma Grendils mikinn fögnuð í tjaldbúðunum,
og dró það ekki úr gleðinni, að hjartagóður
höfuðstaðarbúi hafði sent með vélinni sígarett-
ur og viskýflösku. Kom flaskan heil niður, enda
var nýsnævislagið nú orðið 70 cm þykkt.
Kl. 14,40 var lagt af stað og stefnt á Gríms-
fja.ll. Skyggnið var vont að vanda, hríðarmugga,
svo að ekkert sást. Vorum við komin um 2 km
SA af Svíahnúk eystri, er við áttuðum okkur
og stefndum á brekkuna. Á Grímsfjall komumst
við kl. 1 um nóttina, og var þá flugsenda
benzínið á þrotum, en á Hithól áttum við 270
lítra, sem nægði okkur niður af jöklinum. Nú
tók að rofa í lofti, og er við höfðum snætt næt-
urverð, var orðið albjart yfir Grímsvötnum og
frostið 9 stig. Kl. 2,30 var ekið af stað, og mun
mér seint gleymast förin vestur jökulinn í sindr-
andi sólskini. I Tungnaárbotna komum við kl.
11, og kom Jón Eyþórsson til móts við okkur.
Hafði hann beðið við 10. mann í Jökulheim-
um í 5 daga. Voru þar í hópi þeir Árni Edwins,
Finnur Eyjólfsson, Halldór Eggertsson og Dan-
inn J. W. K. Ekholrn, sem halda áttu á jökulinn
til mælinga ásamt Guðmundi Jónassyni og Flerði
Hafliðasyni. Kl. 15 kvöddum við þessa sex og
héldum til byggða í tveim bílum. Stýrði sonur
Guðmundar þeim, er fyrir fór, og virðist ekki
ætla að verða eftirbátur föður síns um öræfa-
keyrslu, því að við vorum ekki nema röska 5
44