Jökull


Jökull - 01.12.1956, Side 47

Jökull - 01.12.1956, Side 47
7. mynd. Hnúkurinn Grendill, austast á Vatnajökli. — Grend- ill, the easternmost trig. point on Vatna- jökull (cf. the map, fig■ !)■ _ Ljósm. A. ICjartansson. tíma frá Jökulheimum að Galtalæk. Síðasta mál- tið ferðarinnar var sem hin fyrsta snædd á Sel- fossi og komið í bæinn snernma nætur þ. 14. júní. Mœlingaleiðangurinn. Þann 14. júní var þegar undinn bugur að því að senda benzín flugleiðis upp í Jökulheima, svo að þeir sexmenningarnir kæmust af stað. Hafði flugvöllur verið merktur 2.5 krn norð- vestur af skálanum. Laust eftir miðnætti aðfaranótt 15. júní lögðu þeir félagar af stað með skriðbíl Guðmundar, einn vísil (Grendil) og rúrna 2000 lítra benzíns. Að Þórðarhyrnu komu þeir kl. 7,55 og lágu þar í þoku og leiðinda veðri til 19. júní. Birti þá, svo að Ekholm gat mælt. Upp úr hádegi var lagt af stað til Grímsfjalls og gist þar næstu nótt. Þaðan var haldið kl. 6,15 og röskum 12 stundum síðar var tjöldum slegið við Hvanna- dalshnúk í góðu veðri. Brátt syrti þó að og næsta dag, 21. júní, var vestanrok og rigning. Varð að vaka alla næstu nótt og gæta tjaldanna, svo að þau fykju ekki. Næstu tvo daga var veð- ur slæmt, en aðfaranótt þ. 24. birti og var Ekholm kominn á Hvannadalshnúk til mælinga kl. 6,30. Kl. 11 næsta dag var mælingunum lokið, og síðan var haldið af stað austur að Þverár- tindsegg og komið við í Esjufjallaskálanum, sem virtist vera í góðu standi. Kl. 6 um morguninn þ. 26. var lagt á Þverártindsegg 1 góðu veðri, en mælingu lokið þar upp úr hádegi daginn eftir. Hafði Ekholm staðið yfir hornamælinum lengst af tímanum. Af stað var haldið kl. 22,45 og lagt upp á hájökulinn vestan Eyjólfsfells (þ. e. nokkru vestar en sýnt er á kortinu, 1. mynd) og komið að Goðahrygg 1 svarta þoku að kvöldi næsta dags. Að kvöldi þ. 29. var mælt af Grendli í fegursta veðri, lagt af stað til Kverkfjalla kl. 1,30 um nóttina og komið þang- að eftir rúmlega 9 tíma akstur. Mælingu þar var lokið kl. 19 og enn var haldið af stað, komið til Þórðarhyrnu kl. 7 að morgni 1. júlí og mælt þar að nýju, en síðan haldið vestur á bóginn og komið í Jökulheima kl. 10,40 mánudaginn 2. júlí, en til Reykjavíkur næsta dag. Lofar Guðmundur mjög dugnað félaga sinna, ekki sízt Ekholms, er reyndist sem áður bæði þolinmóð- ur og harðfylginn, en á þá eiginleika reynir mjög við þríhyrningamælingar á Vatnajökli. Hefur Ekholm með þessum mælingum unnið þýðingarmikið vísindastarf við erfiðar aðstæður. Niðurlagsorð. Með heimkomu þeirra sexmenninganna lauk einum lengsta og umfangsmesta leiðangri, sem nokkurn tíma hefur verið gerður út á Vatna- jökul. Samanlagt mun hafa verið ekið á jökli um 1000 km leið, og er það miklu meira en nokkru sinni áður hérlendis, enda munu þeir teljandi á fingrum annarrar handar leiðangr- arnir, sem farið hafa lengri leið á jökli á norð- 45

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.