Jökull - 01.12.1965, Page 13
vatnsdýpið nœr vissu marki (um 200 m dýpi),
án þess að um lyftingu sé að rœða, en eðlisfrœð-
ingar hafa reiknað út að líklegt sé að þetta eigi
sér stað. Norskur jöklafrœðingur, Olav Liestöl,
liefur bent á, að vatnsrásir undir isnum hljóti
að vikka vegna bráðnunar, er stafi af þvi að
nokkuð af hreyfiorku vatnsins breytist i hita-
orku, og kann þetta að auðvelda vatninu hina
löngu ferð þess undir jökli til jaðars Skeiðarár-
jökuls. Einnig má vera, að hiti vatnsins í
Grimsvatnakvosinni geti verið eitthvað hcerri en
brœðslumark issins við vatnsbotn. Verður allt
þetta rœtt nánar i siðari grein. Hér skal að
lokum þakkað öllum þeim, sem beint og óbeint
hafa aðstoðað við ofangreindar mœlingar siðan
þœr hófust.
Sigurður Þórarinsson.
REFEREN CES:
Eythórsson, J. 1951: Fransk-íslen/.ki Vatnajökuls-
leiðangurinn, marz—apríl 1951. Jökull 1:
10-14.
Glen, J. W., 1954: The stability oí ice dammecl
lakes and other water-fillecl holes in glaci-
ers. J. Glacioll Vol. 2. 15: 316—318.
Holtzsclierer, J. J., 1954: Expedition Franco-
Islandaise on Vatnajökull mars—avril 1951.
Resultats des sondages seismiques. Jökull 4:
1-33.
Liestöl, O., 1956: Glacier-dammed lakes in Nor-
way. Norsk Geogr. Tidsskr. 15: 122—149.
Rist, S., 1955: Skeiðarárhlaup 1954. — The
hlaup of Skeidará 1954. Jökull 5: 30—36.
— 1961: Rannsóknir á Vatnajökli 1960. In-
vestigations on Vatnajökull in 1960. Jökull
11: 1-11.
Thorarinsson, S., 1953 a: Sorne new aspects on
the Grímsvötn problem. J. Glaciol. Vol. 2,
14: 267-274.
— 1953 b: The Grímsvötn expedition June—
July 1953. Jökull 3: 6-23.
— 1954: Athuganir á Skeiðarárhlaupi og
Grímsvötnum 1954. — The jökulhlaup from
Grímsvötn in July 1954. Jökull 4: 34—37.
— 1955: Mælingaleiðangurinn á Vatnajökli
1955. Jökull 5: 27-29.
— 1958: Vatnajökulsferðir Jöklarannsóknafé-
lagsins 1958. — Tlie Grímsvötn Expeditions
in June and September 1958. Jökull 8:
1-9.
Vatnajökulsleiðangur 1965
Vorið 1965 gerði Jöklarannsóknafélag Islands
út leiðangur til Grímsvatna, hinn 13. í röð-
inni.
Fararstjórar voru Sigurður Þórarinsson og
Magnús Jóhannsson. Aðrir þátttakendur voru:
Edda Arnholtz
Guðlaug Erlendsdóttir
Guðmundur Jónasson
Guðmundur Sigvaldason
Halldór Ólafsson
Hanna Brynjólfsdóttir
Magnús Eyjólfsson
Sigurður Steinþórsson
Stefanía Pétursdóttir.
Eftirfarandi er útdráttur úr dagbók minni:
29. mai, laugardag. — Earið var úr Reykjavík
kl. 08.30 á tveim bílum og stýrði Gunnar Guð-
mundsson öðrum, en Magnús Guðmundsson
hinum. Með í för slóust Jón Eyþórsson, Elín
Pálmadóttir, Soffía Theodórsdóttir, Auður
Ólafsdóttir og sonur ungur. Súld var í sveitum,
en bjartviðri, er kom inn yfir Tungná. Til
Jökulheima komum við kl. 16.40 og var þar
fyrir flokkur manna, sem vann að skálabyggingu
undir stjórn Stefáns Bjarnasonar.
30. mai, sunnudag. — Lögðum upp frá jökul-
rönd laust fyrir hádegi með báða vísla Jökla-
rannsóknafélagsins, ökumenn Guðmundur Jón-
asson og Magnús Eyjólfsson. Með í för slóst
Jrriðji vísillinn með fimm verzlunarmenn úr
Reykjavík (Gunnar Hannesson, Hinrik Thor-
arensen, Rafn H. Jónsson og Sverri og Ingi-
mund Sigfússyni), er einnig höfðu haft sam-
flot við Grímsvatnaleiðangurinn vorið 1964 og
reynzt hinir ágætustu ferðafélagar. Veður var
stillt, en þoka skall brátt á og færi var Jmngt.
Sóttist ferðin seint, Jtví keyrt var í blindu allan
daginn, og kl. 02 aðfaranótt 31. maí var tjöld-
um slegið. Þóttumst við Jrá vera mjög nærri
Grímsvötnum, en staðsetning engan veginn ör-
ugg-
31. maí, mánudag. — Fýluveður var Jrennan
dag, Jroka og slydda, og var sofið fram eltir, en
síðla dags liibbuðum við út í Jtokuna nokkra
kílómetra til ýmissa átta og drógum af hæða-
mælum þá meirihlutaályktun, að við myndum
vera á Háubungu.
JÖKULL 119