Jökull - 01.12.1965, Qupperneq 14
Unnið að mælingu vetrar-
ákomu á Grímsvatnaslétt-
unni.
Ljósm. S. Þórarinsson,
3. júní 1965.
1. júni, þriðjudag. — Þurrara var í lofti
bennan dag, og sá af og til til sólar framan af.
Hiti við frostmark kl. 08, en 2° C. ura hádegi.
Þá héldu fjórir okkar af stað á skíðum f stefn-
una kompás N50°A og gengum í þokunni í
rúman klukkutíma, þar til er við rákumst á
Svíahnúk vestri, og var þar Guðmundur Jónas-
son kominn á vlsli. Að hnúknum fundnum var
aftur snúið til tjaldstaðar og síðan lialdið á
slóðina til Grímsvatna. Seinfarið er milli Svía-
hnúkanna í svartaþoku, en leiðin viðsjál, og
komið kvöld, er við íundum skálann. Var hann
í sæmilegasta standi.
2. júni, miðvikudag. — Allan daginn var
stinningskaldi af suðri, liríðarveður og hiti rétt
neðan við frostmark. Hellar voru skoðaðir. Þeir
jarðfræðingarnir Guðmundur Sigvaldason og
Sigurður Steinþórsson könnuðu jarðhita, en út-
streymi lofttegunda reyndist of vægt til að þeir
gætu tekið þau sýnishorn, sem þeir hugðust
taka.
3. juni, fimmtudag. — Veður var gott þennan
dag, bjart í lofti og hiti um frostmark á Svía-
hnúk. Var nú haldið niður í Vötn og unnið
af kappi við mælingar allan daginn. Hækkun
vatnshorðs við Stóra-Mósa síðan 25. maí 1964
reyndist vera 8.5 m, eða 2.3 cm/dag að jafnaði,
og var vatnsborð nú komið í svipaða liæð og
120 JÖKULL
fyrir síðasta hlaup. Vorum við Magnús Jóh.
sammála um, að hlaups væri að vænta áður
árinu lyki. Hæðármunur vatnsborðsins og mið-
svæðis Grímsvatnasléttunnar var 22.5 m, en
hotn lægðar undir Gríðarhorni í sömu hæð að
heita mátti og vatnshorðið við Stóra Mósa.
Þykkt vetrarsnævar og vatnsgildi lians var mælt
á þremur stöðum. Miðja vegu milli Depils og
Gríðarhorns var þykkt 327 cm, vatnsgildi 1835
mm eða 56%. Þar sem áður var stóra mastrið,
6.5 km NA af Svíahnúk eystri, var þykktin 277
cm, vatnsgildi 1535 mm eða 55%, en við stöng
þá, sem sett var niður vorið 1964, við rætur
Grímsfjalls að austan, var þykktin 290 cm og
vatnsgildi 1660 mm eða 57%. Stöng þessi er á
hryggnum, jrar sem hann er einna lægstur, rúm-
um 70 m lægri en mælistaðurinn við stóra
mastrið eða í um 1540 m hæð. Leysing við
þessa stöng umfram ákomu sumarið 1964 var
116 cm eða nálægt 600 mm vatns.
4. júní, föstudag. — Stinningskalcli og skaf-
renningur allan daginn. Hiti um hádegi -4- 1,5°
C. Var sofið lengi frameftir eftir undangeng-
inn erfiðisdag.
5. júni, laugardag. — Veður var svipað og dag-
inn áður, og er sýnt var, að ekki ætlaði úr að
rætast, var haldið af stað heimleiðis kh 14 í
blindhríð, svo að varla sá út úr augunum. Vor-