Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1965, Page 17

Jökull - 01.12.1965, Page 17
2. mynd. Séð inn eftir stóra hellinum. Hann var um 70 m langur, rúmlega 25 m á hæð og álíka á breidd, opinn í báða enda. Hæðin sést í sam- anburði við manninn á miðri mynd. Ljósm. Ágúst Leós, 7. júní 1965. beint fyrir neðan hellismunnann, en hann var 9 stiga heitur. „Gangurinn", sem sást á í miðju hellisins, er nú á kafi undir snjó. Nú fórum við næstum alveg upp á brún fjallsins. Þar voru að myndast sprungur í skafl- inn sín hvorum megin við skorsteinsopið, og var líkast því sem skaflinn mundi fara að síga niður fjallið. Nú lítur út fyrir að orsakavaldurinn komi í ljós, þegar liða fer á sumarið, því að snjór minnkar nú mjög, og er með allra minnsta móti á þessum slóðum. Ritað á ísafirði, 28. júní 1965. 21. okt. 1965. í framhaldi af skýrslu minni dags. 28. júní 1965 get ég bætt þessu við um íshellinn í Hattardal: Eins og þú spáðir í vor, að þakið mundi ekki endast lengi, þá hefur það rætzt, því að í byrjun ágústmánaðar hrundi það allt, að und- anteknum nibbum, sem eftir urðu ofarlega sín hvorum megin á veggjarbörmunum. Þetta voru feiknastórir ískögglar, sem duttu á hellisgólfið, og hafa þeir bráðnað töluvert síðan þakið datt. Þeir þöktu að mestu gólfið, svo að ekki var hægt að athuga „ganginn" og lækinn þar undir. En lækur sést koma ofan af fjallinu, efst við brúnina upp af miðjum hellinum, og rennur þar undir snjóinn, en kemur út fyrir neðan hellinn. Hitastig þessa lækjar bæði fyrir ofan og neðan var mælt af sendimönnum frá mér, og sögðu þeir, að hann hafi verið um 0 stig. 3. mynd. Séð inn eftir hellinum og upp í efra opið. Rauða barðið vinstra megin kom fljótt undan snjó á vorin. Ljósm. Ágúst Leós, 7. júní 1965. JÖKULL 123

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.