Jökull


Jökull - 01.12.1965, Side 18

Jökull - 01.12.1965, Side 18
4. mynd. Þak stóra hell- isins lirunið, veggirnir standa. Dökku lögin í ísnum hafa að líkindum myndazt sumar hvert. — Bergið efst í hellinum er mjög sprungið. Ljósm. Helgi Hjartarson. 3. okt. 1965. Þann 3. okt. 1965 vissi ég um rnenn, sem ætluðu á þessar slóðir til refaveiða. Bað ég þá að athuga, hvernig þarna væri umhorfs núna, taka myndir fyrir mig og mæla hita lækjarins. Arangur af mælingunni varð sá, sem að ofan greinir. 5. mynd. Einn af minni hellunum, rúmar tvær mannhæðir. Stóri hellirinn var 10—15 mann- hæðir. Gangur var milli þessara hella. Ljósm. Helgi Hjartarson, 3. okt. 1965. En nokkrar ágætar myndir tóku þeir eins og þetta lítur nú út. Stóra ishellisbáknið hefur nú ungað út þrem minni íshellum. Þessir hellar mynduðust að mestu, eftir að þakið féll af þeim stóra. Fimmta mynd sýnir þann íshellir, sem var næstur stóra hellinum, og gengt var á milli þeirra. Þessi er vel bogamyndaður og rúm- ar tvær mannhæðir. Bráðið snjóvatn seytlar eftir gólfinu. Bergið þarna er mjög sprungið. Næsti íshellir er um tvær mannhæðir eða held- ur minna. Hann er aflangur í lögun með gang inn í helli nr. 1. Þriðji íshellirinn er nýlega kominn í Ijós og er knöpp mannhæð og aflangur eins og nr. 2. Allir ná þeir aðeins nokkra metra inn í skaflinn. ísmyndun er innan um þá alla. Stutt bil er á milli þeirra. Snjóað hefur þarna uppfrá, síðan að mynd- irnar voru teknar, en hellarnir eru allir opnir að framan. 124 JÖKULL

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.