Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 44
2. mynd. Múlajökull á
jólaföstu 1965. Sprunginn
og sýnilega á framskriði.
Ljósm. M. Jóhannsson.
Fig. 2. A sudden advance.
of Múlajökull, an outlet
frorn Hofsjökull.
Skeiðarárjökull hafði gengið fram um 30 m
vestan til og allbrattur svo langt austur, sem
sést frá mælingastað. — í septembermánuði
hljóp Skeiðará, en 17.—19. sept. var rennslið
orðið eðlilegt. 1 úrhellisrigningum síðari hluta
októbermánaðar komust öll vötn í hámark, og
Skeiðará líktist þá meira hlaupvatni en venju-
legum hásumarsvexti. Þá braut hún sér farveg
vestur með jökli og lagðist í ytri farveginn.
Mælingar eru erfiðar við Morsárjökul vegna
lóna. Má eingöngu þakka það áhuga Ragnars
í Skaftafelli, að þær hafa tekizt.
Skaftafellsjökull er talsvert úfinn og sprung-
inn, en minni gangur i Svínafellsjökli en tvö
undanfarin ár, segir Guðlaugur á Svínafelli.
Fjallsjökull hefur skriðið fram um 40 m, en
Flosi á Kvískerjum álítur, að framskriðið nái
ekki yfir stórt svæði. „Fjallsá hljóp 28.-29. ág.
Það hefur borið til nýlundu í sambandi við
hlaupið, að lónið i Breiðamerkurfjalli hefur
flóð yfir jökulstífluna í byrjun að minnsta kosti
að einhverju leyti. Fyrir miðjan ágúst mun þess
hafa orðið vart utan af sandi einn dag (víst 10.
ág.), að vatn rann niður jökul með fram fjall-
inu. Ég fór svo upp að lóninu, er ég mældi við
fjallið, og eru verksummerki greinileg. Næst
lóninu virðist aðafvatnsmagnið hafa brotizt um
göng gegnum hæsta jökulhrygginn við fjallið,
en opnazt nokkrum tugurn metra sunnar, og
hefur vatnið skorið sig niður og myndað mjóa
en djúpa, opna rennu í jökulinn, sem nær tæp-
an km suður með fjallinu. Síðan hefur það
fallið í göng undir jökli nokkur hundruð metra
neðsta spölinn. — Að vatnið hefur skorið rennu
í jökulinn, en ekki runnið beinlínis milli fjalls
og jökuls, kemur til af því, að aurborinn jökull
hefur náð talsvert upp í skriðurnar, allmiklu
hærra en aðaljökullinn við fjallið liggur nú.“
„----í sumar hitti ég á minningar eftir mann,
sem var hér á Kvískerjum nokkur ár milli
1870/80, Sveinn Árnason að nafni. Hann getur
þar um lilaup í vötnum við Breiðárós, minnist
þess auðvitað aðeins af tilviljun og lýsir því ekki,
en talar um það sem vel þekkt fyrirbæri."
„---Kvíslin, sem rann úr hinu nýlega mvnd-
aða Nýgræðukvíslarlóni austur í Jökulsárlón,
hefur brotið niður dálítið jökulhaft við austur-
enda lónsins (í ágúst) og skorið sig niður um
nokkra metra. Lónið liefur því lækkað sem því
nemur og minnkað verulega, einkum austan til,
og rennur kvíslin þar á aurum með jöklinum
fram dálítinn spöl. Vestra eru smálón og aur-
höft á milli, sem kvísfin fellur um, en aðal-
lónið er vestur við Mávabyggðarönd."
Þetta eru kaflar úr bréfi F'losa á Kvískerjum
dags. 28. okt. 1965.
Sigurgeir llunólfsson, Skáldabúðum, segir (17.
okt.) Múlajökul hafa hopað talsvert að sunnan-
verðu (h-79 m), en ekizt lítillega fram (+13 m)
vestan til. „Jökultungan austan við Hjartafell
sýnist hafa lækkað. Jarðhitasvæðið austan við
Olafsfell er alltaf að aukast."
Nálægt jólum sáu flugmenn, að Múlajökull
var orðinn allúfinn og sprunginn framan til.
150 JÖKULL