Jökull


Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 7

Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 7
tillögu, sem miðaði að því, að jökla- og jarð- fræðingar fylgdust með öllum ummerkjum og breytingum á Mýrdalsjökli og reyndu að sjá fyrir eldsumbrot og vatnsflóð. Einn liður í rannsóknum Mýrdalsjökuls hér að iútandi var þykktarmæling jiikulíssins. Arið 1951 hófst samvinna Jöklarannsókna- félags Islands og Grænlandsleiðangurs P. E. Victors um þykktarmælingu Vatnajökuls. Góð samvinna hélzt við Frakkana og lögðu þeir nú til sem áður sérfræðing og mælitæki. Er útbún- aði og tækni lýst 1 greinum Jóns Eyþórssonar (1951a og 1951 b). Bráðabirgðaskýrsla um þess- ar mælingar á Mýrdalsjökli var birt af Sigurði Þórarinssyni og Sigurjóni Iiist (1955), en end- anleg birting niðurstaðna hefur dregizt, vegna Jiess að ráðgert var að gera eftir flugmyndum nákvæmt kort af Mýrdalssandi. Það mun enn dragast nokkuð að kortið verði fullgert, svo að nú er ráðizt 1 útgáfu þessarar greinar. MÝRDALSJÖKULL Syðstir jökla á Islandi eru Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull. Þeir eru á sama hæðarhryggn- um og hafa verið samvaxnir til skamms tíma, en á árunum 1950/60 slitnuðu Jreir endanlega sundur, og er nú á hverju sumri auður söðull á milli Jreirra. Mýrdalsjökull er tæpir 700 km-' að flatarmáli, en Eyjafjallajökull rétt um 100 km2. Þeir eru á breiðum bug, sem gengur til suðurs úr landi. Úr nálega 180° breiðu horni vindrósar leika um Jrá rakir vindar Atlants- hafsins, svo að úrkoman er mikil. Norðanáttit eru aftur á móti þurrar og kaldar. Mýrdals- jökull er tempraður jökull eins og reyndar aðrir jöklar eru nú á íslandi (Sigurjón Rist 1960). Ekki var nákvæmlega vitað, hvar Katla lá undir jöklinum, en í þessari ferð fékkst nán- ari vitneskja um legu hennar. Kortið, sem hér fylgir (Mynd 1), er gert santkvæmt uppdrætti íslands, blöðum 58, 59, 68 og 69 með áorðnum breytingum og leiðréttingtun SteinJjórs Sigurðs- sonar magisters dags. 1. ágúst 1943. LEIÐANGUR Á tveimur beltabílum var lagt upp á jökul- inn 19. júní 1955. Haldið var upp austan Sól- heimajökuls og lagt á jijkulinn í Hólsárbotn- um. Komið var af jökli hina sömu leið 27. júní. Leiðangursmenn voru: Jean Martin, franskur vísindamaður, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, Guðmundur Jónasson, öræfabílstjóri, Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, Sigurjón Rist, vatnafræðingur (fararstjóri). Bækistiið leiðangursins á jöklinum var í skarð- inu milli Háubungu að suðaustan og Goða- bungu að norðvestan (sjá stöð nr. 1 á Mynd 1). Veður var risjótt og því miklar tafir frá þykkt- armælingunni. Á meðan leiðangurinn var á jökli kom jökulhlaup úr jöklinum og tvö ketil- sig mynduðust. Er fjallað um þetta sérkenni- lega hlaup í næstu grein. NIÐURSTÖÐUR a) Þykktarmœling. Niðurstöður Jjykktarmælinga eru sýndar í Töflu I. Sjá einnig Mynd 1. Mynd 2. Leiðangursmenn við Sólheimakot á heimleið. Talið frá vinstri: Sigurjón Rist, Jón Eyþórsson, Guðmundur Jónasson, Jean Martin. Lengst til hægri er Jón Kjartansson, sýslumað- ur og alþingismaður, en hann var aðalhvata- maður Kötlurannsókna. Á myndina vantar Sig- urð Þórarinsson, sem livarf af jökli Jtremur dög- um áður, og gat Jjví athugað jökulhlaupið 25. júní úr flugvél. — Ljósm. S. Rist 27. júní 1955. JÖKULL 17. ÁR 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.