Jökull - 01.12.1967, Qupperneq 28
Fig. 15. Discharge graph of the tlood in Markarfljót at Markarfljótsbrú. 1) beginning and 2) end
of the flood according to eyewitnesses; 3) the crest of the flood wave calculated according to
the Manning formula. — S. Rist, Hydrological Survey, Reykjavík.
15. mynd. Línurit af rennsli Steinsholtshlaupsins undir Markarfljótsbrú. 1) hlaup hefst og 2)
hlaupi lýkur samkvcemt lýsingu sjónarvotta; 3) útreiknaður flóðtoppur. — Sigurjón Rist, Vatna-
malingar Orkustofnunar.
ÁGRIP
STEINSHOLTSHLA UPIÐ 15. JANÚAR 1967
í asahláku með ládæma vatnavöxtum í janú-
ar 1967 hrund| samfelld bergspilda úr austur-
hlíð móbergsfjallsins Innstahauss í Steinsholti
niður yfir Steinsholtsjökul, sem er allbrattur
skriðjökull norður úr Eyjafjallajökli. Af þessu
leiddi hlaup úr jöklinum ofan Steinsholtsá í
Markarfljót. Sjónarvottar voru aðeins að hlaup-
inu í Markarfljóti, en það sem ofar gerðist verð-
ur aðeins ráðið í af verksummerkjum.
Hið nýja brotsár í Innstahaus er þverhnípt
bergstál, 975 m langt og allt að 320 m hátt
yfir skriðjökulinn, en bergið sem hrundi nam
um 15 milljónum rúmmetra. Mestur hluti þess
myndaði urðarhrúgald ofan á jökuljaðrinum,
og líkjast þessi verksummerki hinum stóru
fornu framhlaupum hér á landi, t. d. Vatnsdals-
hólum og hólunum hjá Hrauni í Öxnadal.
En nokkur hluti urðarinnar hljóp áfram ofan
skriðjökulstunguna, spændi ofan af henni Jrykkt
lag af ís og þakti hana breiðu af stórgrýti og
jökum. A þessum kafla hlaupsins var samþjapp-
að loft meginefni þess að rúmmáli. Við jökul-
sporðinn hreif lilaupið með sér vatnið úr Steins-
holtslóni, og í líki blöndu af grjóti, jökumj
vatni og lofti æddi það áfram ofan farveg Steins-
holtsár. Þar lá stórgrýtið el'tir og loftið skildist
frá, svo að vatn var orðið aðalefni hlaupsins,
Jiegar kom út á Markarfljótsaura.
Samkvæmt mælingum Sigurjóns Rist á hlaup-
farinu hjá Markarfljótsbrú nam mesta rennsli
hlaupsins þar um 2100 m8/sek. og hlaupvatnið
í heild 1,5—2,5 milljónum rúmmetra (hvort
tveggja að frádregnu vatni Markarfljóts í mikl-
um vexti). Þetta er lítið brot af því rúmmáli
hlaupsins, sem verksummerki við Steinsholtsá
vitna um. Sá mikli munur er eitt af því, sem
bendir til, að á þeim kafla hlaupsins hafi það
ekki verið eiginlegt vatnshlaup, heldur það sem
kalla mætti „gusthlaup".
(Nánar er sagt frá Steinsholtshlaupi í Nátt-
úrufræðingnum 1967, hefti 3—4).
262 JÖKULL 17. ÁR