Jökull


Jökull - 01.12.1967, Page 45

Jökull - 01.12.1967, Page 45
umhverfis Hagavatn (6. mynd) og gefa þær til kynna fyrrverandi vatnsborð Hagavatns (5. mynd). Allar þessar strandlínur samsvara viss- um farvegum að Leynifossi meðfram norður- hlíðum Brekknafjalla. Hæð vatnsborðsins virð- ist því alltaf hafa verið háð afrennslinu til Leynifoss, þó að jökulstífla væri í skarðinu, en jökulhlaupin urðu, þegar afrennslið fluttist úr hærri farveg í annan lægri. A 5. mynd eru sýnd mismunandi vatnsborð Hagavatns og mun það hafa verið í hámarki um s.l. aldamót (vatns- borð 1 á 5. mynd). Við hlaupið 1902 finnur vatnið lægra afrennsli norðan undir Brekkna- fjöllum og vatnsborðið lækkar um 4—5 metra (vatnsborð 2 á 5. mynd). Árið 1929 brýtur hlaupið sér leið beint að Leynifossskarðinu og vatnsborðið lækkar nú 6—7 m (vatnsborð 2 á 5. mynd). Árið 1939 brýtur vatnið sér leið um skarðið hjá Nýjafossi, en Leynifoss þornar og vatnsborðið lækkar um 9,5—10 m (vatnsborð 4 á 5. mynd). Hæðin á skarðinu við Nýjafoss- gljúfur virðist benda til þess, að Hagavatn hafi haft afrennsli um Leynifoss, áður en jökullinn gekk fram yfir vatnið, en jökulsvörfun og vatns- gröftur undir jöklinum hafi lækkað skarðið hjá Nýjafossi svo, að útfallið er nú um 10 m lægra en Leynifossskarð. Þurr gljúfur beggja vegna Nýjafoss-gljúfurs benda einnig til þess, því að þau geta aðeins hafa myndazt við vatnsrof und- ir jökli. Við hopun Langjökuls hafa orðið verulegar breytingar á afrennsli frá suðurhluta Langjök- uls með þeim afleiðingum, að Tungufljót hefur stöðugt fengið aukið vatnsmagn á kostnað Sogs- ins og Brúarár. Helztu orsakir þessarar þróunar eru þær, að Brúará og Sogið fá rnest af vatns- magni sínu frá lindavatni, sem seitlað hefur niður í hraunin á efra hluta vatnasviðs jreirra. Meðan vatnsborð Hagavatns lá hærra á hraun- unum hefur lekið meira úr því en nú er. Einnig voru 3 jökulstífluð lón vestar með jökuljaðrinum, en þau tæmdust á árunum 1950—60. Ennfremur þéttir jökulleirinn vatns- farvegina stöðugt meira og meira. Þessi þróun getur því skýrt nokkuð þá minnkun, sem mælzt hefur á rennsli Sogsins (G. Sigbjarnarson 1966). Jöklamælingar við Langjökul hafa verið not- aðar sem grundvöllur fyrir útreikningum á flat- ar- og réimmálsrýrnun Langjökuls. Samkvæmt þeim útreikningum hefur flatarmál Langjökuls minnkað um 14% frá s.l. öld, en um 10% sé miðað við danska herforingjaráðskortið frá ár- unum 1937—1939. Rúmmálsminnkun Langjök- uls reiknaðist um 31 km3 frá því hann var í hámarki, en sé reiknað með því, að rýrnun hans hafi að mestu átt sér stað eftir 1922, sam- svarar rýrnunin um 3%% af heildarrennsli Ölfusár, Hvítár í Borgarfirði og Blöndu. Rýrn- un Langjökuls á vatnasviði Tungufljóts var reiknuð sérstaklega og samsvarar hún um 14.5% af rennsli þess. Jöklarýrnunin virðist því hafa aukið verulega rennsli jökulánna. JÖKULL 17. ÁR 279
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.