Jökull - 01.12.1967, Síða 45
umhverfis Hagavatn (6. mynd) og gefa þær til
kynna fyrrverandi vatnsborð Hagavatns (5.
mynd). Allar þessar strandlínur samsvara viss-
um farvegum að Leynifossi meðfram norður-
hlíðum Brekknafjalla. Hæð vatnsborðsins virð-
ist því alltaf hafa verið háð afrennslinu til
Leynifoss, þó að jökulstífla væri í skarðinu, en
jökulhlaupin urðu, þegar afrennslið fluttist úr
hærri farveg í annan lægri. A 5. mynd eru sýnd
mismunandi vatnsborð Hagavatns og mun það
hafa verið í hámarki um s.l. aldamót (vatns-
borð 1 á 5. mynd). Við hlaupið 1902 finnur
vatnið lægra afrennsli norðan undir Brekkna-
fjöllum og vatnsborðið lækkar um 4—5 metra
(vatnsborð 2 á 5. mynd). Árið 1929 brýtur
hlaupið sér leið beint að Leynifossskarðinu og
vatnsborðið lækkar nú 6—7 m (vatnsborð 2 á
5. mynd). Árið 1939 brýtur vatnið sér leið um
skarðið hjá Nýjafossi, en Leynifoss þornar og
vatnsborðið lækkar um 9,5—10 m (vatnsborð 4
á 5. mynd). Hæðin á skarðinu við Nýjafoss-
gljúfur virðist benda til þess, að Hagavatn hafi
haft afrennsli um Leynifoss, áður en jökullinn
gekk fram yfir vatnið, en jökulsvörfun og vatns-
gröftur undir jöklinum hafi lækkað skarðið hjá
Nýjafossi svo, að útfallið er nú um 10 m lægra
en Leynifossskarð. Þurr gljúfur beggja vegna
Nýjafoss-gljúfurs benda einnig til þess, því að
þau geta aðeins hafa myndazt við vatnsrof und-
ir jökli.
Við hopun Langjökuls hafa orðið verulegar
breytingar á afrennsli frá suðurhluta Langjök-
uls með þeim afleiðingum, að Tungufljót hefur
stöðugt fengið aukið vatnsmagn á kostnað Sogs-
ins og Brúarár. Helztu orsakir þessarar þróunar
eru þær, að Brúará og Sogið fá rnest af vatns-
magni sínu frá lindavatni, sem seitlað hefur
niður í hraunin á efra hluta vatnasviðs jreirra.
Meðan vatnsborð Hagavatns lá hærra á hraun-
unum hefur lekið meira úr því en nú er.
Einnig voru 3 jökulstífluð lón vestar með
jökuljaðrinum, en þau tæmdust á árunum
1950—60. Ennfremur þéttir jökulleirinn vatns-
farvegina stöðugt meira og meira. Þessi þróun
getur því skýrt nokkuð þá minnkun, sem mælzt
hefur á rennsli Sogsins (G. Sigbjarnarson 1966).
Jöklamælingar við Langjökul hafa verið not-
aðar sem grundvöllur fyrir útreikningum á flat-
ar- og réimmálsrýrnun Langjökuls. Samkvæmt
þeim útreikningum hefur flatarmál Langjökuls
minnkað um 14% frá s.l. öld, en um 10% sé
miðað við danska herforingjaráðskortið frá ár-
unum 1937—1939. Rúmmálsminnkun Langjök-
uls reiknaðist um 31 km3 frá því hann var í
hámarki, en sé reiknað með því, að rýrnun
hans hafi að mestu átt sér stað eftir 1922, sam-
svarar rýrnunin um 3%% af heildarrennsli
Ölfusár, Hvítár í Borgarfirði og Blöndu. Rýrn-
un Langjökuls á vatnasviði Tungufljóts var
reiknuð sérstaklega og samsvarar hún um 14.5%
af rennsli þess. Jöklarýrnunin virðist því hafa
aukið verulega rennsli jökulánna.
JÖKULL 17. ÁR 279