Jökull


Jökull - 01.12.1967, Side 62

Jökull - 01.12.1967, Side 62
Á G R I P STÓRISJÓR OG LANGISJÓll. Vatnaklasinn milli Skaftár og Köldukvíslar virðist hafa heitið Fiskivötn til forna. Þeirra er fyrst getið í Njálu og virðist Fiskivatnanafn- ið hafa þar miklu víðtækari merkingu heldur en Veiðivatnanafnið hefur nú á dögum. Fiski- vötn eru fyrst sýnd á korti Guðbrandar Þorláks- sonar biskups um 1590. Þar eru þau sýnd sem 4 samtengd vötn með afrennsli til Kúðafljóts. A korti Þórðar Þorlákssonar biskups frá árinu 1668 eru Fiskivötn sýnd á sama hátt, en auk þess er Tungnaá á korti Þórðar. Er það í fyrsta sinn, sem Tungnaá kemur fyrir á korti, og nær hún þar einungis skammt austur fyrir ármót sín við Þjórsá. Næsta heimild um Tungnaá er frásögn Árna Magnússonar frá því laust eftir 1700: „Skaftá og Túná eru eitt vatn, þar þær koma úr jöklinum (& renna saman hér um eina hálfa þingmannaleið, í vestur, útsuður, síð- an Skaftá í suður, Túná í vestur, og í Þjórsá). Kljúfast um einn sandháls og renna báðar fyrir sunnan Fiskivötn." Frásögn Árna er að nokkru leyti í samræmi við hugmyndir Skaftfellinga, sem fram koma á eldri kortum. Þeir virðast hafa álitið, að Tungnaá rynni einhvers staðar í gegnum Torfajökulssvæðið og yfir í Hólmsá og Ivúðafljót, en aftur á móti er greinilegt, að Árna er kunnugt um það, að Tungnaá er þverá við Þjórsá. Fiskivötn, í sömu merkingu og Veiðivötn hafa nú, koma fyrst fram hjá Árna Magnússyni. Á kortum kemur þessi þrengri merking fyrst fram á korti Peter Raben stiftamtmanns árið 1721. A korti því, sem Tomas Hans Henrik Knoff lauk árið 1733, er Tungnaá i fyrsta sinn látin ná alla leið inn í jökul (Skaftárjökul). Fiski- vötn sýnir Knoff sem 5—6 aðgreind vötn í klasa milli Þjórsár og Tungnaár. Á hlutakorti Knoffs af landinu, kortinu af Skaftafellssýslum, er sýnt vatn vestast í Skaftárjökli. Sennilega er þar átt við Langasjó. Þegar hér er komið sögu er komið fram á kalda loftslagstímabilið með mun kaldara lofts- lagi en áður var og tíðum harðindaárum. Kalda loftslagstímabilið er talið byrja á tímanum 1450—1600, en um 1600 herti mjög á því. Af- leiðingar þess voru meðal annars þær, að menn fóru miklu sjaldnar um hina afskekktari staði hálendisins en áður og þar kom, að fjallvegir lögðust af að mestu. Þekking manna á staðhátt- um inni á hálendinu fór minnkandi og örnefni týndust og rugluðust. Hæmi um þessa hnignun er m. a. að finna í Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752—1757 og ennfremur í Ferðabók Sveins Pálssonar í lok 18. aldar. Stærsta vatnið í Fiskivatnaklasanum var Stóri- sjór, og þykir okkur rétt að kynna sögu hans sérstaklega í sambandi við rannsóknir, sem gerð- ar hafa verið í Tungnaárlægðinni móts við mynni Lónakvíslar. Sveinn Pálsson er fyrsti landkönnuðurinn, sem getur Stórasjóar. Enda þótt hann hafi ekki komið að honum, þá dregur hann tilvist hans ekki í efa og lýsir honum sem liverri annarri staðreynd á sama hátt og öðrum Fiskivötnum. Megnið af 19. öldinni virðist Stórisjór vera talinn staðreynd bæði af vísindamönnum og al- menningi, enda voru engar rannsóknarferðir farnar um svæðið á þeim tíma. Björn Gunnlaugsson hefur Stórasjó á korti sínu, sem kom út árið 1844, en upplýsingasöfn- un og mælingar á þessu svæði voru gerðar á árunum 1834—35. Björn kom aldrei til Fiski- vatna, en heimildarmenn hans um þau eru úr Rangárvallasýslu. Sá eini, sem er nafngreindur, er Bjarni Þorvaldsson í Stóra-Dal, ættaður frá Klofa á Landi. Upp úr 1880 vaknaði áhugi manna á því að kanna nánar umhverfi Fiskivatna. Ástæðurnar til þess voru einkum þær að leita nýrra beiti- landa og livort fé sækti lengra en smalað var. Einnig var að vakna hjá mönnum landfræðileg forvitni og löngun til að kanna Jretta svæði, sem menn höfðu glatað mestallri vitneskju um á undangengnum harðindatímum. Var ríkt í mönnum að fá vitneskju um það, hvort Stóri- sjór væri til eða ekki. Hafði ekki verið farið út af hinum troðnu slóðum til Fiskivatna um langur aldur og Stórasjó hafði enginn séð í rúma öld. Var því farið að skjóta upp efasemd- um um Jiað, hvort hann væri til. Sumarið 1884 var farið í tvær könnunarferðir til Fiskivatnasvæðisins. Fyrri ferðin var farin undir forystu P. Nielsens verzlunarstjóra á Eyr- arbakka, en sri síðari var farin á vegum sýslu- nefndar Skaftafellssýslu og amtsráðsins til könn- 296 JÖKULL 17. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.