Jökull


Jökull - 01.12.1967, Síða 82

Jökull - 01.12.1967, Síða 82
dagsmorgni 28. júlí og sáum, að engin brevt- ing var á veðurlaginu, ákváðum við að halda skemmstu leið af jökli til Jökulheima. Við ferðbjuggumst í skyndi, hfóðum sleðana og gengum sem bezt frá húsinu. Kl. 10 var lagt af stað vestur Grímsfjall, en ekki höfðum við farið langt, er skyndilega birti til, og var sem í vegg að sjá að baki okkur, en glóbjart í suður- átt svo langt sem sást. Ventum við þá okkar kvæði í kross og héldum niður Skeiðarárjökul með stefnu á Færinestinda. Höfðum við tvo menn á undan í línu fyrst í stað, en urðum lítt varir við sprungur. Þannig var haldið áfram lengi dags í ágætu færi og góðum byr. Um klukkan sjö um kvöldið, er við vorum staddir á móts við Þumal í Skaftafellsfjöllum, þraut snjóinn með öllu, en við tók úfinn og þýfður skriðjökull. Urðum við nú að leggja allt okkar hafurtask á bakið, og var það þung byrði. Þó hafðist þetta með þolinmæðinni, og náðum við niður að Færinestindum um kl. 12.30 um nótt- ina. I logni og blíðskaparveðri reistum við tjöld okkar í síðasta sinn í ferðinni og vorum óðara komnir í draumalandið. Laugardagurinn 29. jtilí, níundi dagur okkar á jöklinum, rann upp bjartur og fagur. Þessi tjaldstaður okkar við Færinestinda er einn sá stórbrotnasti, sem ég hef átt um ævina. Yfir tjöldin gnæfðu tindarnir og sýndust vera að því komnir að steypast fram yfir sig. I vestri og suðri breiddi Skeiðarárjökull úr sér, en handan hans gnæfðu Lómagnúpur og Eystrafjall. Þessi morgunstund verður okkur ógleymanleg. Undir hádegið var lagt upp í seinasta áfangann til byggða. Ekki reyndist fært áfram niður jökul- inn, og urðum við því að klöngrast utan í tind- unum um klukkustundar ferð, og var sá spotti allerfiður. Að lokum tókst okkur að komast út á jökul- inn allmiklu neðar, og var þar sléttara undir fæti. Við dóluðum nú rólega niður með Jökul- felli og komum af jökli við upptök Skeiðarár. Var þá allmjög af mannskapnum dregið, og var ákveðið að láta þar eftir allan farangurinn og halda lausir að Skaftafelli í Oræfum. Þangað komum við svo um áttalevtið að kveldi laugar- dags. Þar gistum við um nóttina hjá Ragn- ari bónda og frú hans, en daginn eftir var farangurinn sóttur upp að jökii. Fór Þorsteinn bóndi á Svínafelli við annan mann að nálgast hann, og höfðu þeir þrjá hesta til áburðar. Um kl. 6 vorum við mættir á flugvellinum á Fagurhólsmýri, en þar beið Björn Pálsson með flugvél sína, Dúfuna, og flutti hann okkur fljótt og örugglega heim. Leiðangursmenn við flug- vél Björns Pálssonar á Fagurhólsmýri. Ljósm. Jón á Svínafelli. 316 JÖKULL 1 7. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.