Jökull - 01.12.1967, Síða 90
24* 22* 20* 16* 16*
Mynd 1. Kort aí jöklum landsins. Örvar og tölur 1—33 eiga við helztu mælistaði, þar sem
fylgzt er með jöklabreytingum og þær bornar sarnan við breytingar á jöklum víðs vegar um
heim.
Fig. 1. IHD glaciological observation stations in Icelancl.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR.
Haustið 1967 voru lengdarbreytingar jökul-
jaðra mældar á 47 stöðum.
Jökuljaðar hafði gengið fram á 9 stöðum,
haldizt óbreyttur á 9 stöðum, en hopað á 29
stöðum.
Snœfellsjökull. Haraldur Jónsson tekur fram
í bréfi, að lenging jökulsins sé vegna snjófyrn-
ingar frá síöasta vetri, 1966/67. Hann lýsir
ástandi jökulsins 25. sept. 1967 þannig: „Jökul-
sporðurinn á Jökulhálsi á kafi í snjó frá síðasta
vetri og meira að segja einnig vörðurnar næst-
ar honum.“
Kaldalón. Nýsnævi féll snemma að haustinu
og huldi jökuljaðar, svo að af mælingu gat
ekki orðið.
JÖKULL 17. ÁR
Leirufjarðarjökull. Sólberg Jónsson getur þess
í bréfi, að, er hann mældi, náði snjór síðasta
vetrar alveg niður fyrir jökulsporð. Jökulsporð-
inn álítur hann brattari en árið áður. Sólberg
bendir á nauðsyn þess, að gerð verði glögg kort
af jökuljöðrum og viðmiðunarmerki færð inn
á þau.
Gljúfurárjtíkull. Þaðan er sömu sögu að segja
og frá Kaldalóni, að nýsnævi huldi jökuljaðar,
þegar átti að mæla.
Beegisárjökull. Helgi Björnsson og Jóhann
Sigurjónsson, sem stunda nám í jökla- og vatna-
fræði við Oslóarháskóla, hafa fengið búskap
jökulsins að prófverkefni. Fyrstu leysingar-
stengur settu þeir niður í apríl 1967. Þeir
324