Jökull - 01.12.1971, Síða 25
markað vatnasvið. Fyrri athuganir á Bægisár-
jökli eru raktar af Jóni Eyþórssyni (1957).
Jóhann Sigurjónsson (1969) hefur unnið úr
hinum jarð- og landfræðilegu athugunum, en
þar lagði hann megináherzlu á aurburðarrann-
sóknir í Baegisá. í þessu og næsta hefti Jökuls
mun greint frá öðrurn hliðum verksins, sem
lúta að almennum veðurathugunum og sam-
tíma könnun á vatnabúskap jökulþakins svæðis
og massa- og orkubúskap jökulsins.
Veðurfar virðist svo lítið staðbundið á hin-
um litlu jöklum á hálendinu milli Eyjafjarðar
og Skagafjarðar, að gögn frá veðurathugunar-
stöðvum á svæðinu gætu lýst afkomu jöklanna.
Athuganir á afkomu og veðurfari á jöklum
verða hins vegar að ná yfir a. m. k. áratug áður
en finna má nothæft reynslubundið (empiric)
samband veðurfars og afkomumagns. Ennfrem-
ur ættu frekari athuganir að miða að því að
kanna áhrif nálægðar hafs á ákomu og leys-
ingu hinna fjölmörgu jökla á svæðinu.
Enn eru eingöngu til gögn fyrir tvö ár frá
Bægisárjökli. Vetrarákoma á flatareiningu var
1.55 m árið 1966—67, en 1.95 árið 1967—68.
Afkoman var jákvæð (0.25 m) fyrra árið, en
enginn afgangur var seinna árið. Reyna mætti
að nota gögn frá þessum tveimur árum til þess
að gera sér rnynd af grófum dráttum afkomu-
ferils liðinna ára. (Sjá Mynd 10, 11 og Töflu
5). Svo heppilega vill til, að athuganir þessi tvö
ár gefa nokkra vísbendingu um búskaparhætti,
þegar jökullinn skilar engum afgangi. Hinn
skýri munur á vetrarákomu og leysingu þessi
tvö ár bendir einnig glöggt á, hve næm sumar-
leysing og þar með afkoma er fyrir litlum
breytingum í meðallofthita (sjá Mynd 3 og
Töflu 4). Setja má fram þá grófu hjálparreglu,
að falli meðallofthiti fimm mánaða, maí til
og með september, undir 8° C, mun Bægisár-
jökull vaxa.
Með hliðsjón af niðurstöðum afkomu- og
veðurfarsmælinga árin 1966—67 og 1967—68 má
freista þess að ráða grófa drætti í afkomusögu
jökulsins af einfaldri framsetningu veðurgagna
frá Akureyri (sjá Mynd 2, 3 og Töflu 4). A ár-
unum 1930 til 1950 virðist afkorna Bægisár-
jökuls hafa verið neikvæð, nema ef vera skyldi
1937—38 og 1942—43. Frá 1950 verður afkoma
jökulsins breytilegri. Annað hvert ár frá 1951 —
52 til 1957—58 gæti afkoman hafa verið já-
kvæð eða núll, en síðan neikvæð til 1961—62.
Siðan hefur jökullinn líklega verið nálægt jafn-
vægi og jafnvel skilað afgangi nema 1968—69.
Bægisárjökull hefur hörfað alls um 650 m
lárétt og 150 m lóðrétt frá því lengdarmæl-
ingar hófust 1924, en hægar hin síðari ár en
fyrr á öldinni.
Jökullinn veit mót norðri og nýtur nálægðar
hárra fjalla. Hinn mikli forði jökulsins frá því
að hann var í hámarki um miðja síðustu öld
hefur fleytt honum yfir hlýindaskeið þessarar
aldar. Jökullinn er einnig mjög lífseigur vegna
hins hentuga falls flatarmáls og hæðar (sjá
Mynd 11). Ekki þarf að óttast um líf Bægisár-
jökuls meðan jafnvægislína ákomu og leysingar
liggur undir 1150 m y. s.
Ef enn stefnir að kólnandi sumrum eins og
verið hefur frá um 1940 (sjá Mynd 2) bendir
fyrrgreind hjálparregla til þess að eingöngu
þurfi meðalúrkomu vetra til þess að Bægisár-
jökull vaxi. Kólnun síðastliðinna ára hefur
reynzt mest á Norðurlandi, og ef sumur haldast
enn köld fæst á næstu árum einstakt tækifæri
á hinum litlu viðbragðsfljótu Norðurlandsjökl-
um til þess að rannsaka viðbrögð jökla við batn-
andi afkomu.
JOKULL 21. AR
23