Jökull


Jökull - 01.12.1971, Page 30

Jökull - 01.12.1971, Page 30
bróður sínum til hjálpar. Flóðið hafði borið Friðfinn fulla 100 metra og var hann að miklu leyti á kafi í fönninni, þó með fullri rneðvit- und, en kvartaði um eymsli i fæti og öxl. Annar hundurinn hafði rifið sig upp úr fönn- inni, en hinn sást hvergi. Reynir studdi bróður sinn niður á jafnslétt, en hraðaði sér síðan heirn og sótti bíl til að aka honum til bæjar, en það voru fáir kíló- metrar. Friðfinnur lá i rúminu fyrst eftir þetta áfall, en hresstist skjótt. Hundsins var leitað allan næsta dag án árangurs. Viðbót við snjóflóðið í Barkárdal. Viðtal við Friðfinn frá 11. desember. Frið- finnur er þá enn rúmliggjandi. Þeir voru staddir á svonefndum Skeiðum fram undir Brattagili, Friðfinnur á neðri Skeið- inni en Reynir á þeirri efri. Friðfinnur ætlaði yfir gilið og fóru hundarnir á undan. Þá heyrði hann livin, leit upp og sá snjóhengju springa fram og koma brunandi niður gilið. Hann var kominn það langt, að aftur varð ekki snúið. Reyndi hann að fá sér góða fótfestu og standa af sér flóðið með því að halla sér vel móti því. Þetta dugði honum þó ekki. Þegar snjóskriðan tók honum í axlir, missti hann fótanna og færðist í kaf. Barst hann þannig með flaumn- um röska 100 metra og niður í 50—60 rnetra djúpt gilið, þar til flóðið stöðvaðist í dálitlu hvarfi eða bolla neðarlega í gilinu og hrann- aðist þar upp. Var hann þá með höfuðið og aðra höndina upp úr dyngjunni. Reynir kom honum fljótlega til hjálpar, en þá hafði hann að mestu losað sig úr storkunni. Þá fór hann að kenna eyrnsla og verkja, mest í öðrum fæt- inum, en höfuðhögg hafði hann einnig fengið. Þegar betur var að gætt, voru buxurnar allar höggnar og rifnar, en hold sært og blóðrisa. Hefði flóðið borið hann örlítið lengra, hefði hann farið fram af klettastalli og niður í hyl- djúpt klettagljúfur og þá varla sloppið lifandi. Með hjálp Reynis komst hann niður á jafn- slétt, en var ógangfær, og fór því Reynir, sótti jeppa og ók honum heim. Annar hundurinn, sem hét Kátur, krafsaði sig hjálparlaust úr fönninni, en hinn hafði ekki fundizt þrátt fyrir ítrekaða leit. Friðfinnur var orðinn hinn hressasti og bjóst við að fara að staulast á fótum næstu daga. 28 JÖKULL 21. ÁR 1961 Líklega hefur ekkert snjóflóð verið skráð þetta ár. 1962 Engin skráð snjóflóð þetta ár. 1963 (Nr. 255. Snjóflóð í Óshlíð. Heimild: Morgun- blaðið 13. febrúar 1963.) Þann 11. og 12. febrúar hlóð niður snjó í logni í Bolungarvik og varð Oshlíðarvegur ófær vegna snjós og snjóflóða. (Nr. 256. Snjóflóð i Oddsskarði. Heimild: Morg- unblaðið 14. .maí 1963.) Aðfaranótt sunnudagsins 12. maí var mikið úrfelli á Austurlandi. Þá féll snjóskriða á Odds- skarðsveginn milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og lokaði honum. Vegurinn mun þó fljótlega hafa verið ruddur. (Nr. 257. S?ijóflóð á Breiðadalsheiði. Heimild: Tíminn 16. október 1963.) Um hádegi þriðjudaginn 15. október rann snjóflóð á jarðýtu, sem var að vinna í snjó- göngum vestanvert við Breiðadalsheiði og færð- ist ýtan að mestu í kaf. Ytustjórinn, Sigurður Sveinsson, var í ýtunni og hafði efri liurð hennar opna. Rann snjórinn inn í húsið og sat hann klemmdur í því upp í brjóst og mátti sig lítið hræra. Slökkti hann þegar á ýtunni, en vegna þess að hún var heit, þiðnaði snjórinn í húsinu fljótlega, svo að hann gat skriðið út. (Nr. 258. Snjóflóð á Siglufirði. Heimild: Morg- unblaðið 28.-29. des. 1963; Tíminn 28. des. 1963.) A annan jóladag, 26. des., árdegis, kom mikið snjóflóð úr Strákum rétt utan við Hvanneyrar- skál á Siglufirði. Fór það fyrst um' 400—500 m vegalengd niður snarbratta brekku og mun hafa verið 200—300 m breitt. Skall það fyrst á húsið Hvanneyrarhlíð, gamalt, járnvarið timb- urhús, ein hæð með risi og kvisti, er nú stóð autt. Það stóð sér nokkru ofan við byggðina. Þar bjó áður Karl Dúason, en undarfarin ár hafði síldarleitin haft það til afnota.

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.