Jökull


Jökull - 01.12.1971, Side 32

Jökull - 01.12.1971, Side 32
í kaf. Honum tókst þó aS losa sig úr flóðinu og staulast til Húsavíkur, sem vart mun hafa verið meira en hálfur kílómetri, en það tók hann á aðra klukkustund. Hann var þegar lagð- ur inn á sjúkrahús, en samdægurs var fengin sjúkraflugvél, er flutti hann til Akureyrar, þar sem hann var skorinn upp vegna innvortis- blæðinga. Snæbjörn mun hafa verið frá Siglufirði, en aðeins dvalið á Húsavík um stundarsakir. (Nr. 263. Snjóflóð við Siglufjarðarskarð. Heim- ild: Morgunblaðið 2. september 1965.) MiSvikudaginn 1. september um kl. 10 ár- degis féll 15 metra breið snjóskriða á Skarðs- veginn í Siglufirði, ofarlega í sneiðingnum. Kom snjóflóðið á jarðýtu, er þarna var að ruðn- ingi, braut rúður í húsi ökumanns, fyllti það af snjó og færði ýtuna í kaf. Tveir menn, er voru þarna að störfum, höfðu rétt áður yfir- gefið ýtuna til þess að fá sér kaffi og sakaði þá ekki. Mannsöfnuður var fenginn til þess að grafa ýtuna úr dyngjunni og var því lokið um há- degi, svo ýtan gat haldið áfram ruðningnum. 1966 (Nr. 264. Snjóflóð á Reykjarhóli i Austurfljót- um. Heimild: Morgunblaðið 1,—2. febr. 1966, Tíminn 2. febr. 1966.) Undir lok janúarmánaðar gerði norðaustan stórhríð um norðan- og vestanvert landið og var veðurhæð víða mikil. Að afliðnu hádegi sunnudaginn 30. janúar féll snjóflóð á býlið Reykjarhól í Austurfljót- um. Tók það íbúðarhúsið, sem var einnar hæð- ar járnklætt timburhús á steyptum kjallara, braut kjallarann, en flutti húsið breidd sína af grunni og hallaði því nokkuð á aðra hliðina. Þá braut það niður fjárhús og lireif með sér 16 ára gamlan pilt, er þar var staddur, son bóndans Alfreðs Jónssonar, og bar hann um 20 metra. Hann komst þó úr flóðinu af sjálfs- dáðum og ómeiddur. I ibúðarhúsinu voru bóndinn, annar sonur hans, 7 ára, og tengdamóðir öldruð, er þetta skeði, og sakaði þau ekki, þótt innanstokks- munir færu allir á hreyfingu, en illa gekk þeim að ná til dyra og komast iit. Flúðu þau fyrst í fjós, sem stóð spölkorn frá bænum, en síðan 30 JÖKULL 21. ÁR var garnla konan flutt á sleða til næsta bæjar, en feðgarnir söfnuðu liði til þess að grafa féð úr fjárhúsrústunum, en þar voru um 30 kind- ur. Tvær þeirra drápust og nokkrar löskuðust eitthvað. Fólkið dvaldi fyrst í stað á næsta bæ, en mun hafa flutt síðan í sumarbústað, er var þarna nærri. Stórhríð var, er þetta gerðist. Snjóflóðið kom úr 300—400 m liæð í gili upp af bænum. Talið var, að hjarn hefði verið undir nýja snjónum. Breidd þess neðan til var um 200 metrar. Snjóskrið af þaki á Egilsstöðum. (Heimild: Morgunblaðið 3. marz 1966.) Þriðjudagkvöldið 1. marz átti að moka snjó af þaki verkfærageymslu á Egilsstöðum á Völl- um. Var maður kominn upp á þakið þeirra erinda. Með honum var unglingspiltur, Þor- varður Kristjánsson, 15 ára, sem moka átti frá dyrum geymslunnar. Þetta var um kl. 18.30. Allt í einu fór snjórinn á þakinu að skríða, en sá, sem þar var uppi, tók það ráð að stökkva af þakbrún eins langt og hann dró og slapp þannig við flóðið, en pilturinn við dyrnar lenti undir því og tók það 10—15 mínútur að grafa niður á hann, en það voru tveir metrar. Var hann orðinn nokkuð dasaður, en taldi sig aldrei hafa misst meðvitund og hresstist fljótt. (Nr. 265 og 266. Snjóflóð á vegi við Djúp. Heimild: Morgunblaðið 23. marz 1966.) Þann 22. marz gerði hríðarveður um norðan- og vestanvert landið og hlóð niður snjó. Þá er þess getið, að nokkur snjóflóð hafi fallið á Bolungarvíkur- og Súðavíkurveg. (Nr. 267. Snjóskriða í Jósefsdal Heimild: Morg- unblaðið 23. apríl 1966.) Sunnudaginn 22. apríl fór fram skíðakeppni Armanns í Jósefsdal. Þá bar það við, er keppni karla var að hefjast, að snjóðflóð féll á svig- brautina og gróf hana á 30—40 m kafla, svo að hliðstengur fóru í kaf. Veður var slæmt, svo ógerlegt var að gera nýja braut. Áður en þetta varð hafði keppni kvenna og unglinga farið fram í brautinni, en keppni karla hófst hærra í fjallinu og losnaði skriðan, er fyrsti keppand- inn var kominn vel af stað. Snjóflóðið hljóp nokkuð þvert á brautina og var keppandinn aldrei í neinni hættu.

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.