Jökull


Jökull - 01.12.1971, Síða 33

Jökull - 01.12.1971, Síða 33
(Nr. 268. Snjóflóð á Múlaveg. Heimild: Vísir 14. nóvember 1966.) Sunnudaginn 13. nóvember féll snjóflóð á veginn fyrir Olafsfjarðarmúla og var vegurinn lokaður um hríð, því snjóflóðahætta var þar mikil. 1967 (Nr. 269. Snjóflóð í Auðbjargarstaðabrekku. Heimild: Veðráttan.) Aðfaranótt sunnudagsins 1. janúar féll snjó- flóð í Auðbjargarbrekku á Tjörnesi og eyði- lagði jeppabifreið. (Nr. 270. Snjóflóð á Seyðisfirði. Heimild: Morg- blaðið 28. marz 1967 og Vísir 28.-29. og 31. marz 1967.) Á miðvikudagsmorguninn 27. marz féll all- mikið snjóflóð úr um 800 m hæð í Bjólfinum á Seyðisfirði á sömu slóðum og snjóflóðið mikla 1885. Féll það á mjölskemmu síldarbræðslunn- ar Hafsíldarinnar hf. og braut hana niður. Þetta var um 1500 m2 stálgrindahús. Lagðist það al- veg saman og sópaðist að nokkru leyti á sjó fram. Ekkert mjöl var í húsinu, en þar var ýmislegt geymt, svo sern 2—3 þúsund mjölbretti, 17 tonn af þilplötum og 20 standarðar af timbri, og sópaði því öllu í sjóinn. Rétt innan við húsið var verksmiðjan, en hana sakaði ekki. Flóðið fylgdi giljadrögum i fjallinu, en breiddi úr sér, er neðar dró. Mikil fannfergja var, er þetta gerðist, og bætti stöðugt á. Sagt er, að nýsnævið, sem var feiki mikið, hafi legið á harðbergi (hjarni?) í fjallshlíðun- um og að víða væru miklar snjódyngjur. Þess má geta, að mjölskemma Hafsíldar mun liafa verið eina húsið, sem byggt hefur verið inn á svæði því, sent snjóflóðið mikla 1885 sópaði. (Nr. 271.) Um líkt leyti og snjóflóðið féll úr Bjólfin- um, féll annað mikið snjóflóð úr Sandhóla- tindi niður á Vestdal, norðan fjarðarins, en ekki olli það neinu tjóni. (Nr. 273. Snjóflóð í Skaftártungu. Heimild: Morgunblaðið 14. nóvetnber 1967.) Laugardaginn 11. nóvember fór bóndinn á Ljótarstöðum í Skaftártungu 1 fjárleit urn klukkustundar gongu frá bænum. Féll þá á hann snjóskriða, og varð hann undir lienni. Er komið var fram á kvöld, var hans leitað. Fannst hann fljótlega, en með litlu lífsmarki og lézt liann litlu síðar. Þetta var ungur bóndi og liét Sverrir Sigurðsson. 1968 (Nr. 274. Snjóflóð á Siglufirði. Heimild: Morg- unblaðið 6. febrúar 1968 o. fl.) Aðfaranótt sunnudagsins 4. febrúar og frarn á dag geisaði á Siglufirði aftaka norðaustan- veður með bleytuhríð. Um kl. 6.20 á sunnu- dagsmorguninn vöknuðu lijónin Jónína Vlg- lundsdóttir og Þórir Björnsson, rafvirki, í hús- inu nr. 76 við Suðurgötu á Siglufirði við það, að dóttir þeirra Gunnnildur, sjö ára, kom upp í rúm þeirra með nokkru fáti, og rétt í sömu andránni urðu þau vör mikils þrýstings í her- berginu og hávaða. Urðu þau þess þá brátt vör, að mikið af snjó var komið inn í herbergið. I öðru herbergi sváfu tveir synir hjónanna, 5 og 6 ára. Hafði gangurinn þangað fyllzt af snjó og nokkur snjór komizt inn í herbergið, en ekki svo þá sakaði. Maður i næsta húsi varð snjóflóðsins var og hvernig komið var í nr. 76. Iíom hann brátt á vettvang og náði síðar í hjálp, en fjölskyldan úr nr. 76 flutti til hans. Snjóflóðið hafði fallið úr svokölluðu Strengs- gili. Það hafði skollið á framhlið hússins, sem var einlyft steinhús, sprengt þakið af því að nokkru, brotið glugga á hliðinni, sprengt upp hurðir og laskað milligerðir, en fólkinu varð það til happs, að svefnherbergin voru í þeim hluta hússins, er frá flóðinu vissi. Húsgögn höfðu brotnað og skorizt af rúðubrotum og gólfteppi blotnað og tætzt sundur. Ekki sakaði neinn að ráði, nema livað hjónin höfðu skorizt nokkuð á glerbrotum. Húsið var nýtt og hafði fjölsky’ldan aðeins búið þar í nokkra mánuði. Dálítill snjór úr flóðinu féll á þak næsta húss, en olli þar engum skemmdum. (Nr. 274, 275.) Tvær minni snjóskriður féllu um líkt leyti á öðrum stöðum þarna í fjallinu og eyðilögðu skúra, þar sem hey var geymt. JÖKULL 21. ÁR 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.