Jökull


Jökull - 01.12.1971, Side 35

Jökull - 01.12.1971, Side 35
Nr. 286. Snjófióð í Mýrdal. Heimild: Morgun- blaðið 23.-24. marz 1968. Tíminn 23.-24. og 26. marz 1968.) Ardegis föstudaginn 22. marz féll snjóflóð að Lækjarbakka í Reynishverfi í Mýrdal. Braut það niður fjárhús og hlöðu og sópaði brakinu með sér 200—250 metra. í húsunum voru 150 kindur og í sambyggðri 500 liesta hlöðu um 300 liestar af heyi. Foráttu veður var og kol- dimm hríð. Húsin stóðu í um 200 m fjarlægð frá bænum. Bóndinn á Lækjarbakka fór með seinna móti til húsanna þennan morgun eða á tíunda tím- anum, því hann varð fyrst að gegna fjósstörf- um, en rafmagnslaust var og tóku þau þvl lengri tíma en venjulega. Mun þetta hafa orðið honum til lífs, því þegar hann kom á vettvang var snjóflóðið nýfallið. Talið var, að snjóflóðið hefði breiðzt yfir um fjóra ha. Af kindunum fórust um 120, en heyið bar flóðið langa leið og tapaðist mikið af því út í veður og vind. Húsin, sem snjóskriðan tók þarna, voru tvö sambyggð kindahris, tvær heyhlöður og skúr. Allt voru þetta traustar byggingar og vel viðaðar, en allir viðir fóru í brak. (Nr. 287.) Síðdegis þennan sama dag féll annað snjó- flóð á Efri-Presthúsum í Reynishverfi. Tók það fjárhús og hlöðu. Voru í húsunum 100 fjár, eign Guðjóns Guðmundssonar á Presthúsum og Olafs sonar hans. Þarna fórust 80 kindur, en ekkert hey mun hafa verið í hlöðunni. Brakið barst um 70 metra með flóðinu. Safnað var mönnum þá þegar og revnt að bjarga úr hlaupunum, en aðstaða var hin versta, aftakarok og ófærð, svo við lítið varð ráðið. (Nr. 288.) Þrjú snjóflóð til viðbótar munu hafa fallið úr Reynisfjalli þennan dag þarna niður í hverf- ið. Fór eitt þeirra milli íbúðarhúss og fjárhúsa á Reyn. Það gerðist rétt eftir, að þrír menn áttu leið þar um. (Nr. 289.) Annað féll við býlið Garð, en það nam staðar um 70 metra frá bænum. (Nr. 290.) Hið þriðja féll um 250 metra fyrir austan Reyn. Flóðin komu úr 500—600 m hæð. Tjónið af snjóflóðunum á Lækjarbakka og Efri-Presthús- um var geysi mikið. (Nr. 291. Snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla. og Auð- bjargarstaðabrekku. Heimildir: Morgunblaðið 16. og 19. maí 1968, Tíminn 14. maí 1968.) Hríðarveður var á Ólafsfirði 11,—12. maí með miklum snjómokstri og norðaustankalda. Laug- ardaginn 11. maí varð Múlavegur ófær. Þá féll á hann snjóflóð úr Bríkárgili og stöðvaðist öll umferð um veginn í bili eða fram á mánudag. A þeim tíma er talið, að þrjú önnur snjóflóð hafi fallið á veginn. (Nr. 292.) Þ. 11. maí féll einnig snjóflóð í Auðbjargar- staðabrekku í Kelduhverfi, svo ryðja varð veg- inn. (Nr. 293.) Föstudagskvöldið 17. maí féll 8 metra breið snjóskriða á veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla, rétt eftir að áætlunarbíllinn frá Dalvík fór þar um. Sólbráð var kennt um og talið líklegt, að fleiri féllu. (Nr. 294. Snjóflóð i Auðbjarga,rstaðabrekku. Heimild: Veðráttan.) Snjóflóð féll í Auðbjargarstaðabrekku f Kelduhverfi aðfaranótt laugardagsins 21. desem- ber. Vegurinn tepptist um stundarsakir. 1969 (Nr. 295. Snjóflóð i Bíldudal og Kirkjubólsdal. Heimild: Morgunblaðið 14. marz 1969.) I miklum vatnavöxtum og úrfellum 12.-13. marz hlupu bæði skriður og snjóflóð á sunnan- verðum Vestfjörðum. I Bíldudal féll snjóflóð aðfaranótt fimmtudagsins þess 13. marz á íbúð- arhús í framanverðu þorpinu, braut eldhús- glugga og fyllti eldhúsið og tvö önnur herbergi af snjó, en stórskemmdi innbú. Ung hjón bjuggu í liúsinu og vöknuðu þau ekki fyrr en snjórinn var kominn að rúmum þeirra. Litlu síðar féllu þarna tvær snjóspýjur tií viðbótar. Þetta gerðist milli kl. 1 og 2 um nóttina. JÖKULL 21. ÁR 33

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.