Jökull - 01.12.1971, Side 41
stallur og er venjulegast við efstu mörk hjarn-
breiðunnar, sem undir er. A þennan hátt getur
heil fjallshlíð hlaupið, og snjóflóðið verið
nokkrir kilómetrar á breidd. Hagar þá gjarnan
þannig til, að efst eru hamrabelti, en undir
þeim slétt urðarskriða, sem gljáfægð var af
hjarni og svellalögum, áður en nýsnævið lagð-
ist á. Efnismagnið í flekahlaupunum er ferlegt.
Snjódyngjurnar lifa iðulega af hin næstu sum-
ur. Niður mitt Skriðufell við Hvítárvatn ganga
snjóflóð, sem halda við eins konar jökuldyngju
niðri við vatnið. í fjölmörgum árgljúfrum og
giljakinnungum falla snjóflóð í smækkuðum
myndum.
Ef snjóflóðakortin eru athuguð nánar, kemur
t. d. í Ijós, að um norðanvert landið falla snjó-
flóð aðallega úr hlíðum, sem vita mót vestri
eða suðvestri. Skýringin er ofur einföld. Norð-
austanáttin er í senn snjókomu- og skafrenn-
ingsáttin. Snjósöfnun er því að öðru jöfnu suð-
vestan í móti. Þegar fannburður hefur verið
um Norðurland og máske ein 7 til 10 vindstig
af norðaustri á Horni samfleytt í 4 til 6 sólar-
hringa, taka þurru lausasnjóflóðin (hengju-
lilaupin) að falla. Þar eð norðaustanáttin er
köld, er hún skafrenningsátt um land allt. A
Vestfjörðum, þegar komið er suður um ísa-
fjarðardjúp, er stórveðraáttin enn norðlægari,
jafnvel norðvestlæg, svo að megin snjósöfnunin
er í hlíðum mót suðri og suðaustri, t. d. Hnífs-
dal. Uppi á Vestfjarðahálendinu og niður í
dalabotna er aðalsnjóflutningurinn frá norð-
austri.
Þótt norðaustanátt eigi sök á allflestum snjó-
flóðum á Norðurlandi, þá mun við nánari at-
hugun á kortunum koma í ljós, að snjóflóða-
staðir eru sýndir í vesturhlíðum hinna innstu
dala, senr skerast suður x hásléttuna, og mun
þar eiga sinn þátt gagnstæð vindátt, þ. e. a. s.
suðvestanátt. Staðirnir eru Úlfárskál í Eyja-
firði, Reykir í Fnjóskadal o. fl. Suðvestan-
veður eru mikil, og þá skefur snjó af hinum
flötu fjöllum niður í brúnir mót austri.
Krapahlauþ eru gjörólík kóf- og flekahlaup-
unum. Krapahlaup verða til í asahlákum og
rigningum, þegar mikill snjór er fyrir. Reynsl-
an hefur sýnt, að þau eru mannskæð, ganga
þar næst á eftir kóf- og flekahlaupum. Sunnan-
verða Austfirði hafa þau leikið án allrar misk-
unnar. Þau eru sambland af snjó og vatni og
því loftlaus. Þau eru þekkt í öllum landsfjórð-
ungum, t. d. herjuðu þau i Eyjafirði síðla apríl-
mánaðar 1919 í lok hins mikla fimbulvetrar.
Oft er óljóst, hvað er snjóflóð af tegundinni
krapahlaup, og hvað er stórkostlegt vatnsflóð.
Við krapahlaupin mætast snjóflóðafræðin og
vatnafræðin. Krapahlaupin fylgja ákveðnum
farvegum, gilskorum, en þau eiga það til, eink-
um við krappar beygjur á farvegunum, að
sveiflast út úr þeim, og stendur þá af hlaup-
unum geigvænleg hætta.
Mýrdalur. Mér býður í grun, að mörgum
þyki gegna nokkurri furðu, að Mýrdalur skuli
vera snjóflóðasvæði. Munu þeir hinir sömu
álíta, að heimkynni snjóflóða sé aðeins norðan-
vert landið. Athuga ber að úrkoman í Mýr-
dalnum er fjórfalt meiri en á Norðurlandi.
Þegar snjóa tekur í Mýrdalnum í austanátt set-
ur niður feikna snjó á skömmum tírna. Oft er
snjórinn blautur og hreyfist litið undan vindi.
I Mýrdalnum eru þekkt kröm snjóflóð í sleip-
um gras- og mosabrekkum. Slík snjóflóð geta
orðið þar út allan veturinn, en á Norðurlandi
fylgja þau aftur á móti aðeins fyrstu haust-
dögum. Algengustu snjóflóðin í Mýrdalnum
eru i afspyrnu austanátt, þegar snjó skefur.
Þótt Mýrdalur sé syðsta sveit á íslandi, eru
veður ei það hlý, að þau firri hann snjóflóð-
um. Allir kannast við hin heimsþekktu snjó-
flóð í Sviss. Sennilega er það vart eins vel
þekkt, að á Indlandi týnist fólk í snjóflóðum.
A báðum þessum stöðum, Ölpum og Himalaya,
er háfjöllum um að kenna, en það mun vekja
nokkra undrun, að 18. janúar 1968 fórust 12
rnanns í snjóflóði í þorpinu Yamuns í sólar-
landinu Libanon.
Bláfjöll. Gefum gætur að staðháttum heima
á Fróni. I skíðalöndum Reykvíkinga — Hengli,
JósefsdalJ Bláfjöllum — er austanátt megin-
úrkomuáttin. Hún er þar ekki eins ofsafengin
sem í Mýrdalnum, en verkanir áþekkar, snjó-
söfnun að öðru jöfnu í vesturhlíðar. Norðaust-
anáttin, sem ætíð er köld, er á Suðvesturlandi
sem annars staðar á landinu hin langvinna og
mikilvirka skafrenningsátt. Heildarniðurstaðan
er því snjósöfnun og hengjumyndanir í hlíðar
og fjallabrúnir mót vestri og suðvestri. Einkum
er hætta á liengjumyndunum í brúnurn fjalla,
sem flöt eru að ofan. Ætíð skal verið á verði
gegn snjóflóðahættunni. Vert er að veita því
athygli, að hviklyndi veðráttunnar leggur m. a.
grunninn að votum flekahlaupum.
JÖKULL 21. ÁR 39