Jökull


Jökull - 01.12.1971, Page 61

Jökull - 01.12.1971, Page 61
og bar okkur hratt yfir. Brátt urðu fyrir okkur slóðir eftir snjóbíl og fylgdum viS þeim um hríS. Er komiS var suSaustur fyrir Vatnaöldur, tókum viS stefnu beint á Svartakamb og náð- um þangaS eftir um einnar stundar akstur. Vorum við aS hugsa um að halda austur í gegnum Hraunskarð og síðan inn með Tungná, en hurfum frá því og héldum þess í stað inn með Svartakambi. Er viS áttum skammt eftir að norðurenda hans, varð fyrir okkur ísilögð tjörn, og tókst ekki betur til en svo, að sleðinn, sem fremstur ók, fór þar á bólakaf, en fljótt gekk að ná honum upp og blotnuðu ökumenn- irnir aðeins lítillega. Kom í Ijós, að ísinn á tjörninni var næfurþunnur, svo ekki hefði hundi haldið, og hugðum við helzt, að þarna mundi vera uppspretta. Eftir þetta ævintýri var haldið áfram og nú tekin stefna skáhallt yfir að Ljósufjöllum á hina stikuðu leið til Jökul- heima. Blasti nú Vatnajökull við í allri sinni dýrð enda veður eins gott og frekast varð á kosið. Frá Ljósufjöllum vestanverðum er urn 18 km vegur til Jökulheima samkvæmt mælingu Carls Eirikssonar og var sá spotti fljótekinn, en klukkan var 5, er við renndum þar í hfað. Þannig hafði ferðin frá Þóristindi aðeins tekið 3 stundir, þótt ekki væri farin skemmsta leið. í Jökulheima var gott að koma að vanda, en þar sem veður var einstaklega gott og óvíst, hve lengi það héldist, ákvað Hinrik að hafa þar aðeins skamma viðdvöl. Er menn höfðu hit- að sér mat og kaffi eftir þörfum, var aftur lagt af stað. Tók um stundarfjórðung að komast upp fyrir mesta brattann í jöklinum, en þaðan Jökulheimar 25. apríl 1970. Ljósm. Pétur Þor- leifsson. Grímsvatnaskáli 26. apríl 1970. Ljósm. Pétur Þorleifsson. tókum við stefnu norðanhallt í Háubungu. Bar nú fátt til tíðinda og brunaði hópurinn áfram í kapphlaupi við myrkrið. Annað slagið var þó numið staðar, því að menn gerðust allkaldir að sitja lengi hreyfingarlausir á sleðunum, enda var frostið um 20 stig og smá norðanandvari. Er upp kom í Háubungu, var birtu tekið að bregða, og skömmu síðar skall á svartaþoka, en haldið var samt áfram, og tók brátt að halla undan fæti niður í lægðina milli Háubungu og Grímsfjalls. Var enn haldið áfram um hríð, en síðan numið staðar. Var nú ráðgazt um, hvað gera skyldi. Orðið var mjög skuggsýnt og ekki bætti þokan úr. Akvað Hinrik nú að fara í könnunarferð til norðurs og vita, hvers hann yrði vísari. Hafði hann skamman spöl farið, er hann kom til baka og tilkynnti, að við værum á brún Grímsvatnadals. Var nú óðara tekin upp fyrri stefna og höfðum við ekki lengi ekið, er grilla tók í dökkleitt ferlíki framundan. Var þar kominn Svíahnúkur vestri. Eftir það var leiðin auðrötuð, en aka varð með Ijósum síð- ustu 4 km upp að skála, en þangað komum við, er klukkuna vantaði 20 mínútur í 11, og hafði ferðin frá Jökulheimum tekið 4 tíma með öll- um töfum. Mun þetta í fyrsta sinn, sem farinn hefur verið landvegur frá Þóristindi til Gríms- vatna á aðeins 7 klukkutímum, og máttum við vel við una. Að vanda var skálinn æði fannbar- inn eftir veturinn, en svo vel vildi til, að óvenju lítill snjór var fyrir dyruin og gekk fljótt að moka frá þeim. En á meðan á þeim mokstri stóð, fiktaði Magnús við talstöð sína og náði brátt sambandi við Gufunesradíó og JÖKULL 21. ÁR 59

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.