Jökull


Jökull - 01.12.1971, Síða 62

Jökull - 01.12.1971, Síða 62
Undir Gríðarhorni 26. apríl 1970. Ljósm. Pétur Þorleifsson. lét vita um ferðir okkar. Er inn í skálann kom, reyndist hann í bezta standi, en allmikið hrím- aður. Áttum við þar ágæta nótt eftir ógleyman- legan dag og hrósuðum happi yfir að þurfa ekki að gista i tjöldum um nóttina, því að frostið var mikið. Næsti dagur, sunnudagurinn 26. apríl, rann upp bjartur og fagur. Öll þoka var á bak og burt og bjart yfir öllum jöklinum. Ekki var laust við, að sumum þætti kuldalegt að skríða úr hlýjum svefnpokunum, enda kom í 1 jós, að frostið utan dyra var hvorki meira né minna en 24 gráður. Urn tíuleytið var haldið á lausum sleðunum niður í Grímsvötn og var þar ægi- fagurt um að litast. Höfðum við um tveggja stunda viðdvöl niðri á sléttunni, tókum mynd- ir, dyttuðum að sleðunum og sitthvað fleira. Um hádegisbilið var allur hópurinn kominn heim í skála aftur, og var nú tekið til óspilltra málanna að ferðbúast. Laust eftir kl. 1 brunaði hópurinn úr lilaði, áleiðis eftir gömlu slóðinni í átt til Jökulheima. Var þá að dimma að með þoku og skafrenningi og var æði kuldalegt um að litast. Allvel tókst þó að fylgja gömlu slóð- inni, en er niður fyrir Háubungu kom, var sem hún þurrkaðist skyndilega út. Var þá grip- ið til áttavitans og ekið eftir honum alla leið niður undir jökulrönd, en þar komurn við snögglega út úr þokunni. Framundan blasti við Nýjafell við jökulröndina, svo að stefnan gat ekki nákvæmari verið. Er til Jökulheima kom, voru þar fyrir 5 menn á tveim snjósleðum. Það voru félagar úr Elugbjörgunarsveitinni á Hellu. Höfðu þeir farið frá Vatnsfelli við Þóris- vatn daginn áður, ekið yfir vatnið endilangt og alla leið norður í Jökuldal við Tungnafells- jökul, þar sem þeir höfðu náttstað i húsi Ferða- félagsins. Á sunnudaginn héldu þeir ferðinni áfram úr Jökuldal og óku upp undir Hamar og suður með öllum jökli alla leið til Jökul- lieima, og er þetta óraleið. Skönnnu eftir komu okkar til Jökulheima óku þeir úr hlaði, og eru þar með úr sögunni. Við fórum okkur í engu óðslega, dvöklum góða stund í gamla skálanum, hituðum kaffi og hvíldum okkur undir síðasta áfangann til bílanna. Um sjöleytið var svo lagt af stað áleiðis að Þóristindi. Gekk sú ferð mjög að ósk- um og komum við til bílanna um tíuleytið um kvöldið. Þar hittum við fyrir flokk manna, er unnu þar að borunum, og buðu þeir öllum hópnum í mat og kaffi í búðum sínum, er voru þar skammt frá, og var það vel þegin hressing. Um miðnættið var svo lagt upp í síðasta áfang- ann til Reykjavíkur, en þangað komum við kl. 4 um nóttina. Reynsla okkar af snjósleðunum í þessari ferð var frábærlega góð, og teljum við ekkert því til fyrirstöðu, að ferðast á þeim um hálendi og jökla, eins og raunar þessar tvær ferðir sönn- uðu. Menn verða aðeins að gæta þess, að veðr- áttan á landi hér er ekkert lamb að leika sér við. Þessi tæki eru það hraðskreið, að á skömm- um tíma er maður kominn langt úr byggð, en þau geta bilað, eins og öll mannanna verk, og hvar stendur maður þá, ef veður spillist? Þess vegna ættu menn aldrei að fara langferðir nema margir saman, minnst 4 sleðar og ekki fleiri en 2 menn á hverjum. Það er ófyrirgefanlegur glannaskapur að þeysa tugi kílómetra úr byggð án tjalds, svefnpoka og annars viðleguútbún- aðar. í Alaska og víðar verða tugir manna úti árlega, er þannig' haga sér. Þess vegna vil ég eindregið ráðleggja mönnum að fara aldrei í langferðir á snjósleðum án tjalds, svefnpoka, vindsængur og nægs matar. Einnig er nauðsyn- lega að talstöð sé með. Þetta útheimtir það, að hver snjósleði verður að hafa sinn dragsleða undir farangur. Einnig þurfa allir þátttakendur að hafa skíði og ekki má gleyma að taka með nauðsynlegustu verkfæri og varahluti. 60 JÖKULL 21. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.