Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 63
Vatnajökulsleiðangur 1969, 24. maí—6. júní
CARL J. EIRÍKSSON OG HJÁLMAR R. BARÐARSON
Að vanda var undirbúinn leiðangur á Vatna-
jökul af hálfu Jöklarannsóknafélags Islands vor-
ið 1969, en að þessu sinni var það óvenjulega
stór hópur, sem um 8 leytið að morgni laugar-
dagsins 24. maí safnaðist saman við bækistöðv-
ar okkar gamalreynda jöklamanns Guðmundar
Jónassonar. Leiðangur JORFI var að þessu
sinni tvískiptur. Á Bárðarbungu skyldi dveljast
fjögurra manna hópur aðallega við djúpborun
og mælingar þar, en fimm manna lið skyldi
halda í Grímsvötn til venjulegra mælinga þar,
svo og til suðurjökla að safna sýnum hjarns og
íss af þessum svæðum jökulsins til könnunar
á tvívetnis- og þrívetnisinnihaldi sýnanna.
Rannsóknir þessar eru framhald rannsókna
Raunvisindastofnunar og voru þátttakendur
þaðan Páll Theodórsson, eðlisfræðingur, Bragi
Árnason, efnafræðingur, og Oddur Benedikts-
son, stærðfræðingur. Liði var skipt þannig:
Bárðairb ungufarar:
Páll Theodórsson, fararstjóri.
Magnús Eyjóifsson, Hörður Hafliðason og
Oddur Benediktsson.
Grímsvatna- og Suðurjöklafarar:
Carl J. Eiríksson, fararstjóri, jöklasiglinga-
fræðingur,
Bragi Árnason, stjórnandi rannsóknarstarfa,
Hjálntar R. Bárðarson, ljósmyndari leiðang-
ursins,
Haukur Hafliðason, snjóbifreiðasérfræðingur
og borstjóri,
Eiríkur Gunnarsson, aðstoðarmaður við rann-
sóknir.
Jökulförum fylgdi frítt föruneyti í Jökul-
lieima, þau Stefanía Pétursdóttir, Inga Árna-
dóttir, Gunnar Guðmundsson, Halldór Gísla-
son, Helgi Thorvaldsson, Hákon Helgason og
Gunnsteinn Kjartansson, bifreiðastjóri frá Vega-
gerð ríkisins.
Aðrir þátttakendur í samfloti með Jöklarann-
sóknafélaginu voru Flugbjörgunarsveitin með
tvo snjóbíla (,,vísla“), Guðmundur Jónasson
með ferðamenn í Gusa (Bombardier), og jökla-
áhugamenn þeir, sem eiga saman snjóbílinn
Nagg (vísill), sem þeir fluttu á nýuppgerðum
vörubíl, er hlotið hafði nafnið Rati, eftir þeim
ágæta tindi í nágrenni Jökulheima.
Til fróðleiks skulu hér skráð nöfn þessara
ferðalanga: Jöklafarar með Naggi voru þeir:
Gunnar Hannesson, Henrik Thorarensen, Pét-
ur Þorleifsson, Jörundur Guðmundsson og
Gunnar Högnason. Fylgdarlið þeirra Naggs-
manna í Jökulheima var: Egill Ingólfsson,
Kristrún Gunnarsdóttir, Árni Sigurgeirsson,
Anna Hjálmarsdóttir og Guðbjörg Hjálmars-
dóttir.
Áhöfn Gusa var þannig skipuð: Guðmundur
Jónasson, Einar Baldvin Pálsson, Olafur W.
Stefánsson, Vigdís Jónsdóttir, Guðlaug Bene-
diktsdóttir, Sigurjón Pétursson, Ernest H. Mull-
er (USA), Ómar Hafliðason og Jón Kjartans-
son.
Lið Flugbjörgunarsveitarinnar var: Haukur
Hallgrímsson, Heiðar Steingrímsson, Ágúst
Björnsson, Torfi H. Ágústsson, Theodór Helgi
Ágústsson, Hjalti Sigurðsson, Óli E. Einarsson,
Ingvar F. Valdimarsson, Óttar Snædal Guð-
mundsson, Gísli J. Jónsson, Aðalsteinn Krist-
insson, Bolli Magnússon, Birgir Rafn Jónsson
og Sigurður Bernódusson.
Þannig mun varla í annan tíma hafa lagt
miklu meira lið af stað í jökulferð á Vatna-
jökul, 37 jökulfarar, auk 12 manna fylgdarliðs
í Jökulheima, — vantaði aðeins einn í hálfa
liundraðið.
24. maí. — Um 9 leytið að morgni þessa laug-
ardags fyrir hvítasunnu var lagt af stað frá
Reykjavík. Liðsmenn Jöklarannsóknafélagsins
óku austur í fjórum bílum: Rauð félagsins,
vörubifreið frá Vegagerð ríkisins, sem flutti
Gosa, snjóbíl félagsins, og svo í bílum þeirra
JÖKUL.L 21. ÁR 61