Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 63

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 63
Vatnajökulsleiðangur 1969, 24. maí—6. júní CARL J. EIRÍKSSON OG HJÁLMAR R. BARÐARSON Að vanda var undirbúinn leiðangur á Vatna- jökul af hálfu Jöklarannsóknafélags Islands vor- ið 1969, en að þessu sinni var það óvenjulega stór hópur, sem um 8 leytið að morgni laugar- dagsins 24. maí safnaðist saman við bækistöðv- ar okkar gamalreynda jöklamanns Guðmundar Jónassonar. Leiðangur JORFI var að þessu sinni tvískiptur. Á Bárðarbungu skyldi dveljast fjögurra manna hópur aðallega við djúpborun og mælingar þar, en fimm manna lið skyldi halda í Grímsvötn til venjulegra mælinga þar, svo og til suðurjökla að safna sýnum hjarns og íss af þessum svæðum jökulsins til könnunar á tvívetnis- og þrívetnisinnihaldi sýnanna. Rannsóknir þessar eru framhald rannsókna Raunvisindastofnunar og voru þátttakendur þaðan Páll Theodórsson, eðlisfræðingur, Bragi Árnason, efnafræðingur, og Oddur Benedikts- son, stærðfræðingur. Liði var skipt þannig: Bárðairb ungufarar: Páll Theodórsson, fararstjóri. Magnús Eyjóifsson, Hörður Hafliðason og Oddur Benediktsson. Grímsvatna- og Suðurjöklafarar: Carl J. Eiríksson, fararstjóri, jöklasiglinga- fræðingur, Bragi Árnason, stjórnandi rannsóknarstarfa, Hjálntar R. Bárðarson, ljósmyndari leiðang- ursins, Haukur Hafliðason, snjóbifreiðasérfræðingur og borstjóri, Eiríkur Gunnarsson, aðstoðarmaður við rann- sóknir. Jökulförum fylgdi frítt föruneyti í Jökul- lieima, þau Stefanía Pétursdóttir, Inga Árna- dóttir, Gunnar Guðmundsson, Halldór Gísla- son, Helgi Thorvaldsson, Hákon Helgason og Gunnsteinn Kjartansson, bifreiðastjóri frá Vega- gerð ríkisins. Aðrir þátttakendur í samfloti með Jöklarann- sóknafélaginu voru Flugbjörgunarsveitin með tvo snjóbíla (,,vísla“), Guðmundur Jónasson með ferðamenn í Gusa (Bombardier), og jökla- áhugamenn þeir, sem eiga saman snjóbílinn Nagg (vísill), sem þeir fluttu á nýuppgerðum vörubíl, er hlotið hafði nafnið Rati, eftir þeim ágæta tindi í nágrenni Jökulheima. Til fróðleiks skulu hér skráð nöfn þessara ferðalanga: Jöklafarar með Naggi voru þeir: Gunnar Hannesson, Henrik Thorarensen, Pét- ur Þorleifsson, Jörundur Guðmundsson og Gunnar Högnason. Fylgdarlið þeirra Naggs- manna í Jökulheima var: Egill Ingólfsson, Kristrún Gunnarsdóttir, Árni Sigurgeirsson, Anna Hjálmarsdóttir og Guðbjörg Hjálmars- dóttir. Áhöfn Gusa var þannig skipuð: Guðmundur Jónasson, Einar Baldvin Pálsson, Olafur W. Stefánsson, Vigdís Jónsdóttir, Guðlaug Bene- diktsdóttir, Sigurjón Pétursson, Ernest H. Mull- er (USA), Ómar Hafliðason og Jón Kjartans- son. Lið Flugbjörgunarsveitarinnar var: Haukur Hallgrímsson, Heiðar Steingrímsson, Ágúst Björnsson, Torfi H. Ágústsson, Theodór Helgi Ágústsson, Hjalti Sigurðsson, Óli E. Einarsson, Ingvar F. Valdimarsson, Óttar Snædal Guð- mundsson, Gísli J. Jónsson, Aðalsteinn Krist- insson, Bolli Magnússon, Birgir Rafn Jónsson og Sigurður Bernódusson. Þannig mun varla í annan tíma hafa lagt miklu meira lið af stað í jökulferð á Vatna- jökul, 37 jökulfarar, auk 12 manna fylgdarliðs í Jökulheima, — vantaði aðeins einn í hálfa liundraðið. 24. maí. — Um 9 leytið að morgni þessa laug- ardags fyrir hvítasunnu var lagt af stað frá Reykjavík. Liðsmenn Jöklarannsóknafélagsins óku austur í fjórum bílum: Rauð félagsins, vörubifreið frá Vegagerð ríkisins, sem flutti Gosa, snjóbíl félagsins, og svo í bílum þeirra JÖKUL.L 21. ÁR 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.