Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 68
Mynd 4. Snjógryfjan á Snæbreið. Haukur Haf-
liðason stendur á botni gryfjunnar; boropið
sést í botninum.
Fig. 4. A snowpit on Snœbreidur.
Photo: Hjálmar R. Bárdarson May 29, 1969.
en síðan matazt og skriðið í svefnpokana um
kl. 02.
30. maí, föstudagur. Þoka var og ekkert út-
sýni, þegar við vöknuðum kl. 10:30, og hélzt
það veður allan daginn, en unnið var sleitu-
laust við gryfjugröft, og var því lokið um kl.
18:30. Var dýpt gryfjunnar þá orðin 6 metrar.
Matarhlé var þó um kl. 14. Var mikill heitur
matur á boðstólum: kjöt, baunir, kartöflur,
kaffi og jólakaka. Að loknum gryfjugreftri var
gert stutt kaffihlé, áður en hafizt var handa
um borun úr botni gryfjunnar. Iskjarnarnir
voru vigtaðir, mældir og settir í dósir jafnóð-
um, eins og á færibandi, enda nokkur þjálfun
komin og verkaskipting. I talstöð fréttist, að
Gusi, Naggur og Flugbjörgunarsveitarsnjóbíl-
arnir tveir væru á Pálsfjalli eða þar nærri, en
myndu fara þaðan í kvöld eða nótt niður að
Jökulheimum, og búast við að verða i Reykja-
vík laugardag eða sunnudag. Frá Bárðarbungu
bárust fremur stopular fréttir frá Jökli II, en
einhverjir erfiðleikar voru við borunina þar,
66 JÖKULL 21. ÁR
því að nýr drifmótor var sendur til þeirra í
flugvél í gærkvöldi, sendur niður í fallhlíf. —
Kl. 22 var lokið við að grafa og bora alls niður
í tæplega 12 metra dýpi og setja sýnin í plast-
dósir. Var þá farangur tekinn saman og kl.
23:45 lagt af stað frá þessari borholu V. 13, ca.
6 km norðan við Hermannaskarð, og tekin
stefna á næsta borstað, V. 14, þar sem grafa
skyldi næst samkvæmt áætlun. Lentum við þá
í miklu sprungusvæði, sem hindraði för að
þeim stað, sem merktur hafði verið til borunar
á kortið. Var ekki um annað að ræða en þræða
sömu leið til baka, og fylgja gömlu slóðinni
okkar, sem ekin var á suðurleið. Kl. 03:30 kom-
um við að þeim stað, sem ákveðið var nú að
grafa V. 14. Var þá þegar tjaldað og farið að
sofa um kl. 04.
31. maí, laugardagur. Þegar vaknað var í
tjaldinu við væntanlega borholu, V. 14, um kl.
10:30 var ennþá þoka yfir jöklinum, hreint
ekkert útsýni, en nú var líka kominn rigningar-
suddi, sem sagt mikið leiðinda- en meinleysis-
veður. Strax að loknu morgunkaffi var tekið
til við að grafa gryfjuna, þó með matarhléi kl.
16:30—18. Alls var grafið og boiað niður í 8,52
metra dýpt, niður í gegnum tvö árlög í jökl-
inum. Var þessu lokið um kl. 23:10. Var þykkt,
glært íslag neðst. I gryfjunni voru þarna mörg
minni íslög, óregluleg að þykkt, íslinsur úr glær-
um ís. Víða voru mörg þunn íslög 0,5—1,0 mm
þykkt, sem virtust vera dagslög. Þykkt síðasta
vetrarlags í holu V. 14 reyndist vera um 3.6
metrar. — Með nóttunni fór að kólna og snjóa.
Ljósmyndarinn setti þá upp skjóltjald til
makromyndatöku af snjókristöllum, bæði af ný-
föllnum snjó og úr 1,5 metra dýpt úr snjó-
gryfjunni. Horfðu ferðafélagarnir nokkra stund
á aðfarir ljósmyndarans, sem þeir sögðu síðar,
að hefði hlaupið um allan jökul að veiða snjó-
kristalla á glerplötur til ljósinyndunar. Ekki
entist þó áhorfendaskarinn til að fylgjast með
þessum veiðum nema til kl. 01, en ljósmyndar-
inn mun ekki hafa skriðið í svefnpokann fyrr
en um kl. 04.
1. júní, sunnudagur. Vaknað var við borholu
V. 14 um kl. 09:30. Komin var þoka og snjó-
mugga eða slydda, en stillt veður. Útsýni sára-
lítið. Var nú búizt til ferðar. Fyrst var leitað
að jökulskeri einu nýju, sem talið var að væri