Jökull


Jökull - 01.12.1971, Page 74

Jökull - 01.12.1971, Page 74
Síberíu og hinar víðtæku og stöðugu rannsókn- ir Rússa á því svæði. Leggja þeir mikla áherzlu á að geta séð ísrekið fyrir með veðurfræðileg- um og liaffræðilegum rannsóknum og telja sig geta spáð með nokkru öryggi um siglinga- möguleikana milli Murmansk og Beringssunds, jafnvel mánuði fram í tímann. Skýrt var frá ástandi og hreyfingum íssins á siglingaleiðinni um Beringssund og norður fyrir Alaska. Þarna nota Bandaríkjamenn ísbrjóta á sama hátt og Rússar nota þá til aðstoðar verzl- unarflotanum meðfram Síberíu. Okotskahafið er að miklu leyti einangrað frá Kyrrahafi af Kamtsjaka-skaga, Kúrileyjum og norðurströnd Hokkaido, sem er nyrzt Japans- eyja. Hér stunda Japanir miklar fiskveiðar að sumrinu, en að vetrinum leggur þetta haf að mestu og ís leggst svo að Hokkaido, að öll sjó- sókn stöðvast og skipin eru dregin á land. Hér hafa Japanir sett upp þrjár radarstöðvar á fjöll- um og draga þær 60—85 km út yfir ísinn. I sambandi við stöðvarnar starfar sérstök ísrann- sóknastöð og var forstöðumaður hennar og ann- ar vísindamaður frá henni á ráðstefnunni. Jap- anir hafa rutt alveg nýja braut með þessum radarstöðvum, en Iianadamenn eru þeir næstu, sem eru að hugsa sér að taka upp sömu tækni. Með því að láta sjálfvirka myndavél taka myndir af radar-sjánni á t. d. 15 mínútna fresti má fá fram kvikmynd, sem sýnir allar hreyfing- ar ísbreiðunnar yfir margra daga tímabil á nokkrum mínútum og er það lærdómsrík sjón. Sýndu Japanir tvær slíkar kvikmyndir og var önnur gerð sem kennslumynd handa skólum. Eru þetta fyrstu kvikmyndir af hreyfingu stórr- ar ísbreiðu. Islendingunum varð hugsað til Horns og fleiri ákjósanlegra staða fyrir radar- stöðvar til ískönnunar. Ennfremur var lýst öðrum aðferðum við radarathuganir á ís (“side looking radar”) og hitaathugunum með innrauðum geislum, en þá aðferð er meðal annars hægt að nota til að áætla þykkt íssins. Skýrt var frá rannsóknum á siglingaleið tank- skipsins Manhattans norðan við Kanada. Borgarís á Baffinsflóa vestan Grænlands er mikið áhugamál Bandaríkja- og Kanadamanna. Bandaríkjamenn hafa nú yfirfarið alla helztu skriðjökla á Vestur-Grænlandi, sem ná út í sjó og borgarís brotnar úr. Þannig rekja þeir borg- arísinn, sem berst allt suður á fjölfarnar sigl- 72 JÖKULL 21. ÁR ingaleiðir, til upphafs síns. Á sama hátt kanna Kanadamenn jökla á Baffinslandi og Elles- merelandi, en af nokkuð öðrurn ástæðum. Verð- mæti í jörðu, olía og málmar, hafa fundizt á þessum slóðum og vakna þá spurningar um siglinga- og hafnarmöguleika svo og um bor- unaraðstæður á landgrunni. Hafa rannsóknirn- ar þegar leitt í ljós, að ekki er allur borgarís jafnhættulegur, getur sums staðar króast af inn- an við grynningagarða. Einnig var fjallað um breytingu lagnaðaríss á Baffinsflóa frá fyrri árum og spurningin um veðurfarsbreytingu rædd í því sambandi. Al- mennari erindi um veðurfarssveiflur voru einnig flutt. Nokkuð var fjallað um sjálft heimskautshaf- ið, m. a. um stærðfræðilegan grundvöll fyrir lýsingu á heildarreki íssíns þar. Einnig var rædd sú undarlega kenning, að á ísöld liefði Pólhafið verið íslaust, og átti hún engan for- mælanda á ráðstefnunni. Á síðari árum hafa Bandaríkjamenn farið fjölmargar ferðir á kafbátum undir heimskauts- ísinn þveran og endilangan. Reynist ísinn miklu ósléttari að neðan en á efra borði og er ástæðan ekki fyllilega Ijós. Fjallað var um árangur einnar slíkrar könnunarferðar með brezkum kafbát. Reyndist auðvelt að finna staði, þar sem ísinn var nægilega þunnur til að kafbáturinn komist gegnum hann upp á yfirborðið. Loks var einnig vikið að notkun gervitunglamynda við rannsóknir á hafís við Suðurpólslandið. Dr. Norbert Untersteiner, sem í lok ráðstefn- unnar brá upp mynd af þróun hafísrannsókna síðustu áratugi, að bciðni forstöðumanna henn- ar, sagði, að visindaleg forvitni hefði í fyrstu beinzt að sjálfu heimskautshafinu, en nú beind- ist athyglin meir að útjöðrum íssins, vegna hinnar miklu hagnýtu þýðingar rannsókna þar. Hefði þetta komið greinilega fram á ráðstefn- unni, meðal annars með framlagi Islands til hennar, og væri hún að þessu leyti tímanna tákn. Jafnframt staðfesti hann það, sem áður var að vikið, að útjaðrarnir væru á margan hátt erfiðastir viðfangs, hegðuðu sér óregluleg- ast. Einn eftirmiðdagur var tekinn til ferðar út á Reykjanes og til Þingvalla og daginn eftir ráð- stefnuna fóru þeir, sem þess óskuðu, í ísflug. Trausti Einarsson.

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.