Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 82

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 82
Hjáhnar R. Bárðarson: ÍS OG ELDUR, andstæður íslenzkrar náttúru. Myndir og texti 171 bls. Utg. Hjálmar R. Bárðarson, Reykjavík 1971. Bókin er gefin út á tveim- ur tungumálum, íslenzku og ensku. Ensku þýðinguna annaðist Sölvi Eysteinsson, og er hún nákvæm og vönduð. Bókin er prent- uð í Hollandi hjá Joh. Enschedé En Zonen, Haarlem. Hjálmar R. Bárðarson er lesendum Jökuls kunnur af greininni „Icing of Ships' í Jökli 1969, og ekki síður af þátttöku í leiðöngrum á Vatnajökul til ísborana á sviði nútíma jökla- fræði. Hann hefur annazt hina vísindalegu myndatöku leiðangranna. Síðastliðin fjögur ár hafa forsíðumyndir á Jökli verið eftir Hjálmar R. Bárðarson. Að starfi er Hjálmar skipaverkfræðingur og siglingamálastjóri, en háfjöllin og jöklarnir eiga hlutdeild í honum. Þeir, sem stunda rann- sóknir á sviði náttúruvísinda hér á landi, þekkja vel til dugnaðar Hjálmars. Hann hikar ekki við að leggja á brattann lilaðinn byrðum af hvers kyns ljósmyndaútbúnaði, sem hann hefur að hluta smíðað sjálfur, því að nákvæmn- in og fullkomleiki ljósmyndarinnar er honum fyrir öllu. Við hin erfiðustu skilyrði, hvort heldur er í næðingi á jökli eða við eldkviku hrauna, gefur hann sér góðan tíma til að at- huga, hvaða filma á við, hvaða linsa o. s. frv., hann kastar ekki til þess höndunum. Enda verður árangurinn eftir því. Hjálmar fylgir eigi þeirri stefnu, að taka margar myndir og velja síðan úr. Vandvirkni hans í hvívetna er of mikil til þess. Hann tekur fáar myndir en góðar, hann leitar stöðugt að hinni „ídeölu“ fullkomnun. Hjálmar er áhugaljósmyndari. Hann hefur flutt marga fyrirlestra um ljósmyndatækni, einkum urn nærmyndun og kyrralífsmyndun, og hefur gefið út kennslubók á dönsku um það efni. Arið 1965 gaf Hjálmar R. Bárðarson út myndabókina „Iceland, to give a general idea of the country and its people“. Þegar fréttir bárust út, að myndabókin ís og eldur væri í uppsiglingu, var af kunnugum gert ráð fyrir vandaðri og listrænni bók. Þær vonir hafa ekki brugðizt. Myndræn túlkun á skini og skuggum er frábær. Er þar órofasamband á milli heið- ríkju og litauðgi íslenzkrar náttiiru og snilldar- vandvirkni höfundar. Sem listræn myndabók á hún vel heima á litla kaffiborði húsfreyjunnar. En hún er meira en myndabók með 122 svart- hvítum myndum og 83 í lit. Bókin er heil- steypt verk, eins konar kennslubók, jöfnum höndum handa stúdentum sem prófessorum eða öllum þeim, sem skyggnast vilja inn í andstæð- ur íslenzkrar náttúru. Bókin dregur fram átök elds og ísa. Rauðglóandi hraunkvika flæðir í sjó við Surtsey. Hafís lokar siglingaleiðum fyrir Norðurlandi. Jöklar brjóta og sverfa niður landið, en í skjóli þeirra vex fegursti gróður þess. Hvarvetna eru andstæður, sem Hjálm- ar túlkar bæði í máli og myndum. Nokkur ljóður er það á bókinni, að vísu ekki stórvægi- legur, að á einstöku blaðsíðum eru sömu setn- ingarnar, frá orði til orðs, bæði í texta og myndaskýringum. Svipmyndum úr vísindaleiðöngrum á jöklum er brugðið upp. Hverjum, sem óskar að sjá og kynnast ís- lenzkri náttúru, ráðlegg ég að lesa þessa bók. Is og eldur er bók til lesturs og endurlestur. Sigurjón Rist.. 80 JÖKULL 21. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.