Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1994, Qupperneq 64

Jökull - 01.12.1994, Qupperneq 64
um og kom upp safnmælum til mælinga á úrkomu. Hann skráði snjóflóð og lengdarbreytingar á skrið- jöklum landsins og vann að mælingum á þykkt Vatna- jökuls og Mýrdalsjökuls með bergmálsmælingum. Meðal jöklafræðinga um allan heim var Sigurjón þekktur fyrir mælingar sínar á rennsli í jökulhlaupum frá Grímsvötnum. Það er erfitt verk að mæla straum- hraða, breidd og dýpi í jökulám sem flæmast yfir sanda í síbreytilegum álum og ógemingur er að koma fyrir stöðugum vatnshæðarmælum. Eg tel mælingar hans við þær aðstæður, áður en vegur og brýr komu yfir Skeiðarársand, meðal mikilla afreka hans. Ég kynntist Sigurjóni á skólaárum mínum þegar hann réð mig í sumarvinnu til mælinga á vatnsrennsli og aurburði í upptakakvíslum Þjórsár. Hann fór með mér í fyrstu mælingaferðina til þess að kenna mér til verka. Það var lærdómsríkur skóli. Ég fetaði mig yfir jökulár uns ég flaut í vöðlunum niður á næstu grynn- ingar og sundkappinn Sigurjón fylgdist með á árbakk- anum. Mat stýfðum við úr hnefa á göngu milli kvísl- anna. Þegar leið að kveldi fór mér að verða hugsað til næturstaðar og hafði loks orð á því. Við sofum hér sagði Sigurjón og benti yfir Þjórsárverin og sumar- nóttina. Það var farið að rigna, við vorum tjaldlausir og án svefnpoka. - Síðan urðum við Sigurjón starfs- félagar, hvor á sinni stofnun og unnum saman að jöklarannsóknum, einkum jökulhlaupum, og að fél- agsmálum Jöklarannsóknafélags Islands. Hann reyndist mér alltaf hollur vinur og sýndi starfi mínu mikinn áhuga. Hvort tveggja var mér mikils virði. Sigurjón vandaði til allra verka, kannaði alla málavöxtu áður en hann hófst handa og hlustaði vel á hvert orð þegar hann var kallaður til ráðuneytis. Hann sagði fátt annað en já og kinkaði kolli meðan hann var að átta sig, en brosti síðan og hló þegar honum varð ljóst hvað gera skyldi, reis upp og ljómaði af tilhlökk- un um að takast á. Kappið og þrekið var óskaplegt. Hann stakk sér til sunds og kafaði eftir mælitækjum sem fallið höfðu til botns í straumvötnum, hlóð sleitu- laust stórgrýti í undirstöður að mælistöðum, lagði nótt við dag til þess að koma út skýrslum um mælingar sínar, unni sér ekki hvíldar né matar fyrr en verki var lokið. Afköstin voru feykileg. Jafnframt var hann ein- stakt snyrtimenni. Hann gekk svo vel frá mælistöðv- um sínum að fólk trúir því að þær hafi alltaf staðið við árnar, risið upp úr grasinu og síðan verið málaðar. Hann unni náttúru landsins og virti hana. Sigurjón hafði alla tíð mikinn áhuga á að kryfja mál til mergjar og fræða þjóðina um vatnafar; kenna henni að lesa vatnafræðigögn og ræða um þau á íslensku. Málrækt var honum mjög hugleikin. Hann hafði bæði einlægan áhuga á vísindum og kennslu og kemur það vel fram í umfangsmiklum ritstörfum hans. Hann leit á það sem tilgang ævistarfs síns að leggja grundvöll að því að þjóðin eignaðist, er tímar liðu, traust heildaryfirlit yfir vatnafar alls landsins. Sigurjón vann mikið starf fyrir Jöklarannsókna- félag íslands og var þar heiðursfélagi. Hann var gjald- keri frá stofnun þess þar til hann tók við formennsku að Sigurði Þórarinssyni látnum. Fyrir það starf þökkum við félagamir honum og vottum aðstandend- um hans samúð okkar við fráfall hans. Helgi Bjömsson Sigurjón Rist Minning Sigurjón Rist fæddist á Akureyri 29. ágúst 1917. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Sigurjónsdóttir (1888 - 1921) og Lárus J. Rist, fimleikakennari og kunnur íþróttafrömuður (1879 - 1964). Föður- foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Jakobsdóttir, ljósmóðir (1852 - 1882) og Jóhann Pétur Jakob Rist, bóndi í Hvammi í Hvalfirði og síðar í Botni í Eyjafirði (1853 - 1934), en móðurforeldrar hjónin Anna Þor- kelsdóttir (1863 - 1922) og Sigurjón Bergvinsson, bóndi á Sörlastöðum í Fnjóskadal, Flatartungu og Glæsibæ í Skagafirði og síðast í Brown í Manitoba, Kanada (1848 - 1934). Sigurjón lést í Reykjavík hinn 15. okt. 1994. Sigurjón ólst upp í foreldrahúsum til ársins 1922, en móðir hans lést síðla árs 1921. Var hann þá tekinn í fóstur af hjónunum Jónínu Rannveigu Sigurjónsdótt- ur og Sigtryggi Jóhannessyni bónda á Torfum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Þar átti hann gott atlæti 62 JÖKULL, No. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.