Jökull


Jökull - 01.12.1994, Síða 65

Jökull - 01.12.1994, Síða 65
og minntist hann fósturforeldra sinna ætíð með miklum kærleikum sem hefðu þau hjón verið foreldrar hans. Hjá þeim ólst hann upp til fullorðinsára. Sigurjón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þor- gerður Sigrún Jónsdóttir. Þau gengu í hjónaband 1942 en slitu samvistum 1952. Þeim varð ekki bama auðið. Sigurjón kvæntist aftur 1962. Síðari kona hans er María Sigurðardóttir cand. oecon, kennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, dóttir hjónanna Þuríðar Pétursdóttur (1886 - 1949) og Sigurðar Ámasonar, vélstjóra (1877 - 1952). Lifir hún mann sinn. Þau María eignuðust tvær dætur, Rannveigu, vélaverk- fræðing, deildarstjóra hjá ISAL, og Bergljótu sem er við háskólanám. Rannveig er gift Jóni Heiðari Rík- harðssyni, vélaverkfræðingi, og eiga þau tvær dætur, Guðbjörgu Rist og Maríu Rist. Sambýlismaður Berg- ljótar er Sigurjón Helgi Bjömsson, háskólanemi. Sigurjón lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri 1938. Á þeim árum hafði stærðfræðideild M.A. á sér mikið strangleikaorð sem skelfdi marga frá henni. Hann lét það ekki á sig fá. Um haustið 1938 sigldi hann til Kaupmannahafnar til að nema haffræði við háskólann þar. Stundaði hann það nám veturinn 1938 - 1939 og lauk prófi í for- spjallsvísindum þá um vorið. Vegna heimsstyrjaldar- innar sem skall á haustið 1939 varð ekki af frekara námi í haffræði. Næstu ár stundaði Sigurjón ýmis störf; síldarvinnu á Siglufirði, skrifstofustörf hjá KEA á Akureyri, en frá 1942 aðallega bílaviðgerðir allt fram til 1947 er hann hóf störf hjá raforkumálastjóra við vatnamælingar, sem áttu eftir að verða ævistarf hans. Á þessum árum tók hann líka mikinn þátt í fjallaferðum á vegum Ferðafélags Akureyrar, einkum norðanlands. Öðlaðist hann mikla reynslu í ferða- lögum á bílum um óbyggðir og vegleysur. Sú reynsla kom honum að ómetanlegum notum í vatnamælinga- starfinu síðar. Sigurjón hóf starf sitt við vatnamælingar hjá raf- orkumálastjóra hinn 2. janúar 1947. Þá hófst jafn- framt sú starfsemi sem nefnd hefur verið Vatnamæl- ingar raforkumálastjóra og Orkustofnunar eftir að hún var sett á laggimar 1967, tuttugu árum síðar. Sigurjón veitti þessari starfsemi forystu allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1987, þ.e. í fjörutíu ár. Fyrstu tíu árin var hann eini fastráðni starfsmaður Vatnamælinga. Á þessum frumbýlingsárum byggði hann að heita má einsamall upp kerfisbundnar vatna- mælingar í öllum landshlutum. Það kostaði óhemju- mikla vinnu og þrautseigju með miklum og oft erfið- um ferðalögum við kringumstæður sem nútímamenn eiga erfitt með að gera sér í hugarlund. Síðar fékk hann fleiri til liðs við sig. Fyrstur til að mæla rennsli vatna á Islandi mun hafa verið norski prófessorinn Amund Helland 1881 en fyrstur til að mæla á gagngert með virkjun í huga Sæmundur Eyjólfsson þegar hann mældi Elliðaámar hinn 18. okt. 1894. Margir hafa gert slíkar mælingar síðan. Vegamálastjóri hafði rennslismælingar vatna með höndum allt til 1947 er þær komust í umsjá raf- orkumálastjóra samkvæmt Raforkulögunum frá 1946. Þessir menn munu hafa leyst þessar mælingar af hendi af trúmennsku og samviskusemi, oft við erfiðar aðstæður. Samt fyrirfinnast engar samfelldar rennslis- raðir frá fyrstu áratugum þessarar aldar. Það rýrir mjög gildi þessara mælinga fyrir síðari tíma og það verður að teljast mikill skaði að svo fór. Telja má á fingrum annarrar handar samfelldar rennslisraðir frá því áður en Sigurjón hóf vatnamælingastarf sitt. Þær mörgu rennnslismælingar sem gerðar voru á íslensk- um vötnum á fyrstu áratugum þessarar aldar eru að heita má gagnslausar fyrir okkur sem nú lifum vegna þess að samfelldnina vantar í þær. Allir þeir vatns- hæðarmælar sem settir voru upp á þessum árum - og þeir voru býsna margir - eru fyrir löngu á bak og burt. Þeir voru af vanefnum gerðir og stóðust ekki hamfarir íslenskra vatna.Svo virðist sem menn hafi á þeim tímum ekki gert sér fulla grein fyrir því hversu afar mikilvægt það er að vatnamælingar séu samfelldar um langan tíma, marga áratugi. Brautryðjendastarf Sigurjóns er ekki síst fólgið í því að hann varð fyrstur til að koma á fót hér á landi slíkum samfelldum vatnamælingum og hann er þannig upphafsmaður nútímalegra vatnamælinga á Islandi. Með starfi hans verða til í fyrsta sinn hér á landi samfelldar rennslisraðir fallvatna. Til þess þurfa vatns- hæðarmælar að vera hannaðir og byggðir til að endast í langan tíma og standast íslenska veðráttu. Sigurjón vandaði því mjög til mælistöðvanna og kom á fót traustu kerfi mælistöðva sem við búum að síðan. JOKULL, No. 44 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.