Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1994, Qupperneq 71

Jökull - 01.12.1994, Qupperneq 71
Aðalsteinn Jóhannsson frá Skjaldfönn Fæddur 16. maí 1909, dáinn 1. desember 1993. Ritstjóri Jökuls kom fyrir nokkru að máli við undirritaðan og bað hann að minnast með fáeinum orðum Aðalsteins bónda á Skjaldfönn við Djúp. Þegar ég fór að íhuga málið nánar, fannst mér ég illa ráða við þetta hlutverk. Lét þó til leiðast í samráði við böm Aðalsteins. Segja má með nokkrum rétti að við Aðalsteinn höfum lengst ævi verið nágrannar - aðeins Dranga- jökull á milli okkar. Við mér blasti jökullinn af bæjar- hlaði hvem bjartan dag. Heiman frá Skjaldfönn er hann ekki jafn áberandi fyrir sjónum manna, en minnir þeim mun betur á sig þegar norðaustan strokan stendur af honum niður dalinn. Við Aðalsteinn vomm á líkum aldri með svipaða aðstöðu í tilverunni. Báðir bjuggum við á afskekktum og harðbýlum jörðum þar sem sveitungum og nágrönnum fór sífækkandi eftir því sem á öldina leið. Við Aðalsteinn mældum báðir breytingar á skrið- jöklum Drangajökuls, ég í Reykjarfirði en hann í Kaldalóni. Það mun hafa verið árið 1933, að Jón Eyþórsson fékk Aðalstein til liðs við sig að annast mælingar á Kaldalónsskriðjöklinum. Þá náði brún hans, víða veggbrött og margra mannhæða há, heim undir Einangursá að norðan og Votubjargargil að sunnan. í samfellt 49 haust sinnti Aðalsteinn þessum mælingum og þótti miður að heilsan skyldi ekki leyfa sér að sinna jöklamælingastarfinu í fulla hálfa öld. A þessari hartnær hálfu öld, sem Aðalsteinn fylgdist með skriðjöklinum mun hop hans hafa numið hátt á þriðja kílómetra og samfara hopinu varð gífurleg þynning á jöklinum. Það nýja land, sem í ljós kom undan jöklinum klæddi Aðalsteinn ömefnabúning við hæfi, og eru örnefni hans s.s. Úlfur, Kverk, Gnúi, Fosshamrar og Slæðufoss góð viðbót við þau sem fyrir voru í Lóninu. Á Skjaldfönn hafa ættfeður Aðalsteins búið síðan fyrir 1840. Ég kom þangað fyrst árið 1959 - það var um sumar, líklega í byrjun júlímánaðar. Hafði ég þá brugðið mér til næsta bæjar - þvert yfir Drangajökul, frá Reykjarfirði á Ströndum að Skjaldfönn. Þetta skeði um nótt í björtu og góðu veðri. Eftir 6-7 stunda göngu barði ég dyra að Skjaldfönn. Aðalsteinn vinur JÖKULL, No. 44 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.