Jökull


Jökull - 01.12.1994, Side 74

Jökull - 01.12.1994, Side 74
l.mynd. Séð upp að Hálsjökli í Hamarsdal sem gæti kallast botnjökull. Eftir kalt sumar er oft erfitt að sjá hvar jaðar jökulsins liggur vegna þess að hann er hulinn snjó. Við slíkar aðstæður verður mælingu sjald- an komið við þótt leiða megi líkur að því að ekkert hafi bráð- nað af jökuljaðrinum og hann því staðið í stað. Hugsanlegt framskrið mundi vart leyna sér þótt snjór hylji jaðarinn. Fig. 1. Cirque glacier Háls- jökull in northern Iceland in late fall 1993 completely cov- ered by last winter's snow. verið með miklum jökullit, en það er, sérstaklega hvað Selá áhrærir, afar fátítt svo seint á hausti. Raunar var Selá nánast bergvatnstær í allt sumar og engin stórflóð. Reykjarfjarðarjökull -I bréfi Guðfinns Jakobsson- ar er m.a. þetta: „í Reykjarfirði sást fyrst litur á jökul- ánni 3. júlí. Ég man ekki eftir að það hafi skeð svona seint áður. Það kom fyrir að þurfti að ríða yfir ána hátt á síður á hestum um sauðburð á vorin. Sumarið var afar kalt í júlí og ágúst mánuðum og engin berja- spretta þar fyrir norðan. Aðfaranótt 10. ágúst var frost og svellað á pollum heima við bæi.....Það hlýnaði mikið í septembermánuði og snjóa leysti.. Leirufjarðarjökull - í bréfi Sólbergs Jónssonar er þetta: „Snjór var ekki mikill í Leirufirði þegar ég kom í vor. Það hafði fennt um veturinn í suðlægum og vest- lægum áttum, og var aðalsnjókoman til fjalla en ekki á láglendi. Sumarið var með eindæmum slæmt, kalt og sólarlítið svo lítið leysti. I september var góður hiti og logn dag eftir dag svo snjó tók að leysa úr fjöllum. I dag 6. október er snjór í meira lagi til fjalla.” Norðurlandsjöklar Hálsjökull - Á skýrslublaði Þóris Haraldssonar stendur m.a.: „Hið kalda miðsumar norðanlands veld- ur því að hvergi sér hér í nágrenninu á eldri snjó en frá síðasta vetri, sem þó var ekki tiltakanlega snjóþung- ur.... Við....notuðum okkur að geta gengið á snjó í stað íss og gengum á jökulinn hábrúnin er aðeins 100- 150 m breiður hryggur, sem ég tel að sé alltaf hulinn ís og nær jökullinn því óslitið.... yfir í Þverárdal, sem er þverdalur Þorvaldsdals og ærið bratt þar niður.” Hofsjökull Sátujökull - Á mælingablaði segist Bragi hafa sett jökuljaðarinn á sama stað og 1992 enda rennur saman 250 m breitt svæði neðst á jöklinum við ruðninginn framan við, allt þakið aur en glittir í ís sumstaðar. Múlajökull - Á mælingablöðum frá Leifi Jónssyni stendur m.a. „Mikið er að gerast hjá Múlajökli og er hann nú kominn 50 m framar en eftir hlaupið 1986- 1987. Er búinn að taka stikuna 450-M4 og 15 m betur. (Stikan fannst raunar brotin fremst í ruðningnum.).... er ekki annað að sjá, en að hlaup sé í jöklinum allt frá Hjartafelli til Arnarfells. Jökullinn er bæði óhreinn og sprunginn, brúnin þunn og ýtir bæði á undan sér og upp á sig aurnum. Settur var upp nýr mælistaður Múlajökull SW“ Mýrdalsjökull Sólheimajökull - Vesturtunga jökulsins er að sögn 72 JÖKULL, No. 44

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.