Jökull


Jökull - 01.12.1994, Page 76

Jökull - 01.12.1994, Page 76
sléttur grunnur. Fjallsár-kvíslin, sem kemur undan jöklinum fast við fjallið, rennur nú fram eftir þessari lægð, en lækur úr Hrossadal notar enn gamla far- veginn eftir Fjallsá. Frá Fjallsárlóni og töluvert vestur fyrir mælinga- staðinn upp af Fitjum hefur jökullinn þynnst talsvert uppeftir og gæti verið að þar sé að myndast lón. A mælingastaðnum þar hefur undanfarin ár verið að koma í ljós þunnur malarhryggur og snýr hann eftir mælingarstefnunni. I haust var jökullinn horfinn af þessum hrygg, svo að tiltölulega sléttur grunnur sýndist taka þar við. Á mælingastaðnum upp af Gamlaseli hefur lón- pollurinn heldur stækkað í sumar, svo að þar varð að víkja nokkra metra austur með mælingarlínuna.... hefur sýnilega verið mikil leysing á skriðjöklunum í þessum hlýindum, sem byrjuðu um miðjan október og haldast reyndar ennþá. Kvíárjökull sýnist vera óvenju sléttur og greiðfær langt uppeftir, en jaðarinn á mælingastaðnum virðist þó alveg hafa staðið í stað. Þó getur verið að grjót og sandlag sem hylur fremsta hluta jökulsins hafi aðeins þykknað, því ég taldi ógjörlegt að sjá hvar jökull tekur við undir. Greinilegt er að glæri jökullinn sem tekur við bak við þennan grjótjökulkafla hefur lækkað í ár og sýnist mér vera þunnt á fastan grunn skammt suður af mælingarstaðnum....Eg tók eftir því að vestan í Kambsmýrarkambi, neðst við lónpollinn sést á glæran jökulblett, sem sandur hefur hreinsast af, en langt er síðan þama var talið jökullaust.” Vatnajökull Skeiðarárjökull vestur - Ljóst er að framhlaupinu er lokið að þessu sinni og jökullinn tekinn að hopa. Vegna misræmis er ekki hægt að gefa upp hopið ná- kvæmlega í metrum. Morsárjökull - Jökullinn skreið fram um 30 m frá í fyrra. Að sögn Braga Þórarinssonar var ekki að sjá neina sérstaka missmíð á jöklinum sem skýrt gæti framrásina. Breiðamerkurjökull - Um mælingastaðinn við Fellsfjall segir Steinn Þórhallsson á mælingablaði: „Þetta er nú meira ágiskun en mæling þar sem vatn fellur meðfram jöklinum á mælingastað. Jökuljaðar er ekki brattur, virðist þynnri en í fyrra og minna spmng- inn. Við Jökulsá .... breikkar vatnið milli jökuls og lands....” og því verður ekki mælt þar um sinn. Fláajökull - Eyjólfur Guðmundsson segir í bréfi að auk mælinga í tveim aðallínum þar sem jökullinn hopaði, var mælt á tveim stöðum á milli mælilínanna og þar reyndist jaðarinn hafa skriðið fram á sama tíma. Summary Glacier Variations 1930V1960, 1960V1990 and 1992V1993 In 1993 glacier variations were recorded at 46 lo- cations, 11 tongues showed advance, 2 were station- ary and 25 retreated. Eight of the visited stations were inaccessible because of snow, debris, rivers or la- goons. The summer of 1993 proved to be cool but rel- atively high tempertures in the fall that extended into November accounted for a substantial ablation. Múla- jökull was still surging in September. Results of direct measurements of mass balance that are carried out at the National Energy Authority and the Science Insti- tute of the University of Iceland are reported in table 2. 74 JOKULL, No. 44

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.