Jökull


Jökull - 01.12.1994, Síða 84

Jökull - 01.12.1994, Síða 84
sjálft að ákveða styrkveitingar til félagsins. Þær urðu engar árið 1993 en 400 000 kr. árið 1994 eftir sífelld- an eftirrekstur og vonaði ég að það sýndi skilning þeirra á starfi félagsins, m. a. mikilvægi þess að Jökull kæmi út. En nú hefur ráðuneytið tilkynnt félaginu, án eftirrekstrar í ársbyrjun, að á árinu 1995 verði styrkur- inn 150 000 kr, svo að vissulega hefur það ekki gleymt okkur. Nú er orðið ljóst hver stefnan þess er en meðan Fjárlaganefnd ákvað framlag til félagsins voru hins vegar alltaf í henni nægilega margir þingmenn sem höfðu metnað til þess að styðja útgáfu Jökuls. RANNSÓKNIR Rannsóknir á vegum félagsins s.l. ár beindust eins og undanfarin ár að Grímsvötnum og mælingum á jöklabreytingum. Arleg rannsóknaferð Jöklarannsóknafélagsins var farin til Grímsvatna dagana 16.- 22. júní 1994. Helstu verkefni voru flutningur nýs geymslu- og snyrtihúss upp á Grímsfjall auk rannsókna. Þátttakendur voru 34. Fararstjórar voru Jón E. Isdal og Magnús Tumi Guðmundsson. Þessi Grímsvatnaleiðangur var með mesta móti vegna flutninga á húsi til Grímsfjalls. Snjóbílar í ferðinni voru frá Landsvirkjun, Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík, Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og JÖRFI. Þá lögðu Gunnar Guðmunds- son, hjálparsveitimar báðar og Landsvirkjun til vöru- bíla og Heimir Lárusson stóran bílkrana til þess að koma skálanum á flutningabíl. Allt var þetta án gjald- töku og þakkar stjórnin þann stuðning. Unnið var að eftirtöldum verkefnum: 1. Hæð vatnsborðs Grímsvatna var mæld í vök undir Vestari Svíahnúk. Hinn 20. júní s.l. mældist hún 1425 m y.s., sem var um 15 m hærra en á sama tíma árið áður. 2. Vetrarafkoma var mæld á miðri íshellunni og reyndist 5.08 m (af snjó), vatnsjafngildi 2875 mm, sem er nokkru yfir meðallagi s. 1. 40 ár. Auk þess var unnið að því að greina öskulög með íssjá til þess að þróa aðferð til þess að meta afkomu jökla frá því þekkt öskulög féllu. 3. Unnið var að athugunum á hægfara breyting- um stærð og rúmtaki Grímsvatna. Undanfama þrjá áratugi hefur bæði þrengt að Vötnunum og íshellan þykknað svo að rúmtak þeirra hefur minnkað og þar með vatnsmagn í Gríms- vatnahlaupum. Þykkt íshellunnar og hvar hún fer á flot var kannað með íssjármælingum og landmælt var 4 km langt snið norðaustur úr Vötnunum til þess að fá mat á ísskrið inn að þeim. 5. Unnið var að þyngdarmælingum á Bárðar- bungu, sem er ein mesta askja landsins, til þess að kanna innri gerð eldstöðvarinnar undir jökli. 6. Unnið var að afkomumælingum á Hvanna- dalshnúk og reyndist ársafkoma um 7500 mm af vatni. Er það annað árið í röð sem úrkoma mælist svo mikil á Öræfajökli og er úrkoma hvergi meiri hér á landi. 7. Unnið var að viðhaldi og endurbótum á sjálf- virku mælistöðinni á Grímsfjalli. 8. Sett var upp sjálfvirk veðurstöð Landsvirkjun- ar á Brúarjökul í 1200 m hæð á miðjum jöklin- um. Þar stóð hún um sumarið og mældi loft- hita, rakastig, vindhraða og snjóbráðnun. Þar er um að ræða rannsóknir á tengslum veðurs og jökulleysingar. 9. Mælt var ísskrið í mælistikum á vestanverðum Vatnajökli, sem settar hafa verið upp af Lands- virkjun og Raunvísindastofnun til rannsókna á framhlaupum jökla. Mælingar á jökulsporðum Mælingar á stöðu jökulsporða voru með svipuðu sniði og áður undir stjóm Odds Sigurðssonar. A árinu unnu félagar að mælingum á jöklabreytingum með því að rnæla hop og framskrið á um 45 jökulsporðum víðsvegar um land. Sú vinna er ólaunað sjálfboðastarf, en félagið greiðir styrk vegna eldsneytiskostnaðar. Könnun á afkomu og hreyfingu á Vatnajökli Á árinu unnu félagar á Raunvísindastofnun og Landsvirkjun áfram að mælingum á afkomu og hreyf- ingu á Síðujökli, Tungnaárjökli, Dyngjujökli, Brúar- jökli auk Grímsvatnasvæðisins. Afkoma var mæld með borunum og hreyfing með GPS-tækjum. Af niðurstöðum má nefna að Brúarjökull og Dyngju- jökull hreyfast svo hægt að á jökulárinu 1993-94 báru þeir aðeins fram um 20-30 % af þeim ís sem á þá 82 JOKULL, No. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.