Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1994, Qupperneq 85

Jökull - 01.12.1994, Qupperneq 85
safnaðist og því er ljóst að þeir stefna í framhlaup. Árið áður fluttu þeir eingöngu um 7% af afkomunni. Tungnaárjökull hleypur nú fram af miklum krafti og er sporður hans nú kominn um 940 m frá því hann tók á rás s. 1. haust. Síðastliðið sumar varð vart við miklar breytingar á sporðinum. Kollar ýttust upp ofan við fell og mælingar á skriðhraða inni á jöklinum sýndu sífellt aukinn hraða. Úr flugvélum sást að tals- verður hluti ákomsvæðis jökulsins (sem er ofan við 1100 m) var sprunginn í september og í október hófst framskrið á einum stað, um 1 km norðan Nýjafells- línu. Síðan hafa starfsmenn Landsvirkjunar og Raun- vísindastofnunar mælt framskriðið á þremur stiku- línum í Tungnaárbotnum með 2-3 vikna millibili. Framskrið á Nýjafellslínunni hófst um mánaðarmótin okt. nóv. og um miðjan nóvember voru tvö fell við sporðinn, sitt hvoru megin við Nýjafellslínu, komin á kaf og miklir sprungkollar yfir þeim. Skriðhraðinn var að jafnaði um 10 m á dag undir lok síðasta árs, en var orðinn um 6 m/dag í janúar og var um 5m/dag í byrjun febrúar. Nú í lok febrúar er hraðinn orðinn um 4m/dag, en miklir dynkir eru í jöklinum og titringur kemur fram á jarðskjálftamæli, sem er í Bláfjöllum um 5 km frá jökli. Nokkuð var misjafnt hvenær hinir ýmsu hlutar sporðsins fóru af stað og um 1 km langur kafli við vaðið á Tungnaá við jökul var ekki farinn að skríða fram um miðjan desember og enn er syðsti hlutinn kyrr þótt hann verði stöðugt brattari og sprungukollar séu teknir að skjótast upp í tungunni. Ofan við Langa- sjó er jökullinn enn kyrr, en sunnan við hann hefur Skaftárjökull hins vegar ruðst fram. Varla er þess langt að bíða að allur jökullinn hlaupi fram á þessu svæði, allt að Síðujökli, sem hljóp á síðasta ári. Athyglisvert er að Tungnaárjökull sígur mun hægar fram en Síðujökull, sem náði hámarkshraða við sporð um 100 m/dag. Vatn hefur seytlað frá jöklinum allt frá því framskrið hófst, mjög gruggugt. Sylgjujökull er hins vegar kyrr, en efst á honum eru töluverðar sprungur. Afkoma Hofsjökuls. Félagar á Orkustofnun unnu að mælingum á af- komu Hofsjökuls með svipuðu sniði og nokkur und- anfarin ár. íssjármælingar. Vorið 1994 lauk íssjármælingum á Skeiðarárjökli sem hófust árið áður í samvinnu Vegagerðar og Raunvísindastofnunar. Er nú lokið mælingum á öllum Vatnajökli nema skriðjöklunum sem falla austur frá Breiðubungu. Auk þess þarf að mæla Öræfajökul betur en gert hefur verið. FUNDIR Að loknum aðalfundarstörfum 22. febrúar sögðu Magnús Tumi Guðmundsson og Óskar Knudsen frá framhlaupi Síðujökuls. Á vorfundi 26. apríl sagði Helgi Björnsson frá niðurstöðum íssjármælinga á Mýrdalsjökli og Oddur Sigurðsson sýndi myndir af framhlaupi Síðujökuls. Á haustfundi 25. október flutti Sigfús Johnsen erindi um rannsóknir á nýjasta ískjarnanum frá Græn- landsjökli og óstöðugleika síðasta hlýskeiðs og Ást- valdur Guðmundsson sýndi ýmsar gamlar og nýjar myndir frá jöklaferðum. Á haustfundinum flutti Helgi Björnsson minningarorð um Sigurjón Rist, fyrrum formann félagsins, sem lést 15. október s. 1. ÚTGÁFA JÖKULS Ritstjórar voru Helgi Bjömsson, Leó Kristjánsson og Bryndís Brandsdóttir. Nú hefur Áslaug Geirsdóttir tekið við störfum Leós og þökkum við honum feyki- legan dugnað við ritstjórastörfin um árabil. Ekki tókst að koma 43. árgangi út á árinu en hann bíður nú nær fullbúinn þess að fara í prentsmiðju. Til þess að koma skriði á útgáfu Jökuls hefur nú verið ákveðið að tilnefna nokkra ritstjóra að einstök- um heftum, sem fjalla um valin efni. Þannig safna rit- stjórar efni hver í sitt hefti og afhenda útgáfustjórum umbrotshæfu handriti. Ritnefnd, skipuð 6-10 mönnum á mismunandi starfssviðum, mun aðstoða ritstjóra við yfirlestur greina. Ákveðið hefur verið að Freyr Þórar- insson ritstýri hefti um jarðskorpu Islands, Tómas Jóhannesson um jöklabreytingar og Bryndís Brands- dóttir um Kötlu. Um helmingur hvers heftis flytur hins vegar aðsent efni án þess að það tengist meginefni heftisins. JOKULL, No. 44 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.