Jökull


Jökull - 01.12.1994, Side 86

Jökull - 01.12.1994, Side 86
FRÉTTABRÉF ÁRSHÁTÍÐ Oddur Sigurðsson, ritari félagsins, annaðist útgáfu Fréttabréfsins og kom það reglulega út. SKÁLAMÁL Skálanefnd vann að því stórvirki að smíða hús og koma því upp á Grímsfjall. I þessu húsi er nú komið langþráð salerni, auk gufubaðs, geymslu og afdrepis til viðgerða á tækjum. Fjölmargir aðilar styrktu smíði hússins og hefur stjóm félagsins sent þeim skrautritað þakkarskjal. Skálarnir í Jökulheimum, Kirkjubóli, Kverkfjöllum, Goðahnúkum og Esjufjöllum eru í rnjög góðu lagi. Borið var á skálann á Goðahnúkum. Húsnæðismál félagsins í Reykjavík eru nú í sama lagi og fyrr í húsi Ferðafélags Islands. Þar leigjum við fundarherbergi á efstu hæð og geymslu í kjallara þar em birgðir okkar af Jökli og ýmis gömul skjöl félags- ins. Auk þess höfum við aðgang að 60 manna sal með eldhúsi í risi hússins. Alexander Ingimarsson er full- trúi félagsins í húsnefnd og eru félagar sem hafa áhuga á að nýta sér húsnæði þar hvattir til þess að hafa samband við hann. Samningur okkar við Ferðafélagið rann úr í árslok 1994, en hefur verið endurnýjaður. BÍLAMÁL OG FARARTÆKI Síðastliðið vor keypti félagið af Ríkiskaupum sex manna snjóbíl, Canadair Flextrac CF 20 árgerð 1975. Um er að ræða bíl sem oft fékkst í ferðir félagsins á árunurn 1975 til 1985, Jaka Landsvirkjunar. HAUSTFERÐ Haustferðin í Jökulheima var farin 9.-11. septem- ber og tókst hún einstaklega vel. Farið var að sporði Tungnaárjökuls og m. a. skoðaður íshellir (450 m langur og allt að 2,3 m hár) sem myndast hafði í gömlu útfalli Tungnaár. Alls fóru 27 í ferðina. Farar- stjóri var Alexander Ingimarsson. Árshátíð var haldin laugardag 12. nóvember og tókst hún mjög vel. Samkoman hófst í Mörkinni 6 og síðan í sal Flugleiða í Síðumúla. Að þessu sinni sá bílanefnd félagsins urn þessa hátíð og stjómin þakkar öllum þeim sem unnu að undirbúningi mjög vel unnin störf. GJÖRFI Skíðagöngufélagar í GJÖRFI fóm sínar venjulegu heilsubótagönguferðir frá Nesti í Ártúnsbrekku. FYRIRHUGAÐAR RANNSÓKNIR Það er venja í lok þessarar skýrslu að drepa á rannsóknaverkefni sem framundan eru. Það verður þó með styttra rnóti nú. Vegna framhlaups Tungaárjökuls er enn nokkur óvissa um hvernig rannsóknum á Grímsvötnum verður háttað í vor. Ur því mun ráðið á næstu vikum. Þá vil ég nefna að nokkuð hefur verið rætt í stjórninni að Langjökull er nú einn eftir af stóru jöklunum og vel færi á því að félagið aðstoðaði við mælingar á honum, ef ekki reynist unnt að fá opinbera aðila til þess að kosta verkið með svipuðu sniði og á öðrum meginjöklum landsins. Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um mælingar á jöklinum. Þá vil ég minna á að 20. ágúst á þessu ári hefst hér alþjóðlega ráðstefnu um rof jökla, sem er tileinkuð Jóni Eyþórssyni, stofnanda og fyrsta formanns þessa félags. Ráðstefnan er haldin hér á landi í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu Jóns. Helgi Bjömsson 84 JOKULL, No. 44

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.