Jökull


Jökull - 01.12.1994, Síða 87

Jökull - 01.12.1994, Síða 87
Jarðfræðafélag íslands Skýrsla formanns á aðalfundi 1995 um starfsárið 1994-1995 Aðalfundur JFÍ var haldinn í Odda 31. maí 1995. Formaður setti fundinn og lagði til að Flreinn Haralds- son yrði fundarstjóri og Guðrún Larsen fundarritari. STJÓRNARSTARF OG FRÉTTABRÉF Haldnir voru 10 stjórnarfundir og gefin út 7 Fréttabréf. Með Fréttabréfi nr. 78 var send út Jarð- fræðileg orðaskrá um eldfjöll. Flestir fræðslufundir voru kynntir í Fréttabréfinu, en að auki voru sendar út auglýsingar á helstu stofnanir nokkrum dögum fyrir hvern fund. Ágúst Guðmundsson sótti fund í Washington í maí 1994 þar sem haldið var upp á 75 ára afmæli AGU. Var þangað boðið formönnum eða fulltrúum allra jarðeðlisfræðifélaga heimsins. Fram- haldsfundur verður nú í sumar og mun Magnús Tumi Guðmundsson sækja hann fyrir hönd JFI. Þetta er þáttur í því að efla tengsl JFÍ við önnur félög jarð- vísindamanna. FRÆÐS LUFUNDIR Haldnir voru 8 fræðslufundir (með jólafundinum) á vegum félagsins. Að auki tók félagið þátt í kynningu á jarðfræði íslands fyrir ODP-PCOM hóp sem hingað kom í ágúst 1994 og kynnti fræðslufund um jarðeðlis- fræði tunglsins sem haldinn var á vegum Eðlisfræðifélagsins í desember 1994. Milli 350 og 400 manns hafa mætt á fræðslufundi JFI, en þeir voru þessir: 1. Jim Moore talaði um móberg 24. ágúst. 2. Jay Melosh talaði um myndun tunglsins 14. september. 3. Magnús Tumi Guðmundsson talaði um Gríms- vötn 19. október. 4. Sigfús Johnsen talaði um GRIP kjarnann 30. nóvember. 5. Jólafundurinn 14. desember var um framtíðar- skipan jarðfræðirannsókna á Islandi. 6. Freysteinn Sigmundsson talaði um plötu- hreyfingar á Norðurlandi 18. janúar. 7. Haukur Jóhannesson talaði um gos í Kötlu 15. febrúar. 8. Skúli Víkingsson talaði um tölvuvædda jarð- fræðikortagerð 15. mars. VORRÁÐSTEFNAN Hún var haldin 12. apríl í Odda. Hún var ekki bundin við ákveðið þema heldur opin fyrir erindi og veggspjöld um hvaðeina af vettvangi jarðfræða. Flutt voru 14 erindi og sýnd 15 veggspjöld. Um 90 manns mættu á ráðstefnuna. Ráðstefnustjóri var Magnús Tumi Guðmundsson sem einnig sá um útgáfu ráð- stefnuritsins. NEFND UM FRAMTÍÐARSKIPAN JARÐFRÆÐIRANNSÓKNA Gengið var frá skipun þessarar nefndar á stjómar- fundi JFÍ 1. september 1994. I nefndinni sátu Hreinn Haraldsson (formaður), Áslaug Geirsdóttir (ritari), Freyr Þórarinsson, Haukur Jóhannesson, Ingvar Birgir Friðleifsson og Valgarður Stefánsson. Að auki sátu fundi nefndarinnar Ágúst Guðmundsson (formaður JFÍ) og Guðrún Larsen (ritari JFÍ). Nefndinni var ætlað að skila af sér bráðabirgðatillögum á jólafund- inum 1994 og endanlegum tillögum fyrir marslok 1995. Þetta tókst og eftir að stjórn JFÍ hafði farið yfir endanlegu tillögurnar ákvað hún að gera þær að sínum og leggja fyrir viðkomandi ráðuneyti. Fjórða maí sl. lögðu Ágúst Guðmundsson, formaður JFI, og Hreinn Haraldsson, formaður nefndarinnar, þessar tillögur fyrir embættismenn í Umhverfisráðuneytinu og í Iðn- aðarráðuneytinu og óskuðu jafnframt eftir fundi með viðkomandi ráðherrum. Kannað verður hvort og þá hvemig best er að kynna tillögur JFÍ í öðrum ráðuneyt- um og hjá stjómvöldum almennt. Á þessum aðalfundi mun Hreinn Haraldsson gera nánari grein fyrir tillög- um nefndarinnar í endanlegri gerð. Stjórn JFI hefur JÖKULL, No. 44 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.