Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Side 3
Fréttir 3Vikublað 21.–23. október 2014
Pósturinn setti 55
milljónir í Samskipti
Forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts telur kaupin á Samskiptum hafa borgað sig
R
íkisfyrirtækið Íslandspóstur
jók hlutafé dótturfélags síns,
prentþjónustufyrirtækisins
Samskipta ehf., um 55 millj-
ónir króna í fyrra. Fyrir vik-
ið er eiginfjárstaða Samskipta ehf.
orðin jákvæð í fyrsta skipti síðan Ís-
landspóstur keypti fyrirtækið árið
2006. Þetta kemur fram í ársreikningi
Samskipta fyrir árið í fyrra en þá skil-
aði fyrirtækið hagnaði upp á ríflega 9
milljónir króna.
Viðskiptin gagnrýnd
Viðskipti Íslandspósts með Samskipti
ehf. vöktu athygli árið 2006 og voru
meðal annars gagnrýnd af þingmanni
Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Kára Krist-
jánssyni. Í fyrirspurn til samgönguráð-
herra, Kristjáns Möller, á Alþingi sagði
Sigurður Kári: „Ekki er langt síðan Ís-
landspóstur keypti prentsmiðjuna
Samskipti af einka aðilum. Með þeim
kaupum blandaði fyrirtækið sér af full-
um þunga í samkeppni á prentmark-
aði, markaði sem einkafyrir tæki hafa
sinnt fram að þessu.“
Með kaupunum var ríkisfyrir-
tæki, sem hefur einkarétt á dreifingu
bréfa sem eru undir 50 grömmum,
að færa kvíarnar út í rekstur sem er
í samkeppni við einkaaðila á mark-
aði. Ekki verður sagt að kaupin á
Samskiptum hafi borgað sig fyrir
Íslandspóst. Í frétt um Íslands-
póst í DV í fyrra kom fram að fyrir-
tækið hefði frá aldamótum tapað
um 1.400 milljónum króna á þeim
hluta rekstrar síns sem rekinn er í
samkeppni við einkaaðila á markaði
en hluti af þeirri starfsemi er rekstur
Samskipta ehf.
Lán frá Íslandspósti
Með hlutafjáraukningunni er eig-
infjárstaða Íslandspósts orðin já-
kvæð um ríflega 26 milljónir króna. Í
lok árs 2012 var eiginfjárstaðan hins
vegar neikvæð um ríflega 38 millj-
ónir króna. Jákvæða eiginfjárstaðan
er því tilkomin vegna hlutafjáraukn-
ingarinnar. Þá hefur Íslandspóstur
einnig lánað Samskiptum háar fjár-
hæðir í gegnum árin og fóru skuldir
prentfyrirtækisins við ríkisfyrirtækið
úr 27 milljónum og í 55 árið 2012.
Þessi skuld var svo greidd niður um
rúmlega 45,5 milljónir króna í fyrra.
Á sama tíma og Íslandspóstur
hefur lagt Samskiptum til fé á liðn-
um árum hefur viðskiptavild vegna
Samskipta verið afskráð úr bókum Ís-
landspósts. Þegar fyrirtækið var keypt
árið 2006 nam viðskiptavildin 136
milljónum en lækkaði stöðugt árin á
eftir þar til hún var afskrifuð með öllu
árið 2011.
Tap Íslandspósts á kaupunum á
Samskiptum er því nokkuð: Ríkisfyr-
irtækið hefur afskrifað viðskiptavild
vegna kaupanna, lánað félaginu fjár-
muni, lagt til hlutafé og keypt af því
fasteignir.
Telur fjárfestinguna hafa
borgað sig
Í samtali við DV segir Ingimundur
Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts,
að fyrirtækið sé meðvitað um hversu
mikið tap sé á fjárfestingunni í Sam-
skiptum ehf. Hann segist samt sem
áður telja að fjárfestingin í Samskipt-
um hafi borgað sig. „Já, við teljum
það. Alveg tvímælalaust,“ segir Ingi-
mundur.
Ingimundur var ráðinn forstjóri
Íslandspósts árið 2004 og áttu við-
skiptin með Samskipti sér því stað eft-
ir að hann tók við stjórnar taumunum
í fyrir tækinu. Ingimundur hefur verið
við stjórnvölinn hjá Íslandspósti
þann tíma sem ríkisfyrirtækið hefur
lagt Samskiptum til fjármuni í formi
lána og hlutafjár. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Telur fjárfestinguna hafa borgað sig
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslands-
pósts, telur fjárfestinguna í Samskiptum
hafa borgað sig þrátt fyrir tap-
reksturinn í gegnum árin.
M
atthías Máni Erlingsson
afplánar dóm sinn nú í
fangelsinu að Sogni. Hann
strauk eftirminnilega af
Litla-Hrauni um jólin
2012 en talið var að hann hefði klifrað
yfir girðingarnar tvær við fangelsið. Á
Sogni eru hins vegar engar girðingar.
„Fangelsið er skilgreint sem opið
fangelsi en það felur í sér að engar
girðingar eða múrar afmarka fangels-
ið og því þurfa fangar sem vistast þar
að hegða sér á ábyrgan hátt og bera
virðingu fyrir þeim reglum sem þar
gilda,“ segir á vef Fangelsismálastofn-
unar. Yfirlýst markmið Sogns er að
undirbúa fanga svo þeim verði unnt
að koma undir sig fótunum í samfé-
laginu á ný en þar stunda fangar ým-
ist vinnu eða nám. Matthías var færð-
ur á Sogn í lok síðasta mánaðar.
Árið 2012 var Matthías Máni
dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir til-
raun til manndráps en hann réðst á
fyrrverandi stjúpmóður sína á heim-
ili hennar. Hann barði hana með
kertastjaka, tók hana kverktaki og
reyndi að kæfa hana með kodda.
Áður hafði hann verið dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir líkams-
árás og eignaspjöll í Austurríki. Ljóst
var að flótti Matthíasar var þaul-
skipulagður en hann svelti sig í sex
daga áður en hann strauk til þess að
vera búinn undir erfiðar aðstæður.
Fyrir rétt rúmlega ári fékk Matt-
hías Máni dóm fyrir strok sitt af Litla-
Hrauni sem var fremur léttur dóm-
ur í ljósi þeirrar fjölmiðlaathygli sem
málið fékk. Fyrir strokið fékk hann
aðeins þrjátíu daga fangelsi. Rúmum
tveimur mánuðum eftir að yfir-
völd höfðu hendur í hári Matt híasar
Mána, þann 5. mars 2013, réðst hann
á fangavörð, sló hann í höfuðið.
Fyrir þetta fékk Matthías Máni átta
mánaða dóm. Í þeim dómi kemur
fram að hann hafi „sætt agaviðurlög-
um í fangelsinu“. Ljóst er að Matthías
á nokkurn tíma eftir af fangelsisvist
sinni í ljósi agabrota.
Í september í fyrra var ráðist á
Matthías Mána á hrottafenginn hátt
á Litla-Hrauni. Baldur Kolbeins-
son og Eggert Kári Kristjánsson voru
ákærðir fyrir að hafa „slegið og spark-
að ítrekað í höfuð hans og líkama,
en ákærði Baldur notaði hengilás
eins og hnúajárn er hann sló Matt-
hías Mána í höfuðið. Af árásinni
hlaut Matthías Máni nokkra skurði í
andliti, þar af þrjá á enni sem þurfti
að sauma, og glóðarauga á vinstra
auga.“ Í viðtali við Vísi vegna máls-
ins gaf Matthías fremur einkennilega
lýsingu á atburðinum. „Ég er meðvit-
uð vera. En ég er kannski bara með
Alzheimer,“ sagði hann. n
Matthías Máni
kominn á Sogn
n Strokufangi í opnu úrræði n Engin girðing
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Strokufangi Matthías Máni strauk af
Litla-Hrauni um jólin 2012. Nú hefur hann
verið færður í „opið úrræði“.
Kringlunni • sími 511-2022 • www.dyrabaer.is
Tilboðið gildir frá 16 - 20 október.
Smáralind • Kringlunni • Krossmóa Reykjanesbæ • sími 511-2022 • www.dyrabaer.is
HÆ SÆTI!HVAÐA FÆRÐ ÞÚ AÐ BORÐA?