Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Page 12
Vikublað 21.–23. október 201412 Fréttir Ríkið greiddi hálfa milljón af flugvélaleigu n Hjördís Svan Aðalheiðardóttir afplánar nú á Vernd og losnar á næstu vikum F imm hundruð þúsund króna styrkur frá íslenska ríkinu var notaður til að greiða hluta kostnaðarins við leigu á flugvél sem flutti Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur og dætur hennar þrjár til Íslands um haustið 2013. Styrkurinn frá íslenska rík- inu, sem fór í gegnum innanríkis- ráðuneyti Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur í lok september í fyrra, var hins vegar ekki skilgreindur sem styrkur til að leigja flugvél heldur var greiðslan skilgreind sem lög- fræðikostnaður. Þetta herma heim- ildir DV. Í svari frá innanríkisráðu- neytinu við fyrirspurn DV um styrkveitingar til Hjördísar Svan, og eða tengdra aðila, segir að sannar- lega hafi ráðuneytið greitt lögfræði- kostnað fyrir Hjördísi Svan. „Í tíð núverandi innanríkisráðherra hafa verið veittir styrkir af liðnum ráð- stöfunarfé ráðherra vegna þýðinga á málsskjölum, húsnæðiskostn- aðar og lögfræðikostnaðar. Ráðu- neytið fékk í október og nóvember á síðasta ári utanaðkomandi lög- fræðiráðgjöf vegna máls Hjördísar Svan og barna hennar. Alls nemur þessi kostnaður 1.330.379 kr.“ Neitar að hafa greitt fyrir leigu á vélinni Ráðuneytið neitar því hins vegar að hafa með beinum hætti greitt fyrir leigu á flugvélinni sem notuð var til að flytja Hjördísi Svan og dætur hennar frá Kristiansand í Noregi og til Íslands í fyrra og segist ekk- ert hafa vitað um það mál. „Ráðu- neytið hefur ekki lagt út í kostnað vegna flutnings barna hennar til Ís- lands enda engin vitneskja í ráðu- neytinu um þann þátt málsins,“ segir í svari ráðuneytisins. DV hefur heimildir fyrir því að þetta sé ekki rangt enda var styrk- urinn skilgreindur með öðrum hætti. DV hefur ekki heimildir fyrir því að ráðuneytið hafi vitað að til stæði að flytja stúlkurnar til Íslands með þeim hætti sem gert var. Líkt og áður segir var fimm hundruð þúsunda króna styrkurinn ekki notaður beint til greiða fyr- ir leiguna á flugvélinni heldur var peningurinn millifærður úr ráðu- neytinu og yfir á föður Hjördísar Svan sem svo millifærði fjármun- ina yfir á Jón Kristinn Snæhólm, athafna- og fjölmiðlamann, sem síðan millifærði peningana til þess aðila sem leigði þeim flugvélina. Í tölvupósti til föður Hjördísar Svan í byrjun september 2013 sagði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðar- kona Hönnu Birnu, að ráðuneytið myndi styrkja Hjördísi Svan um 500 þúsund krónur til að standa straum af lögfræðikostnaði hennar. Þetta herma heimildir DV. Við þetta lof- orð var staðið. Skipulagði flóttann Í samtali við DV segir Jón Kristinn Snæhólm að leigan á flugvélinni hafi kostað tvær og hálfa milljón: „Ég skipulagði þetta. Ráðuneytið styrkti þetta mál en þetta var kall- að styrkur vegna lögfræðikostnað- ar en ekki styrkur vegna flugs. En styrkurinn var náttúrlega nýttur til að borga hluta af fluginu.“ Jón Kristinn segir að eftir því sem hann viti best þá hafi ráðuneytið ekki vit- að um leiguna á flugvélinni og flótt- ann til Íslands. Jón Kristinn hafði þá verið Hjör- dísi Svan og dætrum hennar inn- an handar frá árinu 2010 og að- stoðað þær í forræðisdeilunni. Til að mynda náði lögreglan á Íslandi í dæturnar heim til Jóns Kristins þegar íslensk yfirvöld létu flytja stúlkurnar með valdi frá Íslandi til Danmerkur. Jón Kristinn var í flugvélinni Mál Hjördísar hefur vakið mikla athygli hér á landi en forræðis- deilan stóð yfir í nokkur ár. Hjördís var búsett í Danmörku ásamt Kim Gram og dætrum þeirra þremur. Eftir að þau skildu tók við bar- átta um forræði yfir dætrunum og vændi Hjördís Svan barnsföður sinn meðal annars um meint of- beldi í sinn garð og dætra þeirra. Hjördís Svan og Kim Gram deildu forræði yfir stúlkunum en í fyrrahaust ákvað Hjördís Svan að nema þær á brott frá Danmörku og fór hún huldu höfði í Skandi- navíu um fimm vikna skeið. Í fyrri hluta septembermánaðar ákvað faðir Hjördísar á Íslandi, Rafn Svan Svansson, að leigja flugvél ásamt Jóni Kristni Snæhólm og sækja Hjördísi og dæturnar til Noregs. Þessari flugferð var lýst með eftir minnilegum hætti í tímaritinu Nýju Lífi í fyrra en þar er Jón Krist- inn hinn maðurinn sem ekki er nafngreindur. Blaðamaður Nýs Lífs, Þóra Tómasdóttir, fór með þeim Rafni og Jóni Kristni frá Reykjavík til Noregs og sótti mæðgurnar. „Það er sólríkur septembermorgunn og við hittumst þrjú í flugstöðvar- byggingunni við Reykjavíkurflug- völl, ég, faðir Hjördísar og maður sem hefur lagt máli hennar lið á undanförnum árum [Jón Kristinn Snæhólm]. Rafn fær sér sígarettu til að slá á taugarnar. Hugmyndin um að leigja flugvél kom upp í gær og allt gærkvöldið og nóttin fór í að safna peningum. Menn hringdu í menn og undir morgun fékkst lán til að leigja vél svo hægt væri að sækja Hjördísi og dætur henn- ar. Þær hafa verið í felum í Skandi- navíu undanfarnar fimm vikur.“ Sagði ráðherra hafa lofað vernd Einn af aðstandendum Hjördísar Svan, presturinn Arndís Ósk Hauksdóttir sem búsett er í Noregi, sagði í viðtali við Fréttablaðið um miðjan maí að innanríkisráðu- neytið hefði lofað því að Hjördís og stúlkurnar yrðu ekki sendar úr landi ef þær kæmu aftur til Íslands eftir flóttann til landsins: „… ráðu- neytið taldi sig ekki geta aðstoðað Hjördísi við að flýja til Íslands með börnin en ef hún kæmist af eigin rammleik myndi verða stutt við hana, börnunum veitt vernd og þær yrðu ekki sendar úr landi aft- ur.“ Hjördís og stúlkurnar höfðu meðal annars dvalið hjá Arndísi Ósk í Noregi eftir að hafa farið frá Danmörku. Hanna Birna neitaði því að hafa veitt slíkt loforð en sagðist hafa lof- að að það yrði tryggt að þær fengju réttláta málsmeðferð. Hjördís fór hins vegar aftur til Danmerkur þar sem hún hlaut dóm fyrir brot á umgengnisrétti og fyrir að hafa numið dætur sínar á brott frá Danmörku með ólögmæt- um hætti. Afplánar á Íslandi Hjördís Svan, sem dæmd var til 18 mánaða fangelsisvistar í Danmörku fyrr á árinu fyrir að nema dætur sínar þrjár á brott frá landinu, hef- ur afplánað dóm sinn á Íslandi síð- an í júlí. Fyrst var Hjördís Svan í Kvennafangelsinu í Kópavogi en nú er hún á Vernd og stundar vinnu samhliða veru sinni þar, líkt og gert er ráð fyrir. Hjördís mun losna úr fangelsinu á næstu vikum. Þetta herma traustar heimildir DV. Stúlkurnar hjá ömmu og afa DV hefur heimildir fyrir því að dæt- ur Hjördísar og Kims Grams séu ennþá á Íslandi en Hæstiréttur dæmdi Hjördísi í hag í afhendingar- máli sem Kim Gram höfðaði fyrr á árinu. Inntakið í þeim dómi var að Kim Gram hefði ekki höfðað málið gegn réttum aðila en hann höfðaði málið gegn Hjördísi en ekki móður hennar og föður en stúlkurnar dvelja nú hjá þeim. Þegar Hæsti- réttur kvað upp dóm sinn var Hjör- dís Svan í fangelsi í Danmörku og dætur hennar voru hjá ömmu sinni og afa. Kim Gram hefur ekki höfðað annað afhendingarmál til að reyna að fá dætur sínar til sín eftir þetta. Í samtali við DV segir lögmaður Kims Grams á Íslandi, Lára Júlíus- dóttir, að hún viti ekki til þess að hann ætli sér að höfða annað mál til að fá stúlkurnar til sín en hon- um hafði verið dæmt fullt forræði yfir þeim í fyrra. „Mér er ekki kunn- ugt um hvað hann sé að gera,“ segir Lára í samtali við DV. Ráðuneytið hefur styrkt Hjördísi um 2,3 milljónir Innanríkisráðuneytið hefur á síð- ustu tveimur árum styrkt Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur um sam- tals tæplega 2,3 milljónir króna vegna forsjárdeilunnar við Kim Gram Laursen. Þetta kemur fram í svarinu frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn DV um fjárveitingar til Hjördísar Svan á síðustu árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Flóttinn styrktur úr ríkissjóði Fjármunir frá íslenska ríkinu – 500 þúsund krónur – voru notaðir til greiða fyrir leigu á einkaflugvél sem flutti Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur og dætur hennar þrjár til Íslands í fyrra. Ráðuneytið taldi styrkinn vera fyrir lögfræðikostnaði. MyNd HeIðA HelgAdóttIR Af ráðstöfunarfé ráðherra Styrkir Hönnu Birnu til Hjördísar Svan hafa verið af ráðstöfunar- fé ráðherra sem nemur 2,5 milljónum króna á ári. Samtals hefur Hanna Birna styrkt Hjördísi Svan um rúmlega 1,3 milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.