Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Page 18
Vikublað 21.–23. október 201418 Fréttir Erlent
n Áströlsk stjórnvöld reka harðan áróður n Flytja þá til Kambódíu
Y
fir þúsund Kambódíumenn
mótmæltu fyrir helgi nýju
samkomulagi á milli Ástral-
íu og Kambódíu um að hæl-
isleitendur sem reyna að
komast til Ástralíu verði þess í stað
sendir til Kambódíu. Á meðal mót-
mælenda í höfuðborginni Phnom
Penh voru munkar, nemar og tals-
menn mannréttindasamtaka sem
hafa fordæmt samninginn harðlega.
Mao Pises, skipuleggjandi mótmæl-
anna, sagði samninginn afar slæman
fyrir hælisleitendurna sjálfa í samtali
við fréttavefinn SBS.
Líf í hættu
„Við mismunum ekki hælisleitend-
um sem koma til Kambódíu en ég er
hræddur um að þeir geti ekki lifað hér
með reisn vegna þess að Kambódía er
eitt fátækasta ríki heims; Aðstæðurn-
ar gætu verið verri en í þeirra heima-
löndum,“ sagði Pises og spurði hvern-
ig ríkisstjórn Kambódíu gæti séð fyrir
flóttamönnum þegar hún ætti fullt í
fangi með sína eigin borgara? Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna
hefur lýst yfir áhyggjum vegna þess
fordæmis sem verið er að setja með
samningnum. Þá gagnrýna áströlsk
og alþjóðleg mannréttindasamtök
samninginn harðlega og segja hann
stefna lífi hælisleitenda í hættu.
Hörð stefna
Ástralska ríkisstjórnin hefur ver-
ið gagnrýnd fyrir harða stefnu í mál-
efnum hælisleitenda. Ríkið hefur gert
samninga við eyríkið Nárú í Suður-
Kyrrahafi og Papúa Nýju-Gíneu um
að halda uppi flóttamannabúðum
og er talað um „Kyrrahafslausnina“ í
þessu samhengi. Hið yfirlýsta mark-
mið er að hælisleitendur fái ekki að
stíga á ástralska jörð. Kambódíska
ríkið mun fá 40 milljónir ástralskra
dollara, eða 4,2 milljarða króna, á
fjögurra ára tímabili fyrir að taka við
hælisleitendunum – meðal annars
þeim sem hafa verið í flóttamanna-
búðum á Nárú.
Enga hælisleitendur
Scott Morrison, ráðherra innflytj-
endamála í Ástralíu, var skýr og skor-
inorður þegar hann sagði í september
að samningurinn gerði stjórnvöld-
um kleift að fylgja stefnu sinni sem
fælist í því að enginn hælisleitandi
yrði fluttur til Ástralíu. Morrison þessi
hefur sagt að til að byrja með verði
einungis hælisleitendur úr flótta-
mannabúðum á Nárú fluttir til Kam-
bódíu en flutningarnir muni hefjast
síðar á árinu. Þá hefur hann talað um
að það verði einungis „alvöru flótta-
menn“ sem verði fluttir með þessum
hætti.
„Ekki möguleiki“
Ástralska ríkisstjórnin hefur síðustu
mánuði kynnt umdeilda stefnu sína
í málefnum hælisleitenda, sem felst
að mestu leyti í því að halda hæl-
isleitendum sem koma með bátum
frá Indónesíu fjarri. „Ekki möguleiki
– Þú munt ekki gera Ástralíu að heim-
ili þínu,“ er eitt af slagorðunum sem
hefur verið beitt í myndrænni áróð-
ursherferð áströlsku stjórnarinn-
ar gegn hælisleitendum og meðal
annars birt á vefsíðu útlendingastofn-
unar þar í landi. Á vefsíðunni seg-
ir einnig: „Ekki eyða peningunum
þínum – fólkssmyglarar eru að ljúga.
Ástralska ríkis stjórnin hefur fyrirskip-
að varnarliði Ástralíu að snúa bátun-
um við þegar það er óhætt.“ n
„Aðstæðurnar
gætu verið verri en
í þeirra heimalöndum.
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Ástralía lokar á
hælisleitendur
Áróður gegn
hælisleitendum
Ríkisstjórn Ástralíu rekur
nú harðan áróður gegn
því að hælisleitendur
komi til landsins eins og
sjá má á þessari mynd.
Varar við
múgæsingi
vegna ebólu
Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, hvatti landsmenn um
helgina til þess að taka ekki þátt
í múgæsingi í tengslum við út-
breiðslu ebólu. Þrjú ebólusmit
hafa verið staðfest í Bandaríkj-
unum en fylgst er náið með
tugum manns vegna mögulegs
smits. Skömmu fyrir þetta ávarp
Obama hafði rútu- og lestarstöð
í Dallas í Texas verið lokað vegna
konu sem var slöpp. Í fyrstu var
talið að konan væri á lista yfir
fólk sem væri hugsanlega smit-
að. Síðar kom í ljós að hún var
ekki á þessum lista og aðgerðirn-
ar því óþarfar.
Lögreglan og glæpasamtök á bak við hvarfið
n Nemendur hurfu fyrir þremur vikum n Höfuðpaur glæpasamtakanna handtekinn um helgina
M
exíkósk yfirvöld tilkynntu
um helgina að þau væru
búin að handtaka höfuð-
paur glæpasamtaka, sem
grunuð eru, ásamt mexíkósku lög-
reglunni, um aðild að hvarfi 43
nemenda í fylkinu Guerrero þar í
landi. Sidronio Casarrubias Sal-
gado er sagður vera höfuðpaur-
inn í samtökunum, sem kallast
Guerreros Unidos, eða Sameinaðir
stríðsmenn.
Nemendurnir voru allir í
kennaraháskóla nálægt Iguala í
vesturhluta Geuerrero. Síðast sást
til þeirra hinn 26. september síð-
astliðinn þegar þeim var gert að
fara upp í lögreglubíla. Á svipuð-
um slóðum áttu sér stað mótmæli
þar sem mótmælendur lentu upp
á kant við lögregluna, og nokkrir
voru drepnir. Glæpasamtökin og
spillt lögreglan eru grunuð um að
hafa staðið saman að morðunum
og mannráninu.
Jesus Murillo Karam, dóms-
málaráðherra landsins, sagði að
handtaka höfuðpaursins myndi
gefa nýjar vísbendingar um það
hvað hafi orðið um nemendurna.
Að hans sögn hafa 36 lögreglu-
þjónar og 27 meðlimir Guerreros
Unidos nú þegar verið handtekn-
ir vegna málsins. Þá eru Jose Luis
Abarca, borgarstjóri Iguala, og lög-
reglustjóri borgarinnar sakaðir
um að vera tengdir skipulögðum
glæpasamtökum, en borgarstjór-
inn hefur verið kærður fyrir vald-
níðslu.
Síðastliðinn föstudag komu
mörg þúsund mótmælendur
saman í borginni Acapulco í
Guerrero til þess að sýna fjölskyld-
um hinna týndu stuðning í verki og
kröfðust þeir þess að nemendun-
um yrði sleppt heilum á húfi. „Þið
rænduð þeim lifandi, við viljum fá
þau aftur lifandi,“ hrópuðu mót-
mælendur. Þá kröfðust þeir þess
einnig að ríkisstjóri Guerrero, Ang-
el Aguirre, segði af sér vegna þess
hvernig hann hefur tekið á málinu.
Meira en 1.200 lögregluþjónar
leita nemendanna í og í kringum
Iguala. n
erlak@dv.is
Þeir eru týndir Mótmæl-
endur báru myndir af týndu
nemendunum við mótmælin
í Acapulco. MyNd REutERs
Stjúpfaðir myrti
stúlkubarn
Tvítugur karlmaður frá New
York hefur verið handtekinn
vegna gruns um að hann hafi
myrt þriggja ára stjúpdóttur
sína í hrottalegri árás. Maðurinn
brást ókvæða við eftir að stúlk-
unni varð brátt í brók á laugar-
dag og barði hana og fimm ára
bróður hennar, sem talinn er hafa
reynt að koma henni til varnar.
Hann mun hafa hringt í neyðar-
línuna og þóst vera nágranni í
íbúðarblokk fyrir heimilislausa
í Brooklyn áður en hann flúði af
vettvangi og skildi börnin eftir í
blóði sínu. Stúlkan lést af völd-
um áverkanna en drengurinn er
enn á sjúkrahúsi. Maðurinn gætti
barnanna iðulega meðan móðir
þeirra var í vinnunni. Þegar lög-
reglan hafði upp á honum reyndi
hann að svipta sig lífi með því að
skera sig á púls. Var það móðir
hans sem tilkynnti voðaverk hans
til lögreglu.