Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Qupperneq 21
Umræða 21Vikublað 21.–23. október 2014
Ég sé engan tilgang
í því
Ég er hugmyndafælinn
maður
Ótrúlega ómaklegt
Heiða Rún Sigurðardóttir ber sig ekki saman við aðrar leikkonur. – DV Sigurður Guðmundsson segir hugmyndina ofmetið fyrirbæri. – DVHanna Birna Kristjánsdóttir um þá kröfu að hún segi af sér. – Sprengisandur
Mest lesið
á DV.is
1 „Ég held að ég hafi átt ótrúlega góða ævi“
Berglind Guðmundsdóttir greindist
með brjóstakrabbamein fyrir tæpum
sjö árum og háði hetjulega baráttu við
sjúkdóminn allt fram á síðasta dag.
„Það sem hefur verið erfiðast að temja
sér er að hætta að lifa fyrir framtíðina,“
sagði Berglind í viðtali við DV. Hún lést
síðastliðinn föstudag, sama dag og
viðtalið birtist.
Lesið: 48.799
2 Lífstíðardómur fyrir dauðaklám Í lok september
voru filippseysku hjónin Vicente og
Dorma Ridon dæmd í lífstíðarfangelsi
fyrir barnamisnotkun, dýraníð, mansal,
ásamt ýmsum minni glæpum. Öll brotin
voru framin við vinnslu á svokölluðum
„Crush“-myndböndum sem hjónin voru
sökuð um að hafa selt á internetinu.
Lesið: 30.470
3 „Við eigum öll að eiga séns“ Jónheiður Pálmey Hall-
dórsdóttir missti föður sinn stuttu eftir
að hún var nýorðin móðir aðeins sextán
ára gömul. Faðir hennar var alkóhólisti
og eyddi síðustu árum sínum á götunni í
miðborg Reykjavíkur. Hún vill gera meira
fyrir útigangsmenn og konur.
Lesið: 28.158
4 Íslendingar sjúkir í sófa-borð Söstrene Grene „Við
réðum bara ekki við þetta, æsingurinn
var svo mikill,“ segir Brynja Scheving,
eigandi Söstrene Grene í Kringlunni og
Smáralind, um áganginn og eftirspurn-
ina eftir ódýrum sófaborðum. Örtröð
myndaðist á sölustöðum í byrjun sept-
ember þegar borðin komu í hús.
Lesið: 23.978
5 Egill Helgason í baði með Bylgju Tökur eru hafnar
á fyrsta þætti Í baði með Bylgju, þar sem
Bylgja Babýlons grínisti fær gesti í bað
til sín og ræðir við þá um málefni líðandi
stundar. Í fyrsta þættinum fær Bylgja til
sín Egil Helgason sjónvarpsmann.
Lesið: 11.918
Myndin Tvenns lags landslag Ýmissa grasa kennir í manngerðu borgarlandslaginu, eins og hér þar sem haustlaufin og sölnandi grasið mæta dýpstu kimum borgar-menningar. Mynd SiGTRyGGuR aRi
Krónan og Stokkhólmsheilkennið
S
nemma í febrúar á þessu ári
birtu Stöð 2 og Fréttablaðið
könnun þar sem svarendur
voru spurðir að því hvort
þeir vildu krónuna áfram
sem framtíðargjaldmiðil.
Niðurstaðan sýndi að þjóðin er
klofin; helmingur vildi halda krón-
unni, hinn helmingurinn ekki.
Fyrir rúmum tveimur árum
birti Seðlabankinn 600 blaðsíðna
skýrslu um framtíðargjaldmið-
il þjóðarinnar. Í skýrslunni var far-
ið ítarlega yfir kosti og galla ým-
issa valkosta. Niðurstaðan var ekki
einhlít en valið virtist standa milli
þess að halda krónunni eða taka
upp evru. Fyrirvarar voru ýmsir um
framvindu efnahags- og peninga-
mála.
Í máli Más Guðmundssonar
seðlabankastjóra kom fram, er
hann kynnti efni skýrslunnar, að
„plan A“ fælist í því að freista þess
að losa gjaldeyrishöftin. Það væri
enda forsenda þess að unnt væri að
skipta yfir í aðra mynt ef svo bæri
undir.
Bara einn kostur
Þetta má öllum vera ljóst enda eru
gjaldeyrishöft í eðli sínu brot á fjór-
frelsi Evrópusambandsins og EES-
samningsins sem kveður meðal
annars á um frjálst flæði fjármagns
milli aðildarlanda. Már vitnaði í
kynningu sinni í Martin Wolf hjá
Financial Times sem hafði látið
þau orð falla í erindi hér á landi að
„allir kostir í gjaldeyrismálum eru
slæmir“.
Og Már sagði: „Ein af ástæðum
þess að erfitt er að komast að ein-
hlítri niðurstöðu á þessu stigi varð-
andi það hvaða kost Íslendingar
ættu að velja í gjaldmiðils- og geng-
ismálum er að óvissa er um hvern-
ig þeim tveim kostum sem helst
virðast koma til greina muni reiða
af á næstu misserum. Þar er annars
vegar um að ræða endurbætta um-
gjörð um krónuna og losun hafta á
fjármagnshreyfingar, og hins vegar
aðild að ESB og evrusvæðinu.“
Í bók Össurar Skarphéðinssonar,
Ári drekans, kemur fram að
Evrópski seðlabankinn og ráða-
menn innan ESB hafi verið tilbún-
ir til þess að greiða götu Íslands ef
hugur þeirra stæði til þess að aflétta
gjaldeyrishöftum og taka nýjan
kúrs.
En síðan þetta var hafa viðræður
um aðild að ESB og möguleg upp-
taka evrunnar verið blásin af með
þunga núverandi stjórnarherra.
Þá er krónan víst eini kostur-
inn og því ekki annað að gera en
að endurbæta umgjörð um hana
og reyna að losa höft á fjármagns-
hreyfingar.
Höftin áfram
Krónan virkar ef til vill ágæt-
lega innan haftanna. En hún er
haftakróna!
Seðlabankinn hefur í nýrri fjár-
málastöðugleikaskýrslu bent á
að aðstæður séu bærilega góð-
ar til að losa um höft, bregðast við
þrýstingnum sem höftin sporna
gegn. Hann vill með öðrum orð-
um veita undanþágu fyrir bú gamla
Landsbankans (LBI) til þess að
hleypa út hundruð milljörðum
króna af gjaldeyriseign erlendra
kröfuhafa. Þennan gjaldeyri á búið
handbæran. Bú gamla Landsbank-
ans vill á móti lengja í 230 milljarða
króna gjaldeyrisláni nýja Lands-
bankans við þann gamla. Í dag eru
þrír dagar þar til sá frestur rennur
út sem LBI gaf Seðlabankanum og
stjórnvöldum til að svara þessu er-
indi.
Ef þessir samningar renna út í
sandinn gæti brostið á 8 prósenta
gengisfelling að mati Seðlabank-
ans og þar með yrði herkostnaðin-
um að talsverðu leyti varpað yfir á
herðar almennings. Hvar væri fjár-
málastöðugleikinn þá?
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, óttast að verði ekki tækifæri
notað nú til þess að létta á gjald-
eyrishöftunum verði þau hér um
ókomna tíð. „Ryðja þarf úr vegi
þeim hindrunum sem standa í vegi
fyrir uppgjöri þrotabúa og lengingu
Landsbankabréfs og ráðast að því
loknu í niðurrif þeirra múra sem
við höfum reist utan um íslenskt
efnahagslíf með höftum,“ sagði
Þorsteinn í síðustu viku.
Gíslar krónunnar
Núverandi stjórnvöld hafa útilokað
þjóðina frá öðrum af þeim tveimur
kostum sem hún átti þegar gjald-
miðilsskýrsla Seðlabankans kom
út fyrir meira en tveimur árum. Nú
höfum við aðeins krónuna sem að-
eins helmingur þjóðarinnar vill
hafa til frambúðar. En þá neyðist
Seðlabankinn líka til þess að halda
í höftin – og jafnvel treysta þau – til
þess að verja fjármálastöðugleik-
ann, því annars bíður gengisfell-
ingin handan við næsta götuhorn.
Og þannig verður þetta um
ókomna framtíð þar til við verðum
öll þjökuð af Stokkhólmsheil-
kenninu. Ef einhver man ekki í
hverju það felst þá felst það í því að
fórnar lamb mannræningja fer að
skynja kvalara sinn sem sérstakan
verndara sinn og taka upp málstað
hans.
Við erum í gíslingu krónunnar
og þess vegna elskum við hana. n
„Núverandi stjórn-
völd hafa útilok-
að þjóðina frá öðrum af
þeim tveimur kostum
sem hún átti þegar gjald-
miðilsskýrsla Seðlabank-
ans kom út fyrir meira en
tveimur árum.
Jóhann Hauksson
Kjallari