Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Síða 22
22 Umræða Vikublað 21.–23. október 2014 Plott gegn plotti Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni A ð fá líffæri að gjöf er annað tækifæri til lífs og aukinna lífsgæða. Líffæraígræðslur hafa verið stundaðar frá því snemma á 6. áratugn- um en fyrsta ígræðslan var gerð í Boston árið 1954. Á árunum 1972 til 1991 voru Íslendingar einung- is þiggjendur af Norrænu ígræðslu- stofnuninni (Scandiatransplant) án þess að gefa sjálfir líffæri í staðinn. Það breyttist árið 1991 þegar lög voru sett á Alþingi um brottnám líffæra og ákvörðun dauða. Frumvörp hafa ver- ið lögð fram á Alþingi um breytingar á núgildandi lögum í ætlað sam- þykki. Vorið 2014 var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar og nú hefur heil- brigðisráðherra sett saman starfs- hóp sem á að skila niðurstöðum fyrir 1. mars 2015. Verkefni hópsins felst í að finna leiðir að því markmiði að fjölga líffæragjöfum á Íslandi. Viljugir líffæragjafar en eru ekki skráðir Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lög- um á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæra- gjöf. Í 10. tbl. Læknablaðsins 2014 var birt rannsókn Karenar Rúnars- dóttur meistaranema um viðhorf Íslendinga til ætlaðs samþykkis við líffæragjöf. Þar kemur m.a. fram að meirihluti Íslendinga er hlynntur því að gert verði ráð fyrir ætluðu sam- þykki (rúmlega 80%) við líffæragjöf. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þá voru aðeins 5% þátttakenda í rannsókn- inni skráðir líffæragjafar. Samverkandi úrræði til að fjölga líffæragjöfum Á sl. fimm árum á Íslandi voru 39 einstaklingar úrskurðaðir heiladauð- ir og komu því til álita sem gjafar. Þeir sem samþykktir voru sem líffæra- gjafar voru 18 talsins. Í 11 tilvikum var líffæragjöf ekki möguleg af lækn- isfræðilegum ástæðum og aðstand- endur neituðu í 6 tilvikum. Hlutfall þeirra líffæragjafa sem hafnað er hefur haldist svipað undanfarin ár. En hvaða úrræði væru heppilegust til að fjölga mögulegum líffæragjöf- um hér á landi? Í umræddri rann- sókn Karenar Rúnarsdóttur og í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá undirritaðri, kemur fram að reynsla annarra þjóða sýni að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða í þeim tilgangi. Breytingar á núverandi löggjöf eru ein leið en samhliða þarf að auka upplýsingagjöf til almennings og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn. Einnig væri nauðsynlegt að auðvelda þeim sem þess óska að skrá vilja sinn til líffæragjafar á einfaldan hátt í raf- rænan miðlægan gagnagrunn. Að sögn heilbrigðisráðherra er smíð á rafrænum gagnagrunni langt á veg komin hjá embætti landlæknis. Lagabreytingar ekki tímabærar Þinglegur ferill málsins um að breyta lögum nr. 16/1991 um brottnám líf- færa í ætlað samþykki hefur verið ansi langur. Haustið 2013 lagði undirrituð fram frumvarp þess efn- is en þá hafði það verið gert tvívegis áður. Undir lok vorþings var ályktun Velferðarnefndar um að vísa verkefn- inu til ríkisstjórnarinnar, samþykkt á Alþingi. Í nefndaráliti kemur fram að nefndin telji ekki tímabært að leggja til grundvallarlagabreytingu á nú- gildandi lögum þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif, skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunar- rétti einstaklinga. Skýrt markmið Velferðarnefndin lagði enn fremur til að ráðherra skilaði skýrslu á vorþingi 2015 um niðurstöður vinnunnar ásamt tillögum um framhald máls- ins. Í framhaldinu ákvað ráðherra að skipa starfshóp. Hópnum verður falið að skila skýrslu til ráðherra fyrir 1. mars 2015 þar sem fram koma niðurstöður hópsins ásamt tillög- um um framhald málsins. Það sem hópurinn á að taka til sérstakrar skoðunar er: – hvernig eigi að fjölga líffæragjöfum frá látnum einstak- lingum. – að efnt verði til víðtækrar þjóðfélagsumræðu um mikilvægi líf- færagjafa. – að útbúið verði fræðslu- efni um líffæragjöf. – að markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks. – reynsla annarra þjóða af lagabreytingum í átt til ætlaðs samþykkis. – að kann- að verði hvort aðrar leiðir séu mögu- legar til fjölgunar á líffæragjöfum, m.a. verði skoðaðar leiðir um krafið svar, skráningu í ökuskírteini, skatt- skýrslu eða á annan sambærilegan hátt. – að hugað verði að réttarstöðu þeirra sem vegna andlegs eða lík- amlegs ástands eru ekki færir um að taka ákvarðanir um líffæragjöf. – að aðgengilegt verði fyrir einstak- linga að skrá vilja sinn til líffæragjaf- ar. – að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til hér og með tillögum um fram- hald málsins. – að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Enn er ekkert í hendi varðandi niðurstöður enda um afar flókið og viðkvæmt mál að ræða. En þó eru blikur á lofti og mikill áhugi bæði hjá stjórnvöldum og almenningi á að fjölga líffæragjöfum á Íslandi. n Þú getur gefið annað líf „Er ekki kominn tími á opinbera rannsókn á embættisfærslum og lygum forsætisráðherra?? Í hvert sinn er hann opnar munninn fer hann með rangt mál,“ sagði harorður Sveinn Hansson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem kallar eftir því að ríkissaksóknari rannsaki leka á upplýsingum um meint samráð Eimskipa og Samskipa. Líkti hann þeim leka við leka á trúnaðarupplýsingum um nígerísku hælisleitendurna Tony Omos og Evelyn Joseph í Lekamálinu. „En hvaða úrræði væru heppilegust til að fjölga mögulegum líffæragjöfum hér á landi? Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona Framsóknarflokksins Kjallari „HAHAHAHAHA HAHAH !!!! enn kastar serstakur fulgu fe utum gluggan. Verdid ad fara sætta ykkur vid ad ENGIN mun verda dæmdur fyrir ad setja tessa PappirsBanka a hausinn … Hættid ad reyna tetta,“ segir Guðlaugur Guðmunds- son við frétt um að Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfús- dóttir hafi verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að hafa verið ákærð af sérstökum saksóknara fyrir umboðssvik og að hafa misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir heimildir sínar til veitingar ábyrgða í lánanefnd Landsbankans. 21 „Það eina sem „ómaklegt“ er í þessu leiðindalekamáli öllu saman er sú staðreynd að frú Hanna Birna skyldi ekki víkja sem innanríkis um leið og þessi leiðindi komu upp fyrst. Þá væri hún í betri stöðu. Núna hins vegar er málið búið að vefja þannig upp á sig að blessuð konan ætti fyrir löngu að vera farin úr ráðuneytinu. En það kemur eflaust að því síðar. Nóg um það. Vinsemd og virðing. Kv.“ Sigurður Þórarinsson um þau ummæli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Sprengisandi að krafa flokksráðs VG um að hún segði af sér væri ótrúlega ómakleg. 8 „Þetta eru orð sem hitta í mark. Haltu áfram Birgitta, þjóðin þarf á fólki eins og þér að halda,“ sagði Ingi Gunnar Jóhanns- son sem var ánægður með þau orð Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, að ráðherrar skilji ekki þrískiptingu valds og séu því vanhæfir til að fara með vald. Nefndi hún afskipti Hönnu Birnu af lögreglurannsókn og yfirlýsingar Sigmundar Davíðs um lekann í samráðsmáli Eimskipa og Samskipa. 21 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.