Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Page 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 21.–23. október 2014
Sjúkdómavæðing
geðkvillanna
n Íslendingar eiga norðurlandamet í notkun svefnlyfja og róandi lyfja
S
vefnlyf og róandi lyf eru of-
notuð hér á landi og saman-
burðurinn við önnur Norður-
lönd er óhagstæður. Notkun
þessara lyfja er langmest hér
á landi en minnst í Danmörku. Al-
mennt er notkun svefnlyfja og róandi
lyfja tvisvar til þrisvar sinnum meiri
en meðal annarra Norðurlandaþjóða.
Þessi mikla notkun svefn- og róandi
lyfja á Íslandi á sér að minnsta kosti
35 ára sögu og er verulegt áhyggjuefni
að mati landlæknisembættisins.
Í grein á vegum landlæknisemb-
ættisins í Læknablaðinu síðastliðið
vor segir að ofnotkun lyfja kalli á
skýringar. Ein þeirra gæti verið sú að
fjöldi sjúklinga sé meiri hér á landi
en í nágrannalöndunum og lyfja-
skammtar séu stærri. „Meðan við
þekkjum ekki orsakir þessarar miklu
notkunar svefnlyfja og róandi lyfja
hér á landi er erfiðara að vinna gegn
henni. Þess vegna er brýnt að gerðar
verði nauðsynlegar rannsóknir sem
gætu útskýrt sérstöðu Íslands og af-
leiðingar óhóflegrar lyfjanotkunar,“
segir einnig í umræddri grein.
Hvað er eðlilegt og heilbrigt?
Á undanförnum áratugum hefur
greindum geðkvillum og geðsjúk-
dómum fjölgað verulega. Yfirlit yfir
þetta er að finna í alþjóðlegri hand-
bók sem hefur að geyma sjúkdóms-
greiningar og tölfræði (Diagnostic
and Statistical Manual – DSM). Skrá
þessi hefur verið til endurskoðunar
og uppfærslu og hefur nú að geyma
hundruð greindra geðsjúkdóma og
geðkvilla, allt frá geðrofi og þunglyndi
yfir í athyglisbrest og ofvirkni. Banda-
ríski geðlæknirinn Allen Frances
vann lengi að því að fullkomna þessa
handbók um greiningu geðsjúk-
dóma.
Hann talar nú um eins konar
„verðbólgu“ sjúkdómsgreiningarinn-
ar og óttast að sjúkdómavæðing á
sviði geðlækninga taki smám saman
að þrengja að því sem til þessa hefur
verið talið eðlilegt hugarástand og
geðslag. Þar að auki tala staðreyndir
sínu máli um vaxandi velgengni lyfja-
fyrirtækja sem sérhæfa sig í að fram-
leiða geðlyf. Fimmti hver Bandaríkja-
maður notar lyf við geðkvillum. Árið
2010 notaði meira en einn af hverj-
um tíu lyf gegn þunglyndi. Frá árinu
2005 hefur geðlyfjanotkun banda-
rískra karla sem gegna herþjónustu
áttfaldast. Meira en 110 þúsund her-
menn taka inn að minnsta kosti eina
tegund geðlyfja og hundruð þeirra
deyja árlega eftir að hafa tekið inn of
stóra skammta.
Lyfjavæðing daglegs lífs
Frances, sem nú hefur snúist til
varnar hinum „eðlilega manni“, gaf
fyrir nokkrum misserum út bókina
„ Saving Normal“. Hún er eins konar
skýrslugerð innanbúðarmanns í
geðlæknisfræðinni þar sem ráðist er
gegn taumlausri áráttu til að greina
æ fleiri geðkvilla og geðsjúkdóma.
Bókin ræðst einnig gegn lyfjaiðnað-
inum og því sem Frances kallar lyfja-
væðingu hins daglega lífs. Þversögnin
sem Allen Frances staldrar við er sú,
að þótt æ fleiri noti geðlyf við æ fleiri
greindum geðmeinum, virðist engu
betur ganga að lækna þá sem raun-
verulega þurfa á hjálp að halda vegna
geðsjúkdóma eða geðraskana.
Frances segir í formála bókarinn-
ar að sjálfur gæti hann fallið undir
marga af þeim nýju sjúkdómsgrein-
ingum sem er að finna í nýjustu upp-
færslu DSM-handbókarinnar um
greinda geðsjúkdóma. „Í veislunni
með starfsbræðrum mínum geng
ég að rækjuréttinum á hlaðborðinu
og upp kemst um sjúklega átröskun
mína. Ég gleymi nöfnum og andlit-
um og það flokkast undir „minnihátt-
ar hugræna röskun“. Áhyggjur mínar
og hryggð flokkast sem „kvíða/þung-
lyndisröskun“. Ég er stundum utan
við mig og ákafur og það hefur feng-
ið greininguna „öldrunarathyglis-
brestur“.“ Allen Frances gerir ekki
lítið úr geðlæknisfræðinni þótt hann
gagnrýni sjúkdómavæðinguna enda
geri hún afar mikið gagn þegar vel
tekst til. En hann bendir á að verslun-
arhyggja lyfjafyrirtækjanna hafi náð
ákveðnum tökum á henni, setji hagn-
að sinn framar raunverulegum lækn-
ingum og ýti undir öfgakennda sjúk-
dómsgreiningar, oflækningar og allt
of mikla lyfjanotkun.
Allen Frances gerir heldur ekki
lítið úr viðleitni geðlæknisfræðinn-
ar til þess að fyrirbyggja raunveru-
lega geðsjúkdóma á borð við geð-
klofa eða geðrof (schizophrenia). En
hann gagnrýnir þá aðferð að reyna
að greina einkenni geðklofa fyrirfram
og setja hóp af fólki í áhættuhóp á
unga aldri. Þau geti átt erfitt með að
burðast með þann stimpil að vera í
áhættuflokki og slíkt eitt geti fram-
kallað kvíða yfir því að geðveikin sé
handan við næsta götuhorn.
Þótt gagnrýni Allens Frances sé
ekki alveg ný af nálinni þykir það
sæta tíðindum þegar geðlæknir kveð-
ur sér hljóðs sem árum saman hefur
stutt og tekið þátt í að skýra og bæta
sjúkdómsgreiningar á geðsjúkdóm-
um (DSM).
Leitin að orsökum mikillar
lyfjanotkunar
Eins og fram kom hér að framan er
notkun geðlyfja langtum meiri hér á
landi en annars staðar á Norðurlönd-
um og allt að fimmfalt meiri í sum-
um flokkum róandi lyfja og svefnlyfja
en í Danmörku. Þá er einnig ljóst að
dauðsföll vegna of stórra skammta af
slíkum lögmætum lyfjum eru tíðari
en af völdum of stórra skammta af
ólöglegum fíkniefnum.
Eins og áður segir telur land-
læknisembættið brýnt að gerðar
verði nauðsynlegar rannsóknir sem
gætu útskýrt sérstöðu Íslands og af-
leiðingar óhóflegrar lyfjanotkunar.
Vel er hugsanlegt að menn eins og
Allen Frances búi yfir að minnsta
kosti einni haldbærri skýringu á óhóf-
legri notkun svefnlyfja og róandi lyfja
hér á landi. n
„Meðan við þekkj-
um ekki orsakir
þessarar miklu notkunar
svefnlyfja og róandi lyfja
hér á landi er erfiðara að
vinna gegn henni.
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Óhófleg geð-
lyfjanotkun Geir
Gunnlaugsson land-
læknir. Landlæknis-
embættið vill finna
ástæður þess að
notkun róandi lyfja
og svefnlyfja er
miklu meiri hér á
landi en annars stað-
ar á Norðurlöndum.
Mynd Sigtryggur Ari
Útbólgin sjúkdómsgreining Allen
Frances er þekktur bandarískur geðlæknir.
Honum blöskrar lyfjaát og öfgar í greiningu
geðsjúkdóma og geðkvilla og hefur snúist til
varnar hinu venjulega og heilbrigða.
Vill draga úr
geðlyfjanotkun
Umsögn til Alþingis
„Í ljósi þess hve mikil geðlyfjanotkun er
á Íslandi í samanburði við önnur lönd,
leggur landlæknir áherslu á mikil-
vægi þess að gera samanburð á þeim
meðferðarúrræðum sem í boði eru við
geðheilbrigðisvanda m.t.t. kostnaðar-
þátttöku hins opinbera. Í kjölfar þess
er mögulegt að skoða fýsileika þess að
auka kostnað ríkisins við gagnreyndar
meðferðir annarra en lyfja. Slík nálgun
gæti leitt til minni geðlyfjanotkunar og
þar með dregið úr kostnaði við geðlyf.“
(Umsögn landlæknis til Alþingis um
geðheilbrigðisstefnu, nóv. 2013)
Samið um greiðslur
Erfitt að skapa samstöðu um markaðsmálin segir Baldvin Jónsson
B
aldvin Jónsson segist hafa
átt fund með verkefnis-
stjórn um markaðssókn ís-
lenskra matvæla fyrir helgi
og samkomulag hafi tekist um
greiðslur vegna starfsins. Á fjár-
lögum þessa árs eru ætlaðar 18
milljónir króna til verkefnisins í
gegnum viðskiptaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytins. Sagt var frá
því í fréttum í síðastliðinni viku
að greiðslur til verkefnisins hefðu
verið stöðvaðar þar eð greinargerð
um framvindu og ráðstöfun fjár-
veitingarinnar skorti af hans hálfu.
„Málið hefur verið leyst,“ segir
Baldvin, en hann hefur unnið
að því að koma íslenskum fram-
leiðsluvörum á markað, einkum í
Bandaríkjunum, í hartnær tuttugu
ár.
Berst fyrir samstöðu
Baldvin segir að sér þyki mest um
vert að skapa samstöðu og sam-
vinnu allra þeirra sem framleiða
og flytja út, en það hafi ekki alltaf
gengið sem skyldi. „Flækjustigið
er mikið í þessum markaðsmálum
og fé, sem ætlað er til þess, ligg-
ur víða. Minn draumur er og hef-
ur alltaf verið að samhæfa þetta vel
án þess að taka fram fyrir hendurn-
ar á neinum.
En það þarf ekkert að efast um
árangurinn. Þetta hefur skilað því
að Whole Foods, ein virtasta mat-
vöruverslun Bandaríkjanna, hefur
tekið þessar afurðir til sölu og þar
með staðfest gæði þeirra. Það leið-
ir svo til þess að allir sem telja sig í
heimi sælkera vilja kaupa íslenskar
afurðir. Salan á síðasta ári nam
rúmum tveimur milljörðum króna
og hefur vaxið á síðustu árum.“
Meðal þess sem á boðstólum er
má nefna ferskt lambakjöt, fjórar
bragðtegundir af skyri, smjör, ost,
eldislax og súkkulaði. Þá má geta
þess sérstaklega að eldisbleikjuver-
kefnið hefur skilað umtalsverðum
árangri í kjölfar markaðsátaks sem
hófst fyrir nokkrum misserum. n
johann@dv.is
Samið um greiðslur Samið hefur verið um áframhaldandi greiðslur vegna markaðsstarfs
Baldvins Jónssonar. Mynd gunnAr gunnArSSon
„Salan á síðasta
ári nam rúm-
um tveimur milljörðum
króna og hefur vaxið á
síðustu árum.